Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 43
helgar. Líkt og Annie, konan í
hópnum, hafði hann brúna hárið
og bláu augun sem títt er um
Norömenn og gerði oft aö gamni
sínu um að einu dæmigerðu ljós-
hærðu Skandinavarnir sem sæjust
í Noregi væru flugfreyjur og þær
væru sænskar eða danskar.
Paul kunni vel við Annie. Ef
öryggisreglurnar hefðu ekki stíaö
þeim í sundur hefði hann boðiö
henni út. Þegar hann þvoði upp
eftir morgunveröinn og klæddi sig
í úlpuna áður en hann lagði af stað
í vinnuna hugsaöi hann með sér að
hann yröi feginn að hitta hana um
kvöldið, jafnvel þó það yrði ekki
nema þær fáeinu mínútur sem
þurfti til aö ná sambandi við Bodö.
Hann lauk störfum klukkan
fjögur síðdegis, fór af skrifstofu
námafélagsins og gekk greitt eftir
veginum. Rétt handan viö tveggja
hæða rauöbrúna verslunar-
bygginguna stóð bankinn, lítið
timburhús með TROMS
SPARBANK letrað á skilti á þak-
inu. Gluggarnir voru dimmir eins
og hann hafði búist viö. Hann fór
inn í skærlýsta kjörbúöina en hún
var ekki þar svo hann gekk að
íbúðarblokk einhleypra þar sem
hún bjó.
Ibúð Annie var örlítil, rétthyrnt
herbergi með glugga fyrir
endanum, svefnsófa öðrum
megin, borði. Rétt við dyrnar var
tjaldaö fyrir skot og þar hvarf hún
strax inn til að hita kaffi. I skotinu
var þvottaskál með spegli fyrir
ofan, eldunartæki og lítill ís-
skápur. Einstaklingsíbúðir í Long-
yearbæ voru fábrotnar, hvort sem
þær voru fyrir karla eða þær fáu
einhleypu konur sem þar voru.
„Þú hefur gert hana mjög
þokkalega,” sagði hann. Hún
hafði vissulega gert sitt besta með
skrautmunum og skærlitu efni.
„Nú, ég verö hér í ár,” kallaði
hún á móti. „Eg þoli ekki að búa í
svínastíu.”
Hún kom fram, rétti honum
krúsina og kökusneiö, sneri sér
svo beint að efninu.
,,Eg heyrði útsendinguna svo ég
átti vonáþér.”
An þess að segja nokkuð rétti
hann henni uppkastið sem hann
var þegar búinn að snara á dul-
mál. Hún gekk að skáp, tók niður
litla feröatösku af efri hillunni og
opnaöi hana. I henni var talstööin,
grafin undir nærfötum.
„Viö ættum að finna betri
felustaö núna,” sagði hann þegar
hún hamraði morstáknin.
„Eg vil það síöur,” sagði hún
þegar hún var búin. „Það vita
allir hvað allir hinir eru að gera
hérna. Þetta eru mestu kjaftatífur
í heimi. Ef viö förum að grafa
tækiö uppi í dag eða felum það
undir húsinu kemst strax upp um
okkur.” Hún setti upp loftnetið við
gluggann og þrýsti á sendi-
hnappinn, settist svo niður og beið
eftir staðfestingu, jafnróleg og
hefði hún veriö að hringja í móður
sína.
Loftskeytamaðurinn í Bodö var
greinilega bæði árvakur og við-
búinn. Svarið kom eftir tvær
mínútur. Mydland þýddi það og
sýndi henni minnisblokkina
þegjandi eins og áöur.
„Jæja,” sagöi hún eftir nokkra
íhugun. „Ef þeir vilja upplýsingar
um flugvöllinn liggur beint við að
hafa samband við Frederik
Folvik. Hann er ákaflega beiskur
yfir valdatökunni. Eg held aö
hann myndi hjálpa okkur.”
SENDIHERRARNIR fimmtán í
Öryggisráði Sameinuðu þjóöanna
sátu við hringborðin í umræðusal
sínum. A boröinu fyrir framan þá
stóðu nafnspjöld þjóða þeirra, full-
trúi Bretlands hægra megin við
fulltrúa Bandaríkjanna og fulltrúi
Sovétríkjanna skammt frá
honum. Fyrir aftan þá sátu
aðstoöarmenn þeirra með hlust-
unartæki og hlýddu af athygli á
þýðingar á ræðum: Ráðiö starfaði
á fimm opinberum tungumálum.
Uppdrátturinn að ályktuninni
sem lá fyrir ráðinu var blátt
áfram: Aö fordæma brot Sovét-
ríkjanna á landsvæðinu Svalbarða
og að krefjast þess að allsherjar-
þingið yrði kallað saman í skyndi
til að fjalla um það.
Fyrir Noreg, en sendiherra hans
var þarna áheyrnarfulltrúi, var
atkvæðagreiöslan mjög þýðingar-
mikil. Noregur hafði lengi
aðstoöað friðargæslusveitir SÞ á
ýmsum átakasvæðum, svo sem í
Kongó, á Kýpur og í Líbanon, og lá
því beint við fyrir ríkiö að leita til
Sameinuöu þjóðanna. Ef Öryggis-
ráöið samþykkti þessa ályktun gat
Noregur þegar í staö farið fram á
MASSATHERM - ÞITT EIGIÐ NUDDBAÐ
Frábært heilsubað, jafnt fyrir Mýkir spennta og
unga sem aldna. Hentar í jár harða vöðva
| öll baðkör . J MÍÖ9 90tt við voðva'
: , / bólgu.
j ^ Þreytan burt.
"sm.
Póstsendum
'v
S. Hermannsson,
Sími: 91-13014-40675
15- tbl. Vikan 43