Vikan


Vikan - 12.04.1984, Side 7

Vikan - 12.04.1984, Side 7
Gleðikonur og gleðihús hafa getið Rauða hverfinu í Amsterdam frægðarorð. kannaðir eru möguleikar kvöldsins. Úr nógu er að velja, kvikmyndahús, kaffihús og barir fyrir þá í rólegu deildinni og er þá úr 10 kvikmyndum í þremur kvik- myndahúsum að velja viö Rembrantsplein. Nú, eða bara kósí kaffihús með píanóleik- aranum sem jassar létt á slag- verkið. Þeir í forvitnu deildinni bregða sér kannski á peep-show sem útleggst á lélegri íslensku gægjusýning, sbr. gluggagæir. Geta þeir sem það vilja borgaö nokkur gyllini fyrir að kíkja í gegnum pínuglugga á fáklæddar eða óklæddar dömur í ýmsum stellingum. Þeir áræðnari skreppa á live-show eða pornó-bíó fyrir andvirði kvöldverðarins og er þá vandi aö velja því af nógu er að taka í þeim bransa hér, enda Amsterdam fræg fyrir gleðikonur og gleöihús sín og þá sérstaklega Rauöa hverfið svokallaða. Rauða hverfið I Rauða hverfinu eru margir góðir veitingastaðir, spænskir, mexíkanskir, ítalskir, indónes- ískir, japanskir og kínverskir svo eitthvað sé nefnt, allt frá matsöluhúsum í ódýrasta klassa og upp í fyrsta flokks veitingahús. Fáklæddar dömur baðaðar rauðu ljósi stunda elstu atvinnugrein mannkynssögunnar, stilla sér upp í öörum hverjum glugga og skuggalegir náungar reyna aö selja vegfarandanum hass eða kókaín sem gæti allt eins reynst skósverta eða þvottaefni. Viö hröðum okkur í rólegra umhverfi og nálægt horninu á Spuistraat og Raamsteeg bregöum viö okkur inn á krá sem hefur marga tugi tegunda af bjór á boðstólum. Jordanhverfið A horninu á Rosengracht og Prinsengracht stendur stærsta kirkja Hollands, Westerkerk, byggð 1620—1638 í endurreisnar- stíl. Auk þess aö vera guðshús er hún töluvert notuð til tónleika- halds og er aögangur oftast ókeypis. Næst kirkjunni er svo nýlegur matsölustaður og bar, Rum Runners, innréttaður í hita- beltisstíl og alltaf yfirfullur, enda fæst þar besta pínacolada bæjarins. Við höldum áfram röltinu inn í Jordanhverfiö sem afmarkast af Prinsengracht, Marnixstraat, Brouwersgracht og Rosengracht og er hverfið nokk- urs konar latínuhverfi Amster- damborgar. Þröngar götur og til- tölulega láreist gömul hús meö kaffihúsum, börum og matsölu- húsum í ódýrari kantinum eru hér á hverju strái og hægt aö fá ljúf- fenga piparsteik eða entrécote á 15. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.