Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 38

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 38
1F Vikan og tilveran Ég varð trúnaðarvinkona barnsföður míns Ég var ekki nema sextán ára þegar ég eignaðist barn. Ég er þrítug núna. Barnsfaðir minn var einn af sætustu og skemmti- legustu strákunum í skólanum og ég var alveg yfir mig skotin í honum. Því miður hafði hann engan áhuga á mér. Barnið varð til eftir eitt skipti og hann kallaði þaö bara fjárans óheppni, en þrætti ekkert fyrir að eiga þaö. Foreldrar mínir voru afskaplega skilningsríkir. Þetta var auðvitað visst áfall fyrir þau, ég efast ekki um það, en þau tóku því afskap- lega vel og lögðu áherslu á að ég gæti haldið áfram í skólanum og studdu mig mjög. Ég mat það ekki sem skyldi þá, þó ég hafi vonandi seinna getað sagt þeim hvað ég er þeim þakklát fyrir hvað þau reyndust mér vel, einmitt á þann hátt sem þau geröu, að láta mig ekki finna þaö. En það eina sem ég hugsaði um var þessi strákur, barnsfaöir minn. Hann var jafngamall mér, fyrrverandi bekkjarbróðir (í tvö ár) en fór aðra leið eftir landspróf en ég. Eg ætla nú ekki að vera að tíunda það hér. Við vorum bæði talsvert úti á lífinu og stunduðum böll stíft (ég reyndi að sækja sömu böll og hann, jafnvel á meðan ég var ólétt). Það var ekkert bein- línis sukk á okkur þó við værum bæði helst til blaut um tíma. í það minnsta áttum við mjög auðvelt meö að losna úr því þegar sumir vinirnir, sem kannski bar minna á, ánetjuðust drykkjunni og jafnvel öðru sterkara. En það er skemmst frá því að segja að mér varð ekkert ágengt með þennan strák þó ég væri dauðskotin í honum og hefði séns í flesta aðra. Það var eins og hann afskrifaði mig þegar barnið kom í spilið. Þá var ég líklega orðin ógnun við frelsið hjá honum, en hann var alltaf mjög indæll við mig og heimsótti mig á fæðingar- deildina, færði mér blóm og svo- leiðis. Hann var líka sæmilega rausnarlegur við barnið. Fjöl- skylda hans tók þessu misvel. Hann borgaöi yfirleitt með barninu á réttum tíma og gaf því gjafir en sinnti því lítið að öðru leyti. Hann mætti meira aö segja í skírnarveisluna og það var bara talsvert miðað við móralinn í hópnum, sem var ekkert sérlega mikið fyrir hátíölegar athafnir. En þar með var það upptalið. Eg var nú svo vitlaus að það komst ekkert annað að hjá mér en hann, jafnvel þó ég væri með öðrum, það var þá oftar en ekki til að gera hann afbrýðisaman, þó það tækist auövitaö ekki. Ég hélt áfram í námi og gekk svona la, la, því ég hafði tækifæri til að stunda skemmtanalífið eins og ég vildi. Mamma leit eiginlega á barnið mitt sem sitt barn og tók ábyrgð- ina að mestu af herðum mínum. En líklega hefur þetta forðað mér frá því að sökkva mér niður í sjálfa mig á þessum tíma, það var mjög mikilvægt að geta tekið þátt í öllu! Smám saman gerði ég mér ljóst að það yrði ekki mikiö úr þessu hjá okkur, við vorum kannski saman kvöld og kvöld en aldrei tvö kvöld í einu. Hann gerði mér vel ljóst að hann ætlaði sér ekkert með þessu en ef ég vildi — og ég vildi — þá væri þetta allt ágætt. Eg reyndi einu sinni að væla í honum en hann hristi mig mjög ákveðið af sér, virtist samt ekki neitt fúll og sýndi mér fullan vinskap, þaö má hann eiga. Mér fannst hann óskaplega göfugur en núna finn ég að auðvitaö var ég í fullum rétti að hanga utan í honum og hann sjálfsagt í jafn- miklum rétti aö hrista mig af sér. Það sem geröi að þetta varð