Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 46

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 46
5 Framhaldssaga „Nei, þaö er það ekki. Eg er aö fara á þjálfunarsvæði fyrir kalda veöráttu skammt frá Bridgeport í High Sierra.” Hann vissi aö þetta myndi valda sprengingu og þaö stóðheima. „Kaliforníu! A skíöi! Þú ert skepna, Tom Peterson! ” „En ljúfan mín, ef þú fengir byltu á skíöum gætirðu misst fóstriö. Eg vildi ekkert fremur en hafa þig hjá mér í Bridgeport. Ekki svo að skilja að þú hittir mig oft. Við komum allir til með aö búa viðharðræði.” „Þetta er allt í lagi, ég skil þetta.” Hún greip blíölega um hendur hans. „Með hverjum veröurþú?” „Fáeinum úr gömlu sveitinni minni. Eg þarf að aöstoða við aö þjálfa þá.” Hann þrýsti henni blíö- lega að sér og kyssti hana. „Þetta var ívið meira en ég átti að segja.” Hún flutti sig til á sófanum og horfði áhyggjufull beint í augu hans. „Tom, þegar þessu lýkur, hvað svo sem það er, viltu taka til athugunar að hætta í landgöngu- liöinu, leggja eitthvað annaö fyrir þig? Eg kann ekki við tilhugs- unina um þig í hættu.” „Ljúfan mín, ég verð það ekki, ekkiíþetta sinn.” Þessi hughreysting kom naum- ast að gagni því hún greindi eftir- sjánaírödd hans. „Viltu hugsa um það, ástin mín?” spuröi hún aftur. „Ef þú vilt að ég geri það, já, þá geri ég það.” Þetta var hrein- skilnasta svar sem hann gat gefið þar sem landgönguliðið hafði veriö allt hans líf þar til hann kynntist henni. „En núna,” hann hélt af ásettu ráði alvarlegum raddblæ, „þar sem ég verö að heiman um tíma, má ég þá spyrja þig að nokkru, frú Peterson? Þú getur ekki verið á skíðum vegna barnsins, en geturðu sofið hjá? ” „Já,” sagöi hún og faðmaði hann, „það get ég svo sannar- lega.” SKIPULEGGJANDI Delta- sveitarinnar var Charles Beck- with ofursti, maðurinn sem stjórn- aði árangurslausri tilraun Carters forseta til að bjarga bandarísku gíslunum í Teheran 1979. Þó að Tom Peterson hefði ekki verið þátttakandi var hann engu aö síður einn þeirra manna sem nefndir voru Englar Charlie’s og að hans mati hafði stjórnar- farslegt og pólitískt getuleysi sett árásinni í Iran hömlur sem hæfasti stjórnandi gat ekki sigrast á. Carter forseti frestaði árásinni nítján sinnum. Þetta var honum ofarlega í huga þegar hann flaug til Fort Bragg í Norður-Karólínu til að hrinda í framkvæmd ráöa- gerö Kings aðmíráls. Hann vildi vera fullviss um aö hans menn eyðilegðu ekki aftur möguleika Delta-sveitarinnar. Ef Fort Bragg væri flutt til Englands næði þjálfunarsvæði þess og herskálar frá Aldershot til London. Þetta var gífurlegt flæmi af því sem herinn nefndi gjarna „fasteign”, aðsetur tveggja bandarískra flugsveita og sér- sveitanna aö auki, Grænu alpa- húfanna. Delta-sveitin hafði eigið svæöi innan Fort Bragg þar sem valdir voru menn í undirflokkana tvo, hugtak sem fengið var að láni hjá sérdeildum breska flughersins sem hafði gefið góð ráð þegar sveitin var sett á laggirnar 1977. Hver þeirra nokkur hundruð her- manna sem báru svörtu alpa- húfuna haföi staðist nærri því grimmdarlegar prófraunir í líkamlegu úthaldi og andlegu þol- gæði. Allir yfirmennirnir voru annaðhvort þjálfaðir í návígi eða flugi, oft hvoru tveggja. Peterson var einn af fáum landgönguliðum sem gengiö höfðu í sveitirnar, að nokkru vegna þess að landgöngu- liðiö hafði eigið úrval könnunar- sveita sem löðuðu að sér metnaðargjarna menn. Hershöfðinginn sem samhæfði Delta-sveitirnar og Grænu alpa- húfurnar bauð hann velkominn í látlaust búna, verklega skrifstofu og sneri sér beint að efninu. Stutt- klippt hár hans undirstrikaði upp- mjótt höfuölag og hann hafði snubbóttan hreim. „Við erum búnir að safna saman hópi fyrir þig, ofursti.” Hann rétti Peterson lista. „Howard Smith kafteinn verður fyrir hópnum. Flestir hinna eru úr fjallasveitum. Að okkar mati þarf hann tilfinnanlega næstráðanda, sjúkraliða sem hefur verið á rann- sóknarstofunámskeiði, sérfræðing í skemmdarverkum, fjarskipta- mann og norskumann. Taka ein- hverjir Norðmenn þátt í þessu?” Við vonum það, herra. ” Hershöfðinginn sá efasemdirn- ar í svip Petersons. „Þér líst ekki á það, ha? Of andskoti ótryggt, ha? Jæja, ætli við verðum ekki að læra að sætta okkur við þessa bandamenn okkar í NATO.” Fimmtán mínútum síöar var veriö að kynna Peterson fyrir Howard Smith, foringjanum sem velgengni árásarinnar