Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 61
1 Texti: Hörður Madonna við sjálfa sig. „Mikið er nú gott að vera svona vinsæl. En það er ekki nóg. Að minnsta kosti ekki fyrir mig. Nú ætla ég að gera plötu og video og leika í kvikmynd og og og. . . " Heyröu, fer þetta ekki bara að verða ágætt hjá henni? Nehei. Inn í stúdíó með Reggie Lucas (einn af gömlu diskókynslóðinni) og John „jellybean" Benitez (borið fram: „Beniteþ") þar sem þau þrjú tóku upp hennar fyrstu plötu: Madonna. Ég veit um að minnsta kosti eitt eintak sem hefur selst hér á landi. Á þessari plötu er vinsælasta lag hennar til þessa, Everybody, sem tröllreið listum hér á klakanum og var númer eitt á danslistanum í USA í alllangan tíma. Nú um þessar mundir er annað lag af þeirri piötu að síga niður á við í Bret- landi, Hollyday. Smámillikafli Jón „hlaupsbaun" Benidikts (nú geri ég ráð fyrir hrossahlátri hjá þeim sem hafa eitthvert skopskyn) er ekki bara upptökustjórnandi henn- ar. Hann er stundum líka elskhugi hennar þegar þau hafa tíma, en það er ekki svo oft nú á dög- um. Einhvern veginn hefur honum tekist að fá Madonnu til að hljóma eins og negrastúlku, að minnsta kosti hélt ég það þar til ég leit hana aug- um. Þetta hefur háð henni talsvert í Vesturheimi þvi að í sumum ríkjum er hreinlega ekki gert ráð fyrir blökkumönnum og plötur þeirra ekki spilað- ar í útvarpi. Þeir sem svo á annað borð vita að hún er hvít liggja henni á hálsi fyrir að trana sér fram á kostnað svartra, það er að lög hennar séu spiluð í blönduðum útvarpsstöðvum í staðinn fyrir lög blökkumanna þar eð enginn munur heyrist á henni og svörtum söngvara. Þetta er nú ekki það eina. í Bretlandi, mið- punkti alheimsins hvað íhaldssemi almennings varðar, hefur það ekki mælst of vel fyrir þegar Madonna segir skoðun sína á hlutunum eins og er siður í New York, hvað þá ef um hálfan ítala er að ræða. Það virðist nefnilega vera svo að í Bret- landi séu menn meira út af fyrir sig og eru ekkert að rífa kjaft, öfugt við Madonnu sem rífur kjaft sinn eins og henni sýnist. Kjaftrif þessi eru að hennar sögn mikið til vegna þess hve lágvaxin hún er, ekki nema 154 sentímetrar. Það aftrar henni ekki heldur frá því Þetta er Madonna. Núna er hún sitjandi. Hún minnir suma á Ninu Hagen. að hreinlega lama fólk á tónleikum með tryll- ingslega orkuríkum dansi og söng, en að sögn er hún mikill túlkandi texta sinna í dansinum. Vitað er til að hún hafi gjörsamlega þaggað niður i 2000 manns í hinu margumtalaða diskóteki Roxy í New York þar sem hún næstum dáleiddi lýðinn sem endaði sem þrælar hennar og endurtók hverja hreyfingu sem hún framkvæmdi. Eftirleikur Núorðið eru menn farnir að kalla Madonnu „kvenkyns Michael Jackson". Hún er lon og don á þönum milli London og New York. Um leið og hún hefur ekkert lag inni á lista mun hún gera nýja plötu. Þangað til verður að fylgja Hollyday eftir eins og mögulegt er, annað er ómögulegt í þessum bransa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.