Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 22

Vikan - 18.04.1985, Side 22
Og hór er eldhúsherinn. Tallö fró vinstri: Guðjónína Jóhannesdóttir, Sigríður Björns- dóttir, Kristín Ármannsdóttir, Vilborg Þórarinsdóttir (Lóa), Steinunn Guðmunds- dóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Ása Friðriksdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Erla Austmann, Ingibjörg Ottadóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Að skoða bak við skápa! „Ég get farið með gesti kringum allt vinnuplássið hvenær sem er,” sagði Ingibjörg. Og það var satt. Til þess vorum við komnir. Nú stendur fyrir dyrum stórfelld endurnýjun á öllu þarna í kjallaranum. Því var eiginlega hver síðastur að festa þetta á filmu. Og við gengum með Ingibjörgu gegnum allar vistar- verur því þarna var ekkert óhreint barn sem þurfti að fela. Við skoöuðum hvert tækið af öðru og þau gljáðu öll af hreinlæti og umhirðu. I geymslunum var hvergi kusk og jafnvel frysti- klefinn nálgaðist að vera aðlaðandi. Það verður víst sjaldan sagt um þær vistarverur. Mataræðið hefur breyst Á leiðinni forvitnuðumst við hjá Ingibjörgu um eldamennskuna: „Þetta hefur breyst talsvert. Fyrir tuttugu árum var þetta meira svipað gamla mataræðinu. Það var varla hægt að bjóða svínakjöt og þaðan af síður fugla. Þetta er liðin tíð. Nú finnst gamla fólkinu góðir kjúklingar.” Blaðamanni varð hugsað til þess aö hann átti gamla frænku sem aldrei borðaði svínakjöt, aldrei hrossakjöt og aldrei fugla. „Hér er aðalmaturinn í hádeginu. Fjóra daga vikunnar er heitur matur á kvöldin en annars eitt- hvað létt, skyr eða eitthvaö þess háttar. Annars hefur þetta breyst mikið frá því ég kom hingað. Nú er til dæmis sáralítið borðað af súrmat.” Pottur með baunasúpu fyrir 350 manns! Ingibjörg sýnir okkur tvo litla stampa í búrinu. Það er allur súr- maturinn í öðrum. I hinum er salt- kjöt. Okkur bar að garði daginn eftir sprengidag. Það varð okkur 22 Vikan 16. tbl. ,,Ja, hún var þarna þegar óg kom," sagöi einhver konan þegar við spuröum um aldur eldavólarinnar og nákvœmar fengum við það ekki. En það er nú kannski fyrst og fremst umgengnin sem vakti athygli okkar. Hvergi blettur eða hrukka.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.