ekki neitt hörmulegt var fyrst og fremst að hann var alltaf mjög hlýlegur og skemmtilegur, en því miður viöalla! Þegar ég segi ekki hörmulegt er ég auðvitaö ekki aö tala um öll kvöldin sem ég grét söltum tárum yfir honum. Þá voru það miklir harmar en núna finnst mér þaö allt saman mjög auðvelt og hérumbil fallega fyndið. Þjóöhátíöarárið, þegar við vorum bæði tvítug, fór hann allt í einu að búa, svona upp úr þurru. Hann varð hreinlega yfir sig ást- fanginn af stelpu og þau fóru að búa og voru alveg að drepast úr ást og hamingju. Þetta var ævintýralegt sumar, fyrsta sumarið sem ég kynntist barninu mínu almennilega og var ein meö það, alla ábyrgöina og allt þaö ævintýri sem eitt barn getur verið. Og eftir fjögurra, í rauninni fimm, ára tímabil, sem hvorki gekk né rak í okkar sambandi, var það að vissu leyti léttir að hann var ekki á lausu lengur. Eg kunni þrælvel við stelpuna sem hann var með en því miður er ekki sömu sögu aö segja um afstöðu hennar til mín. Henni var mjög í nöp við mig og ég frétti það fljótlega. Hún tók fyrir allt sam- band við okkur, mig og barnið, þannig að ég fékk bara meðlagið en sambandið var á núlli. Það voru ekki mikil viðbrigði en samt fannst mér það sárt, sérstaklega af því að barnið spuröi um hann og vildi hafa pabba þó það kallaði afa sinn (pabba minn) líka pabba. Hann guggnaði fljótt á þessu og fór aö hitta okkur aftur, kannski ekki nema einu sinni á heilu ári, en samt, það var litlu minna en áður. Og eftir að þau voru búin að búa saman í þrjú ár var hann farinn að hitta okkur, mig og barnið okkar, oft, en alltaf í laumi. Þetta var að vissu leyti óþolandi laumuspil. I millitíðinni eignuöust þau barn og hann var voða hamingjusamur með það og konuna sína (þau giftu sig reyndar talsvert seinna). Þegar hann var orðinn svona ráðsettur með fjöl- skyldu fékk hann miklu meiri áhuga á barninu okkar en fyrr. Eg var enn óbundin, þó ég væri af og til á föstu með einhverjum ákveðnum (það gat nú kostað sitt stundum í útskýringum og svo- leiöis). Ég var flutt aö heiman og bjó meö barninu og systur minni. Viö höfðum það reglulega gott og systir mín var mjög hlynnt þessu undarlega sambandi sem var smám saman að komast á án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Eg man sérstaklega eftir einu skipti, þegar ég var að koma heim af balli með strák, þá var hann þar mættur og hafði tekið við af systur minni aö passa svo hún kæmist á 11-bíó. Þetta var allt hálfkjána- legt, sérstaklega af því hann átti sína fjölskyldu, en samt þótti mér alltaf mjög vænt um þetta. Ég þarf víst ekki að taka það fram að það var aldrei neitt á milli okkar eftir að hann var farinn að vera með núverandi konu sinni, enda veit ég ekki til að hann hafi haldið fram hjá henni og það er mikið sagt með þann mann! Hann segir það sjálfur og ég hef enga ástæðu til að rengja hann. Það hlaut auðvitað að koma að því að úr yrði sprenging á hans heimili en út úr henni kom ekkert nema óbreytt ástand og vaxandi óánægja. Og þegar þar var komiö sögu var hann farinn að gera mig að trúnaöarmanni varðandi alla skapaða hluti. Samkomulagið við tengdafólkiö, mismunandi skoðanir þeirra á húsgagna- kaupum, allt flaut þetta með, en oftast vorum viö að tala saman um eitthvað hlutlaust, sameigin- leg áhugamál eins og músík og fleira, og mér fannst hann alltaf jafnskemmtilegur og fyrr og 38 Vikan 15. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.