hvíldi endanlega á. Howard Smith var dæmigeröur háskólaborgari af austurströnd- inni, með reglulega andlitsdrætti sem minntu á Kennedy heitinn forseta, vel rakaöur, bláeygöur, hreinskilnislegur, grænn gallinn óaðfinnanlega pressaður. Hernaðarferill hans, ef marka mátti upplýsingarnar sem hers- höfðinginn hafði nálgast, var ekki síöur óaðfinnanlegur og svo ólíkur ferli Petersons sem hugsanlegt var, hófst í herskólanum í Valley Forge og meömæli þingmanns höföu tryggt honum vist í West Point. Það hvarflaði aö Peterson að Smith hefði oröið fyrir valinu vegna þess að þetta gæti orðiö alþjóðleg aðgerð en hann vísaði þeirri hugdettu frá í skyndi. Mörkin í Delta-sveitunum voru of há fyrir slíkt. „Gleður mig aö hitta þig, herra,” sagöi Smith kurteislega þegar þeir tókust í hendur. „Þetta viröist vera spennandi fyrir- ætlun.” „Harla erfið.” „Því erfiðara því betra.” Það mynduðust hrukkur hjá augum Smith þegar hann brosti. Nei, hugsaði Peterson, ég get ekki nákvæmlega sagt um þaö af hverju ég treysti þessum náunga ekki til fullnustu. Hann er kannski einum of líkur kvikmyndastjörnu. Hann óskaði þess að hann mætti velja hópinn í stað þess aö slíkt væri gert fyrir hann. „Ætli sé ekki best að snúa sér að kynningunni,” sagði hann við hershöfðingjann. Öryggiseftirlit var ævinlega strangt á svæði Delta- sveitarinnar. Hermennirnir gættu þess vel að vera aldrei nafn- greindir, hvaö þá ljósmyndaðir, fyrir utan. Það var brýnt fyrir þeim aö fréttaflutningur, eins og áður var af Grænu alpahúfunum, væri ekki aðeins óæskilegur heldur beinlínis hættulegur. Við þetta tækifæri var frekara persónueftirlit áður en mennirnir komu inn í fundarsalinn og settust í sætin. Peterson hóf að útskýra leiðangurinn með aðstoð ljós- mynda og skyggna sem hann hafði meðferðis frá Norfolk. „Nafnið sem þessu verkefni var úthlutað er Virginia Ridge,” til- kynnti hann. „Og ég þarf ekki að segja ykkur að sjálft nafnið er ákaflega leynilegt. Virginia Ridge verður aldrei á almanna vitorði, hvorki fyrr né síöar, eða „ef Guð lofar, eftir þrjátíu ár.” Ef við getum forðast þessi andskotans lög um frjálst upplýsingastreymi, hugsaöi hann. „Þetta veröur ein viökvæmasta aðgerð sem Banda- ríkin hafa staðið í frá heims- styrjöldinni síðari og við kærum okkur ekki um neitt klúður.” Með þessari kynningu hóf hann myndskreytta lýsingu á Sval- barða, um hernaöarlegt mikilvægi eyjaklasans og um það sem talið var að Rússar fengjust við þar. „Ef marka má upplýsingar sem við höfum fengiö,” sagöi hann, þrýsti á stýrihnapp sem sendi aðra mynd á skerminn, „verður ratsjáin eitthvað í líkingu við þetta.” A skerminum gat að líta kassalaga hús með risastóran rat- sjárskanna á mastri fáeinar stikur frá. Myndlistarmaðurinn hafði dregið upp snjóinn og sléttuna á Plata-fjalli. „Þetta hús er takmark okkar, það er aö segja þegar því er lokiö, sem við getum okkur til að verði eftir um það bil mánuð. Um þaö leyti er að koma vor þarna. Þá er ekkert myrkur og harla lítið skjól.” Hann hélt áfram að fara yfir vandamálin. „Það þarf að komast þangað með leynd. En þegar við erum búnir aö klessa þetta. . .” Hann þagnaöi, minntist þess að hann myndi ekki taka þátt í aðgerðinni. „Þegar þið eruð búnir að klessa þetta verðiö þið sóttir flugleiðis.” Þegar hann hafði lokiö máli sínu voru lagðar fyrir hann ýmsar spurningar um tæknileg atriði varðandi vopn og radíó. Aftur á móti var eitt ekki nefnt svo hann lagði það sjálfur fram. „Þið hafið ef til vill velt því fyrir ykkur af hverju CIA er ekki falið þetta verkefni?” Einn maðurinn tautaði: „Af því að þeir myndu klúðra því,” og nokkrir hlógu. „Nei, það er ekki ástæðan. Það er . . Peterson leit yfir hópinn eins og væri hann að veita verðlaun, „vegna þess að CIA á ekki menn sem hafa ykkar hæfi- leika til átaka í fjallahéruðum. Okei? En það er galli á gjöf Njarðar. Ég sagði ykkur að þetta væri ákaflega leynilegt. Ég meinti það bókstaflega. Fjölskyldur ykkar fá ekki heldur að vita um það. Þetta er leynileg, ég endur- tek, leynileg aðgerð.” Hann þagnaði, meöan þeir voru aö melta þetta, og það olli honum sársauka að sjá fyrir hugskots- sjónum sínum myndirnar í Time og Newsweek af brunnum mönnunum í írönsku árásinni, brennd líkin lágu í eyðimörkinni hjá flaki Hercules-vélarinnar. Framhald í næsta blaði. 46 Vikan 15. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.