Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 58
15 Barna- Vikan
Sögur af Galldóru:
Hetian
Það var líf og fjör í barnaherberg-
inu. Bangsarnir og dúkkurnar voru
reglulega kát því Magga hafði sagt
þeim að á morgun færu allirniður að
strönd.
Ein dúkkan, hún Galldóra tusku-
dúkka, sagði ekki neitt. Hún starði
bara dreymin út um gluggann. Hún
átti ekki von á að fá að fara með því
hún var svo drusluleg.
Aumingja Galldóra, hún var illa
gerð og munnurinn allur skakkt
saumaður á, en Magga gat ekki
hugsað sér að fleygja henni því hann
Jói frændi, uppáhaldsfrændi hennar,
hafði búið hana til.
Jói hafði siglt um öll heimsins höf
með banana, ananas, döðlur og dýr-
mætt postulín. Hann var kallaður
„Neisti” á skipinu sínu því hann tók
við öllum skeytum til og frá
flutningaskipinu. Hann var frægur
um allt skip. En þegar ekkert var að
gera í loftskeytaklefanum hnýtti
hann teppi og prjónaði. Hann hafði
prjónað mörg pör af sokkum, en eina
tuskudúkkan sem hann hafði búið til
var hún Galldóra.
Morguninn eftir kom Magga inn í
leikherbergi og hrúgaði dúkkunum
sínum og böngsunum saman í bing
— nema Galldóru. — Æi, Magga
mín, sagði mamma hennar. — Þú
getur ekki haft allar dúkkurnar með
þér, ég sagði bara eina eða tvær!
Magga varð ósköp leið á svip. —
En þær vilja allar fá að koma með!
sagði hún. — Bara eina dúkku og
einn bangsa, sagði mamma hennar
mjög ákveðin. — Já, en Bóbó kisa
langar í bílferð og bangsana langar í
sandinn. Ö, má ég ekki hafa þær með
í bílnum, þá skal ég ekki taka þær
með út. — Tíu dúkkur, sjö bangsar
og köttur! Er það nú ekki einum of?
sagði mamma hennar. En svo leyfði
hún Möggu að taka þær með. Magga
var komin með fangið fullt þegar
hún tók eftir Galldóru í gluggakist-
unni: — Mamma, Galldóru líka,
annars verður hún leið! Hún er líka
sjóaradúkka og þarf einmitt að fara
út að sjó.
Mamma hennar Möggu andvarp-
aði. — Jæja, Galldóra tekur nú svo
sem ekkert pláss. En ekki fleiri!
— Það eru ekki fleiri, sagði Magga
alsæl. Hún hafði farið fjórar ferðir í
leikherbergið þegar hún uppgötvaði
að hún gleymdi Galldóru. Hún hljóp
eftir henni.
— Heyrðu mig nú, Magga mín,
sagði pabbi hennar. Þú verður að
taka eitthvað af þessum dúkkum úr
glugganum svo ég sjái út.
Þá kom Magga dúkkunum og
böngsunum fyrir á nýjan leik en ekki
vildi betur til en svo að Galldóra
gleymdist og lenti í klemmu í dyrun-
um á bílnum.
Þegar bíllinn fór af stað fékk hún
heldur betur salíbunu því hún
hentist, föst í dyrunum, á ógnar-
hraða utan við bílinn. Þetta er nú
skemmtileg flugferð, hugsaði Gall-
dóra með sér og gretti sig bara
þegar aursletturnar dundu á henni.
Það var eins gott að Jói frændi
kunni ekkert að búa til tuskudúkkur.
Hann hafði nefnilega notað sterkan
segldúk í hana og saumað hana með
sterkasta þræði sem fékkst. Þess
vegna sá varla á Galldóru þegar hún
kom á ströndina. Það var kannski
helst að hárið á henni, sem hafði
verið fast við bílinn, hefði lengst
vitundarögn.
— Æi, aumingja Galldóra mín!
hrópaði Magga þegar hún sá hvernig
farið haföi verið með tuskudúkkuna
hennar. Hún faðmaði hana að sér og
fór með hana niður í sandir”. Þar
fékk hún að sitja upp við nestiskörf-
una. Sjórinn gjálfraði við ströndina
og mávarnir görguðu. — 0, hugsaði
Galldóra, nú man maður aldeilis eft-
ir sjónum. Hún raulaði sjómannalag
svo lágt að enginn heyrði. Þetta var
yndislegur morgunn og allir voru
glaðir. — I dag getur ekkert farið úr-
skeiðis, hugsaði Galldóra.
En það hefði hún betur látið ógert.
Eftir hádegið fór pabbi hennar
Möggu með hana í siglingu á gúm-
bátnum þeirra langt út á sjó. Magga
heimtaði að Bóbó kisi og Galldóra
fengju að koma með. En kisi vildi
alls ekki út á sjó því kisur og kisar
eru ekkert fyrir vatn.
Galldóra kom með. Þau sigldu
langt út á sjó. Þá skeði svolítið voða-
legt. Allt í einu kom gat á gúmbát-
inn. Hann hlýtur að hafa lent á stein-
nibbu eða gömlu bátsflaki. Og nú fór
loftið að leka úr bátnum. Magga fór
að gráta. Pabbi hennar varð mjög
áhyggjufullur á svip. Hann vissi vel
hvað þetta gat táknað. Ströndin
virtist víðs fjarri. Hann sagði ekki
neitt.
Báturinn var orðinn blautur í botn-
inn. Allt var að blotna. Þá datt
pabba hennar Möggu svolítið í hug.
— Réttu mér tuskudúkkuna, sagði
hann. Hann tróð Galldóru greyinu
síðan í gatið. Sko, sagði pabbi. Nú
58 Vikan 15. tbl.