Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 15
alls kyns uppákomum, til að vera
betur undirbúinn, og vita hvernig
hlutirnir líta út í raunveruleikan-
um. Þetta er líka mjög erfitt fyrir
módelin. Það er alveg ótrúlegt
hverju þarf að sulla framan í fólk í
svona tilfellum. En hér á landi er
orðin mikil þörf fyrir fólk meö
þessa menntun. Og mér finnst aö
þeir sem eru aö vinna kvikmyndir
hér á landi ættu að styrkja íslenskt
áhugafólk til að gera því kleift að
læra þetta fag. Þetta er mjög dýrt
nám en það er ekkert dýrara aö
styrkja íslenskan mann til að fara
út en aö kaupa erlenda sér-
fræðiaðstoö dýrum dómum inn í
landið.”
— Hafðir þú ef til vill sérstakan
áhuga á brellum í kvikmyndum
áður en þú fékkst áhuga á kvik-
myndaföröun?
„Nei, alls engan. Og þorði varla
á hryllingsmyndir eins og Dra-
cula. En við það aö kynnast þeim
frá þessari hliö hættir maður að
finna fyrir hryllingi. Eg geri ekk-
ert annað en að velta því fyrir mér
hvernig brellurnar séu búnar til!
Þaö er líka gaman að fylgjast meö
fólki sem maöur er að gera
gamalt. Það hafa allir lúmskt
gaman af því að sjá hvernig þeir
eldast og einmitt það gerir þessa
vinnu svo skemmtilega. Anægja
þeirra sem verið er að mála.”
Línurnar 1984 eru mi/dar
„En ég lærði ekki bara kvik-
myndaförðun þarna úti í London.
Við fórum líka yfir tískulínurnar
fyrir ’84. Þaö eru ákveðnir aðilar,
tískuhönnuðir, sem gefa línuna í
byrjun, til dæmis litaval og fleira.
En það er aldrei hægt aö setja alla
undir sama hatt í þeim efnum.
Sumum fer vel blátt, öðrum ekki
og viö því er ekkert að gera. Þá
verður maöur að nota þekkingu til
að vinna rétt úr línunum fyrir
hvern einstakling. Föröun á að
draga það fallega fram sem hver
og einn býr yfir.
Mesta breytingin frá síðasta ári
er fólgin í því aö augnskuggalínan
vísar ekki lengur upp. Þetta sem
gaf öllum kattarsvip er horfið.
Núna myndar augnskugginn
eiginlega V á hlið, línan er dregin
á augnlokin, ekki út fyrir augn-
krók. A dökkhærða módelinu
byrjaöi ég á aö setja ljósan augn-
skugga yfir allt augnlokiö. Þaö er
mikiö atriði að lýsa þaö upp til að
ná fram auganu. Síöan vann ég
augnskuggann eins og sést á
myndinni. Að lokum á maður aö
varast að hafa línuna fyrir neöan
augun of áberandi.
Þá er það kinnaliturinn. Hann
er mjög mildur núna, hreinn litur
en mildur og á fyrst og fremst aö
hækka kinnbeinin. Maöur setur
ljóst meik ofan á kinnbeinin en
kinnalitinn undir þau. Varirnar
eru frekar sterkar, augun mild,
augabrúnir sterkar og há
kinnbein. Það er eiginlega línan
’84 í hnotskurn! En fyrst og fremst
veröur þetta allt aö vera í
samræmi, það er heildarsvipurinn
sem hefur mest aö segja.”
— Getur þú sagt í stuttu máli
hvernig snyrtingin hefur breyst til
dæmis frá 1930 og fram á daginn í
dag?
„Eins og sést á myndunum er
munurinn stórkostlega mikill. Eg
gerði snyrtingu sem var einkenn-
andi um 1935 til að munurinn sæ-
ist betur. Fram aö þeim tíma
höföu augabrúnirnar nánast veriö
plokkaðar af og búin til löng, mjó
strik í staðinn. Þetta sést vel í
Agöthu Christie þáttunum sem
sjónvarpið hefur sýnt í vetur. Upp
úr 1930 breyttist það. Auga-
brúnirnar breikkuöu en föröunin
hélt sér aö öðru leyti. Fólk þekkti
ekki liti á þessum tíma. Notaði
ljósan augnskugga og kol í staðinn
fyrir blýant til að gera strikin. Þá
tíökaðist lína viö augnhárin,
„eyeliner”, og dökk lína undir
augum. Varirnar voru hafðar há-
rauðar, ekki mjög breiðar á
þessum tíma en höföu breikkaö
frá því sem áður var. Og allar
brúnir mjög hvassar. Og
fegurðarbletturinn. Ekki má
gleyma honum. Hárið var síöan
annaðhvort tekið upp eöa haft í
mjúkum liðum um andlitið. Yfir-
leitt stutt. Neglur voru í sama lit
og varaliturinn. Þetta er eiginlega
dæmigert Gretu Garbo útlit.
Förðunin eftir þetta breyttist
síöan mikið. Augabrúnirnar
breikkuðu, augnhárin urðu þykk,
línurnar breiðar.
Þaö var lögð rík áhersla á
þessa hluti í skólanum, viö
verðum að vita þessa hluti ef viö
ætlum okkur að mála fyrir
sjónvarp og kvikmyndir.”
Allir hafa dulda löngun
tilaðlíta velút
— Hvernig datt þér annars í
hug í byrjun að fara út í þetta
nám, að verða snyrtisér-
fræðingur?
„Eg hef gengið með þaö í mag-
anum frá því aö ég var unglingur.
Spyrðu mig ekki af hverju. Eg leit
alla snyrtifræðinga öfundar-
augum og hugsaði meö mér hvað
þeir ættu gott að vinna viö þaö að
gera fólk fallegt. Það hafa nefni-
lega allir einhverja dulda löngun
til aö líta vel út. Fólk verður ánægt
ef þaö finnur að það lítur vel út!
Og ég veit ekkert skemmtilegra
en ánægöan viðskiptavin, því það
er auðvitaö mín ánægja um leiö!
Mér finnst ég vera aö skapa
eitthvað þegar ég vinn við förðun.
Margt í förðun minnir til dæmis á
málaralistina. Hægt er aö nefna
hugmyndaförðun. Hún gengur út á
blöndun á litum og myndun
forma! Maöur verður meöal
annars að hafa listræna til-
finningu og fyrst og fremst
tilfinningu fyrir fegurð. Málarinn
málar andlit á pappírinn en ég er
með undirstöðuna lifandi og mála
beint á hana! Að því leyti eru
þetta andstæður. En svo eru
auðvitað hlutir sem málarinn þarf
aldrei að hafa áhyggjur af.
Fílapenslar til dæmis!
Þeir eru margir sem kalla sig
listelska en rakka svo niður eina
listgrein og hefja aðrar upp til
skýjanna. Eg á mjög erfitt með að
sætta mig við slíka afstööu. Ef fólk
hefur þörf fyrir að túlka sig veröur
það að geta gert þaö. Ef fordómar
eins koma í veg fyrir að hæfileikar
annars fái að njóta sín hefur hann
um leið komið í veg fyrir aö per-
sónan sjálf muni njóta sín!
Sumir eiga ef til vill í erfið-
leikum með að finna hvar áhuginn
liggur. En það á aldrei aö ganga í
veg fyrir fólk sem veit hvað það
vill. Eg ber mesta viröingu fyrir
fólki sem hefur kjark til að fara
sínareigin götur!”
A4W% m. 41
’V; ■■
i i
Wk?_r 1
!í}éMá .. %’• 1 '-vAý'V
IS.tbl. Vikan 15