Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 16

Vikan - 18.04.1985, Side 16
Mjúk lending Strendur Norður-Karólínu- fylkis í Bandaríkjunum voru al- ræmdar áður fyrr. Þessar strendur voru, eins og suður- strönd íslands, skipakirkjugarð- ur á árum og öldum áður — fyr- ir daga ratsjárinnar. Þar eins og hér sáust ströndin og sandrifin utan hennar illa í dimmviðri og skip brotnuðu oft í spón í harð- vítugu briminu. En þessi strönd hefur síðar fengið ofurlitla upp- reisn æru. Brimið hefur nefni- lega sinn seið og jafnvel sand- urinn hefur töfra. Nú eru þarna tveir fólkvangar eins og við mundum sennilega kalla þetta á íslensku. Eins og títt er á sandströnd er mikið los á sandinum. Vindur- inn feykir honum í háar öldur, svipaðar því sem við köllum sandhóla hér en bara stærri. Þarna er líka afar vindasamt og því gefa þessar öldur færi á að iðka ýmsar þær íþróttir sem þurfa bæði hóla og vind. Er þá ótalið það sem frá sjónarmiði lofthræddra er besti kosturinn: sandurinn er mjúkur. Þessir eig- inleikar strandarinnar hafa reyndar verið nýttir lengi. Á ár- dögum flugsins fóru þeir Wright-bræður niður á strönd Norður-Karólínu með tól sín og freistuðu þess að fljúga um loft- in blá. Eins og menn vita tókst það á endanum. Núorðið svífa menn á drekum sér til upplyft- ingar og þurfa ekki að vera hræddir um að meiða sig í lend- ingunni. Berið þetta bara sam- an við að kasta sér fram af ís- lensku hamrastáli! (Aö hluta eftir ,,The Cristian Science Monitor", Stephen Webbe.) 16 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.