Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 13

Vikan - 18.04.1985, Side 13
var vegna starfs eiginmannsins sem fjölskyldan flutti til Níger og dvaldist þar í tvö ár. Þar komst Nína í kynni viö nytjalist blámanna sem eru hirö- ingjar í Sahara-eyöimörkinni. Nína segir þá afar stoltan þjóö- flokk sem líti niður á aðra kyn- stofna Afríkunegra. Líferni þeirra byggist mikið á notkun leðurs og gera þeir sér meðal annars stór- eflis tjöld úr húöum, allt að 30 m á kant. Komst Nína að raun um aö nytjalist þeirra, skór, úlfalda- söðlar og úlfaldapokar, meðal annars skrautlegir púðar, er ein- göngu unnin af konum og kynnti hún sér handverk þeirra nánar. Blámannakonurnar áttu mjög erfitt með aö skilja að listin gæti réttlætt sig ein og sér, eða yfirleitt hvaða fyrirbæri listin væri, og þegar Nína bað þær að vinna fyrir sig verk eftir frumdráttum (skiss- um) hennar fékk hún út einhvers konar púða sem áttu ekkert skylt við hugmyndir hennar. Þess vegna tók Nína sjálf upp vinnuaðferðir þeirra, sérstaklega leðurlitunina, sem framkvæmd er með því að rista í leðrið með hníf og lita í sárin, og sameinar hún þannig málun, vefnað og leður- skúlptúr. Aðspurð sagði Nína þetta mun frjálsara listform en vefnað sem hún stundaði áður þótt þar hefði hún ekki farið hefðbundnar leiðir heldur. „í vefnaði verður alltaf að hugsa um hvort hann beri sig, þræöir geta skroppið saman og svo framvegis.” „GARNAGAMAN" Þegar Nína var spurð hvert hún sækti innblástur í verk sín sagði hún það hvorki í náttúruna né aðrar beinar fyrirmyndir heldur væri það „villimaðurinn í henni Sinder. Amina. Kopar. sem brytist út í þessum efniviði”, það er aö segja að persónuleiki hennar kæmi fram í verkunum eða eins og Frakkar orða það, „að þetta komi úr gömunum” (faire quelque chose avec ses trippes”). Nöfn verkanna eru flest afrísk manna- og borgarnöfn, valin til að aðgreina verkin án beinna tengsla við þau. Þannig ber ein stærsta myndin nafn barnfóstrunnar suð- ur í álfu, önnur nafn garðyrkju- manns þeirra hjóna og margar stærstu borgir Níger eiga sér nöfn- ur á sýningunni. BÖRN OG LIST/LISTBARN Það er ekki auðvelt og kostar mikla skipulagningu og sjálfsaga að hlaupa úr barnastússi eða heimilisstörfum í það að skapa listaverk. Það skal engan undra þótt afköst listamanns, sem hefur um tvö börn á hressasta aldri og heimili að hugsa, séu ekki jafn- mikil og þess sem getur helgað sig listinni óskiptur. Annars kveðst Nína vera að leita fyrir sér með ný tjáningar- form, svo sem málun og límingu, en ekki vera of ánægð með árang- urinn; hafa „erfiðar fæðingarhríð- ir” eins og hún orðaði það á mjög táknrænan hátt. Vonandi fáum við samt, áður en langt um líður, að sjá „nýja barn- ið” hennar Nínu Gautadóttur þar sem fullvíst er að hún er ekki enn búin að „rekja úr sér allar garn- irnar”ílist sinni. Odibo. Nína viö verk sitt, Aminu. 16. tbl. Vikan 13 Texti og myndir: Árni Þ. Jónsson.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.