Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 17

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 17
Harry Bökstedt Einkaréttur á fslandi: Vikan 13 Vísindi fyrir almenning Magnúsarlögmálið sem sjósóknaraðferð Enginn sigldi án byrs en segl eru ekki endi- lega nauösyn. Þanin segl og mjó möstur má láta víkja (með sparnaði) fyrir hvirflandi pípum. Það þarf tíu sinnum stærri seglflöt til þess að ná úr vindorkunni jafnmiklu afli og slíkur hverfilturn getur. Leyndarmálið að baki þessu er hið svo- nefnda magnúsarlögmál. Það hefur legið í láginni í meira en hálfa öld. En núna, þegar olíukostnaðurinn er alla að sliga, verður kannski dustað af því rykið. Á meðan Japanir eru að hleypa af stokkunum kaupskipum, sem útbúin eru hjálparseglum til olíuspamaðar, verja Frakkar, bæði hið opinbera og skipa- smíðaiðnaðurinn, fé til tilraunasmíði sem miðar að því að byggja nýja hverfilfarkosti. I feguröarsamkeppni ættu þeir erfitt uppdrátt- ar við hliöina á heiðarlegum, gömlum segl- skútum. En þeir yröu miklu meöfærilegri. Magnúsarlögmálið dregur nafn sitt af upp- finningamanninum, þýska eðlisfræðiprófess- ornum Gustav Magnus sem starfaði í Berlín í kringum 1850. Það varðar orku sem myndast þegar loftstraumur hæfir hverfil. Orkunni er beint til hliðar, í 90 gráða horn við vindstefn- una. í stinningskalda getur magnúsarlögmál- ið komið bæði stórskyttu og tennisleikara mjög á óvart. ÍJt frá loftstraumfræðinni skýrt er þetta þaö sem gerist: Þar sem sívalningur í lóðréttri stööu snýst fyrir vindi hreyfist annar helmingur (á langhliðina séð) nefnilega a) meö vindinum, en hin hliðin b) snýst á móti vindáttinni. Það leiðir til þess aö loftmólikúlin fá aukinn hraða við a) en hemlast niður hjá b). Þar meö myndast meiri þrýstingur hjá b) heldur en hjá a). Úr því myndast orka eða kraftur sem stefnir í átt að a). A þriðja áratug þessarar aldar geröi þýsk- ur verkfræðingur og sjóliðsforingi, Anton Flettner að nafni, fyrstu tæknitilraunirnar til að nýta magnúsarlögmálið. Hann breytti 45 metra langri skonnortu sem Buckau hét. Fjarlægði hann segl og mastur en setti í stað- inn 15,6 metra háan turn sem var 2,8 metrar að þvermáli. Þessi breytta skonnorta sigldi í áætlunarferðum á Norðursjónum í fjöldamörg ár og fór yfir Atlantshafið án nokkurra erfiðleika. Síðar útbjó Flettner hina nítíu metra löngu Barböru (2800 smálesta skip) með hverfilturni. Hún fór Atlantshafs- leiðina á meöalhraðanum 7,5 hnútar á klukku- stund. Þessi hverfilskip þóttu reynast vel en af- komulega séð gátu þau ekki keppt við sigling- ar venjulegra skipa á meðan menn gátu feng- ið olíu og kol á spottprísum. Eftir 1930 lét enginn heilvita maður sér detta í hug hverfil- skipaútgerð. En nú hefur eldsneytiskostnaður þotið upp úr öllu valdi. Menn eru aftur farnir að líta seglbúnaöinn virðingaraugum. Þar með gæti vorað að nýju fyrir magnúsarlög- málið. I Frakklandi hefur ungur loftstraums- fræðingur, Bertrand Charrier, blásið nýju lífi í hugmyndir Flettners í síöasta janúarblaði tímaritsins Science & Vie. Hann hefur kastað sér út í kenningar hverfilorkunnar og tilraun- ir með styrk frá rannsóknarráði ríkisins, CNRS, og í samvinnu við skipasmíðastöðvar við Ermarsund. 1980 fékk hann fyrstu verðlaun í samkeppni sem franskir útvegs- menn efndu til um hugmyndir að sparneytn- um fiskibátum. I það sinn hafði Charrier fjar- lægt segl og mastur af katamaran-smáskútu og sett í staðinn hverfilhólk. I Cherbourg er annar áhugamaður að breyta togara fyrir hverfilorku. Þessi nýja siglingatækni þykir einmitt sérlega hentug fyrir fiskiskip því að seglabúnaður er bæði rúmfrekur og krefst meiri mannafla. Fyrst og fremst er það háð því hve hratt hverfillinn snýst í hlutfalli við vindhraðann hvað mikil orka fæst með magnúsarlögmál- inu. Þegar ferilhraði sívalningsins er orðinn 1 1/2 sinnum meiri en vindhraðinn þykir magnúsarlögmálið fyrst verka nóg til þess aö not séu af. Með ferilhraða er átt við þann hraða sem reikna má að einn ákveðinn punkt- ur á sívalningnum snúist hringinn. Snúist hverflarnir hraöar eykst aflið í réttu hlutfalli, en aðeins upp að vissu marki. Það þykir ekki borga sig að snúningshraðinn sé meiri en 31/2 sinnum vindhraðinn. Þegar vindhraðinn nær 20 km/klst. (rúmir 5 sekúndumetrar) eiga hólkarnir þar af leiðandi að snúast 30—70 km/klst. Ef vind- hraðinn er 40 km/klst. ætti snúningshraðinn að vera 60—140 km/klst. Ef sívalningurinn er tveir metrar í þvermál, það er að segja ca 6 metrar í ummál, þýðir það að hann þarf aö snúast minnst 100 og mest 400 snúninga á mínútu. Þegar hér í upphafi var talað um að slíkur hverfilturn jafngilti tíu sinnum stærri segl- fleti var auðvitaö miðað við hámarks- snúningshraða. Sívalningurinn fer best á því aö vera 5—10 sinnum hærri en breidd hans nemur, sem sé minnst fimm metrar og mest tíu metrar á hæð ef hann er einn metri í þver- mál. Efst ætti að loka honum með stórri skífu eða trekkspjaldi sem lokar af truflandi loft- strauma. IS.tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.