Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 12

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 12
Starf snyrtifræðings er svo sannarlega fjölbreytt: Við /ærðum að búa ti/ / og sár og skemma aug< „Þetta er línan fyrir '84. Kattar svipurinn horfinn, kinnbeinin hækkuð og varirnar sterkar. Annars er tiskan mjög frjálsleg núna." (Módel: Steinunn Kristín Friðjónsdóttir.) „Svona gæti lik i kvikmynd litið ót eftir að hafa lent i bruna og sprengingu. Gamalt blóð, tætt skinn, gulbláir marblettir og fleira þarf að vera á sínum stað. Það erfiðasta í þessu er einmitt að ná fram réttum litum, svo þetta sé eðlilegt." Nú þegar íslenskar kvikmyndir renna upp eins og laukar úr grasi er eitt nauðsyn- legt: förðunin. Hún skiptir ekki litlu máli um hver endanleg útkoma verður og hvort kvikmynd sem á að gerast á ákveðnu tímabili er trúleg eða ekki. Hér á landi eru ekki margir sérmenntaðir förðunarmeistarar og það hefur reynst íslenskum snyrtisérfræðingum erfitt að finna skóla í þeim fræðum þar sem fagið er ekki kennt hér á landi. En við fréttum af einum, Hrefnu O'Connor, sem var að koma heim frá námskeiði í London School of Make up í Englandi. Hún fékk þar bestu meðmæli sem skólinn gefur. Hún hefur það einnig á afrekaskrá að hafa unnið 1. sæti í hugmyndaförðunarsamkeppni þeirri sem haldin var í Broadway í byrjun mars. Hrefna farðaði fyrir Vikuna eitt módel með nýjustu línunni 1984 og síðan eitt módel með förðun f jórða áratugarins svo lesendur gætu betur áttað sig á þeim breytingum sem hafa orðið á þessum tíma. Við nánara samtal kom í ljós að Hrefna kynnti sér einnig kvikmyndaförð- un sem kallast brelluförðun (special effects á vondu máli). Af því tilefni hristi hún fram úr erm- inni hvorki meira né minna en eitt lík, heldur óhrjálegt, svo hægt væri að sjá þá ótrúlegu hluti sem hægt er að gera við annars þokka- legt fólk með förðun einni saman. Sá sem kennir förðunarbrellur í London School of Make up er ekki ómerkari maður en Rick Baker, en hann sá um förðun og brellur í kvikmyndunum The Elephant Man og American Werewolf in London. Rick Baker fékk óskars- verðlaunin 1981 þegar þau voru veitt í fyrsta skipti fyrir förðun sérstaklega, sem sýnir enn betur þá áherslu sem lögð er á þá hluti í nútíma kvikmyndagerð. Þegar viö heimsóttum Hrefnu O’Connor á dögunum voru ljósmyndir af Vigdísi Finnboga- dóttur forseta á borðinu hjá henni: „Þar sem ég fékk það verkefni að farða forsetann fyrir ákveðiö tilefni fannst mér mjög nauðsyn- legt að kynna mér vel hvernig andlit hennar lítur út,” svaraði Hrefna þegar hún var spurð hverju myndabunkinn sætti. „Þó lagðar séu línur á hverju ári í tísk- unni veröur snyrtingin fyrst og fremst að hæfa manneskjunni. Það má aldrei fara svo bókstaf- lega eftir reglunum að mann- eskjan sjálf gleymist! ’ ’ Tilviljun að óg fór í þennan skóla „Þegar ég lagði af stað á þetta námskeiö hafði ég mestan áhuga á ljósmyndaföröun, förðun fyrir tískusýningar og hugmynda- förðun. Eg hafði nefnilega orðið illilega vör við að venjuleg snyrt- ing og ljósmyndaförðun eru sitt- hvað. Og þeir eru ekki allt of margir hér á landi sem kunna þetta fag. Nú, ég kynntist síðan brelluförðun, „special effects”, sem ég heillaðist alveg af og hef núna ákveðið að reyna að finna skóla í Bandaríkjunum til að læra betur. Annars var þaö nú algjör tilviljun, sem gaman er að segja frá, að ég skyldi fara á þetta nám- skeið. Það kom til þegar íslenskur snyrtifræðingur, Birgitta Engil- berts, vann í happdrætti skólavist í eina viku í London School of Make up, sem hún vildi síðan gefa einhverri ungri og áhugasamri manneskju. Ég var svo heppin að fá að nota þennan vinning og með góðri hjálp Erlu Tryggvadóttur og Stefaníu Karlsdóttur hélt ég af stað til London. Þegar ég var síðan komin út fannst mér svo gaman að ég bætti við mig 2 vikum. Þessi skóli er alveg nýr og ekki fullmótaður. En eigandinn er mjög fær á sínu sviði, lærði upphaflega í Þýskalandi sem er nú talið Mekka í þessum fræðum. Hún hefur unnið mikiö fyrir kvik- myndir og þekkt tískublöð. I haust stefnir hún aö því að koma skólanum í endanlegt form. Þá þarf maður að vera minnst sex mánuði og útskrifast sem „make- 12 Vikan 15. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.