Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 11

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 11
Yul Brynner ábata- vegi Yul Brynner hefur að undanförnu átt viö mikil veikindi aö stríöa. Hann þjáist af lungna- krabbameini og hefur veriö í meöferð hjá frægustu læknum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann var nýlega viðstaddur kvik- myndafrumsýningu í New York og undruðust allir hve hressilegur hann var útlits. Síöan hélt hann Það er Kathy að þakka að ég er nú svona hress, segir Yul Brynner. mikla veislu og bauö þangaö bestu vinum sínum, syninum Roc, Shirley MacLaine, Michael Jack- son og Liza Minelli. I veislunni lýsti hann því yfir aö hann hefði verið ákveðinn í því aö yfirvinna sjúkdóminn og aö honum heföi nú líklegast tekist þaö. Yul Brynner telur þó stærstu ástæöuna fyrir bata sínum vera hina nýbökuöu eiginkonu sína, Kathy, sem hefur staðið viö hliö hans trygg og trú í gegnum veikindi hans. „Kathy er mér allt,” sagöi Yul Brynner. „Það er henni að þakka að ég er nú svo hress. Húnermín lífsvon.” iSnsuí OG TILVERAN ÞRENN VERÐLAUN: Vegna vinsælda þáttarins VIKAN OG TILVERAN, sem hóf göngu sína með 1. tbl. VIKUNNAR þessa árgangs, hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um frásagnir af þessu tagi. Heitið er þrennum verðlaunum: 1. verðlaun kr. 10.000,- 2. verðlaun kr. 7.500,- og 3. verðlaun kr. 5.000,- VIKAN áskilur sér birtingarrétt að þessum frásögnum án frekari greiðslu og að velja úr öðrum frásögnum sem berast kunna og verða þá greiddar kr. 2.000 fyrir hverja birta frásögn. Eins og lesendum VIKUNNAR er kunnugt er hér um að ræða lifsreynslufrásagnir af ýmsu tagi og eru þær birtar nafnlausar. Þær geta verið af basli í daglegu lífi, mannraunum, merkilegri heppni, gleðilegum atburðum og raunalegum eða nánast hverju því sem hægt er að segja frá af persónulegri reynslu á læsilegan og eftirtektarverðan hátt. Heimilt er að breyta staðarnöfnum og mannanöfnum og öðru því sem nauðsynlegt er til að Ijóstra ekki upp um hver skrifar frá- sögnina eða þá sem í henni koma við sögu. Æskileg lengd er 5—8 vélritaðar síður, miðað við ca 30 línur á hverri síðu. Handrit þurfa að hafa borist VIKUNNI, pósthólf 533, 121 Reykjavik, auðkennd VIKAN OG TIL- VERAN, eigi siðar en 1. mai 1984. Handrit skulu merkt með dulnefni en rétt nafn fylgi í lokuðu umslagi merktu með heiti frásagnarinnar og dulnefni höfundar. Dómnefnd mun gæta nafn- leyndar höfundanna. Dómnefnd skipa: Guðrún Birgisdóttir fjölmiðlafræðingur, sr. Jón Helgi Þórarinsson, fri- kirkjuprestur i Hafnarfirði, Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunnar. Handritin verða metin á grundvelli atburðar og frásagnar en ekki sem bókmenntaverk. 15. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.