Vikan


Vikan - 18.04.1985, Síða 9

Vikan - 18.04.1985, Síða 9
Afbrigði af kóngavínvið (Rhoicissus rhombodia) sem kallað hefur verið prinsessuvinviður. Þetta er hengi- eða klifurplanta sem þrífst vel inni í stofu eða í glugga þar sem ekki nýtur sólar. Hana þarf að vökva í meðallagi á sumrin en sjaldnar á veturna. Úðið vikulega. Sitt af hverju sem rétt er að hafa í huga: ★ Mun algengara er að plöntur drepist vegna ofvökvunar en þurrks. ★ Rétt er að gefa flestum plöntun næringu (tilbúinn áburð) frá því snemma á vorin og fram á haust. Margar tegundir eru á markaðnum. Fylgið leiðbeiningum á umbúðunum um hve oft og hve mikið á að gefa. * Þurrt loft í stofum að vetri til er einn helsti óvinur stofublómanna. Verið þvi óspör á vatnsúðun. * Ef pottamoldin hefur náð að skrælþorna er ágætt aö dýfa pott- inum á kaf i volgt vatn. Látið pottinn vera i þar til loftbólur eru hættar að stiga upp. Þannig kemst vatnið að rótunum en rennur ekki beint I gegnum moldina eins og oft vill verða. ★ Ef óværa gerir vart við sig á stofublómunum er ýmislegt til ráða. Þvoið plöntuna upp úr hreinu vatni eða mjög mildu grænsápuvatni. Þvoið i það minnsta einu sinni i viku nokkrar vikur í röð. Hafið plöntuna undir sérlegu eftirliti og endurtakið meðferðina ef þörf þykir. Með þessu móti má halda óværunni i skefjum án þess að gripa til eiturúöunar. Annað ráð er að dýfa plöntunni með potti og öllu saman á kaf i 40 stiga heitt vatn og láta hann vera þar í hálftíma. Þessi meðferð drepur pödd- urnar en skaðar ekki plöntuna. ★ Einfaldast er að fjölga plöntum með „afleggurum". Klípið sprota með nokkrum blöðum af plöntunni og stingiö í vatn og bíðið þar til rætur hafa myndast. Einnig er hægt að stinga afleggjaranum beint í blauta mold. Þá er ágætt að dýfa honum í rótarhormón áður og setja plastpoka yfir pottinn. Pokinn er látinn vera á sinum stað i nokkrar vikur en þó fjar- lægöur i um 15 minútur á hverjum degi til þess að græðlingurinn fúni ekki. Skipting og fjölgun með hliðar- skotum er sömuleiðis einföld en aðrar aðferöir vart á færi nema reyndra manna. * Nokkrar mjög góðar bækur um stofublómarækt eru til á islensku, til dæmis Allt um pottaplöntur, 350 stofublóm og Stofublóm i litum. 16. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.