Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 50
Fjölskyldumál Allir sem ná tiltölulega háum aldri fara í gegnum ákveðin tíma- mót í lífinu. Tímamótin geta veriö misjöfn en margir eru sammála um aö á ákveðnum aldursskeiðum hendi flesta svipaöir atburðir. Þaö má til dæmis segja að sá atburöur að eignast fyrsta barnið marki ákveöin tímamót í lífinu. Margir eignast fyrsta barnið milli tvítugs og þrítugs. Aldurinn um þrítugt markar tímamót fyrir marga. Fólk hefur þá gjarnan lok- ið námi og hafið ákveðna vinnu og margir byrja aö spyrja sjálfa sig hvort þeir séu á réttri hillu eöa hvort eigi aö breyta til — enn er tíminn nógur. Næstu tímamót eru gjarnan um fertugt. A þeim tíma hefur lífiö oft tekið ákveöna stefnu og menn orðnir tiltölulega fastir í ákveðnu lífsformi. Marga langar til aö breyta til á þessum aldri, prófa eitthvað nýtt, því enn er tími til stefnu — samt ekki ótak- markaður. Um fertugt staldrar fólk oft við og viss ótti kemur upp. Var það þetta sem ég vildi? Hef ég valið rétt? eru spurningar sem geta leitað á hugann. A þessum tíma skilur fólk einatt því enn er hægt aö byrja nýtt líf. Einnig getur fólk skipt um vinnu, skipu- lagt nýja hluti og svo framvegis. Tímamót í kringum fimmtugt eru oftast átakaminni en á ára- tugunum á undan. Þeir sem hafa veriö í sambúð og átt börn reyna nú gjarnan aö börnin flytja að heiman og nýtt líf byrjar þar sem tveir einstaklingar verða að laga sig að breyttum lífsháttum á nýjan leik. Um sextugt og sjötugt eru heldur ekki eins miklar breyting- ar og áratugina áöur og menn byrja ekki svo auðveldlega á nýj- um lífsstíl á þessum árum. Lífið gengur meira sinn vanagang og menn eru ekki tilbúnir til þess að leggja í of miklar breytingar. A r -1 MJ ' WFw a • S tmíwi ej BT 5 j M KBpyj: f 1 -1 m M - jMr (fll þessum árum örlar yfirleitt á meira heilsuleysi og dauða- hræöslu en fyrr. Áföll sem henda manninn Aföll henda fólk í misjöfnum mæli. Fæstir fara hins vegar í gegnum lífið án þess að lenda í einhverjum áföllum. Dauðsföll, barnamissir, bílslys, önnur dauða- slys, skilnaðir, atvinnumissir, sjúkdómar, fjárhagslegt hrun og svo framvegis, allt eru þetta vel þekkt áföll sem geta hent fólk. Þaö sem getur einkennt áfall — eða kreppu eins og það er stundum nefnt — er þegar angistartilfinn- ing og kvíöi eru í þann veginn að yfirbuga manninn. Hann á erfitt meö að greina og sjá fyrir hvernig hann getur haldið ákveðið ástand út og getur stundum verið hrædd- ur um að áöur en yfir lýkur missi hann vitiö. Sá sem veröur fyrir erfiðu áfalli getur yfirleitt ekki stuðst viö fyrri reynslu eöa viðbrögð til að mæta áfallinu — einmitt þess vegna reynist það honum erfitt. Sá sem verður fyrir erfiðu áfalli, til dæmis ættingja- eöa vinamissi, skyndilegum skilnaði eða atvinnumissi, á yfirleitt erfið- ara með að komast í gegnum á- fallið ef hann getur ekki látið til- finningar í ljós og dylur þær. Áföll er ekki hægt að sjá fyrir Aföll er ekki hægt aö sjá fyrir- fram, þau koma yfirleitt skyndi- lega. Þess vegna geta menn ekki stuðst við fyrri reynslu og við- brögð til að taka á málunum. Sá sem verður fyrir áfalli getur farið í gegnum ákveöin stig sem eru vel þekkt hjá þeim sem vinna með fólk í sálrænum erfiðleikum. Sví- inn Johan Cullberg hefur útskýrt þessi stig í bók sinni um sálar- kreppur mannsins. 50 Vikan 15. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.