Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 39

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 39
hreifst meö þegar hann byrjaði að tala. Þannig lét ég það eftir mér að gerast trúnaöarvinkona hans, varði það oft fyrir sjálfri mér meö því að segja viö sjálfa mig aö það væri gott að barnið þekkti föður sinn vel. Enda var þaö hluti af sannleikanum. En svo komu alvarlegir brestir í sambandið hjá þeim, ekki endi- lega vegna þessa sambands hans við mig og barniö sitt þó það hafi sjálfsagt haft sitt aö segja. Þá leitaði hann mjög mikiö til mín og vildi meira að segja fá að gista þegar honum var hent út. Þaö fannst mér einum of og sagöi honum. Hann baöst bara fyrir- gefningar og fór en kom alltaf aftur og var farinn að segja mér að hann hefði í rauninni alltaf elskað mig. Ég gat nú ekki annað en hlegið þó mér þætti vænt um það. Verst hvað það var fjarri því að vera satt. Ef um einhverja hrifn- ingu var að ræða haföi hún að minnsta kosti ekki komið fyrr en eftir á af hans hálfu. Hann sagöist bara hafa verið svo hræddur við að binda sig og svo hefði þetta bara æxlast eins og þaö gerði. Ef einhver annar hefði átt í hlut hefði mér nú bara fundist þetta asna- legir tilburðir. En ég lét gott heita án þess aö jánka nokkru. Eg var þess alla tíö mjög fylgj- andi að hann færi aftur til kon- unnar og vildi því sambandi mjög vel. Þrátt fyrir að hún vildi hvorki heyra mig né sjá fannst mér hann allur annar og betri eftir aö hann fór að búa meö henni og mér fannst hún laöa margt það besta fram í honum. Þau tóku aftur saman eftir þetta hasartímabil og hann kom ekki eins mikið til mín og áður, en ég hélt áfram að vera trúnaöarvin- kona hans. Svo fór ég á óvenju fast og nú brá svo við aö sá sem ég var með amaðist heilmikið við heim- sóknum barnsfööur míns, enda varla nema von þegar þær voru í túna og ótíma. Nú var ég í vanda stödd. Fram að þessu held ég aö ég heföi nú bara látiö hvern þann vaða sem leyfði barnsföður mínum ekki að æða út og inn heima hjá mér en í þetta sinn gerði ég mér grein fyrir að þessu sambandi vildi ég ekki ógna á viö- kvæmu stigi. Eg fór að láta barns- föður minn finna að hann gæti ekki komiö hvenær sem væri og fyrr en varði fann ég að ég var farin að leika sama leikinn á bak og hann — að reyna að koma fundum okkar (mín, hans og barnsins) þannig fyrir að ekki rækist á þann tíma sem ég átti von á hinum. Barnið okkar (reyndar fermt núna en verður alltaf „barniö”) sýndi fyllsta skilning á plottinu og var hiö hressasta. Þökk fyrir það! En auðvitaö var þetta fáránlegt og gekk engan veginn. Við lentum í smáuppgjöri, ég og sá sem var kominn í spilið, og ég fékk barns- föður minn til að reyna aö sann- færa hann um aö þetta væri allt mjög saklaust á milli okkar (sem það var). Loks tókst mér að full- vissa þann sem ég var nú orðin verulega skotin í um að ég tæki hann langt fram yfir barnsföður minn. Þaö er nú saga að segja frá því en hana rek ég ekki hér. Nú orðið gengur þetta allt sæmi- lega. Eftir að ég fór aö búa (með þessum sem áöur er getið) slaknaði á spennunni af hálfu konu barnsföður míns og hún getur svona skár, ég segi ekki betur, sætt sig við tilvist mína og barnsins. Hún hefur nokkurn veginn tekiö barniö í sátt. Sambýlismaður minn er mjög afundinn út af þessu öllu en hefur lofaö að reyna aö sætta sig við þetta sem hann kallar „bann- settan klaufaskap”. Og nú má segja aö við séum ekki lengur neinir sérstakir trúnaöarvinir, ég og barnsfaðir minn. Hálfpartinn sakna ég þessa tíma. Þaö var svona létt rómantík viö þetta allt og eftir á að hyggja skil ég konu barnsföður míns vel og finn að þó viö gerðum ekki svo mikiö sem kyssast mömmukoss öll þessi ár eftir að hann fór aö búa meö henni þá var þetta nú samt heilmikið samband og kannski var þetta þegar öllu er á botninn hvolft það sem hún óttaðist, lauflétt ástarsamband. Maður einblínir svo mikiö á líkamlegu hliðina að manni finnst að allt sé í lagi þegar ekkert gerist þar. En ég finn muninn, það neistar ekki lengur á milli. Og sambýlismaður minn segist vera feginn aö vera búinn að endurheimta mig úr þessu sambandi. Hann heldur því fram að það hafi verið alvarlegt og kannski var þaö það. GÖITHUS 19 ára reynsla islenskt veðurfar gerir miklar kröfur til húsa. Það gera einnig íslenskir kaupend- ur þeirra. Oblíð veðrátta og kröfuharður markaður hefur stuðlað að stöðugum endurbótum áeiningahúsum okkar. Og við höfum haft nægan tíma til þess að laga hús okkar að ströngustu kröfum: 19 ár! Stærsta einingahúsa- verksmiðjan I dag erum við stræsta einingahúsaverks- miðja á fslandi. Og við framleiðum ótrú- lega fjölbreytt hús, löguð að óskum hvers og éins. Með múrsteinshleðslu a útveggjum eða öðrum þeim valmöguleikum íefnisvali og útliti sem við bjóðum. Fimmta hvern dag Staðreyndin er sú að engin tvö S.G. Ein- ingahús eru eins. Það er sérlega glæsi- legt þegar haft er í huga að fimmta hvern dag flytur íslensk fjölskylda inn í hús frá okkur. Það er jú gott að búa í góðu húsi. Og þaðergóðeign. Upphæð húsnæðislána október- desember 1983 Einstaklingar..............kr. 487.000,- 2ja-4ra manna fjölsk......kr. 620.000.- 5-6 manna fjölsk...........kr. 726.000.- 7manna og yfir.............kr. 840.000.- Hringdu isíma 99-2277og við sendum þér allar upplýsingar strax. SG EININGAHÚS HF Eyrarvegi 37,800 Selfoss Símar: 99-2276, 99-2277, 99-2278.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.