Vikan


Vikan - 18.04.1985, Síða 29

Vikan - 18.04.1985, Síða 29
Það var einri ljúfan febrúardag að undirritaður fékk þann „litla” til meðhöndlunar. Það var grunn- týpa, GL hét hún, blásanseruð og alls ekki laus við glæsileik. Raunar má fullyrða að bíllinn sé bara virkilega fallegur en sömu kunnugmenni og hér var áður greint frá vilja meina að hönnun bílsins dragi dám af amerískum glæsibílum eins og efri gerðunum af Pontiac. Hann er allur með hörðum línum og fylgir fleyghug- myndinni sem er á þá leið að línan fremst frá frambrettinu nær heil’ aftur á afturbrettishom og mynd- ar eins konar fleyg móti botn- línunni. Margir, og reyndar flestir bílar, eru komnir í þetta form. Sem ljóst dæmi má nefna coupé hflinn í 626 linunni frá Mazda. Þó um grunnútfærslu sé að ræða er síður en svo kastað til höndum í frágangi bílsins að utan. Hliðarspeglar em báðum megin og nóg er af krómi í kringum glugga, ljós og grill. Einnig eru krómhringir í felgunum, en þeir breyta ótrúlega miklu um heildar- svipinn. Ekki versnar það er inn er komið. Við blasa fagurlega tau- klædd sæti af sverustu gerð — náttúrlega í stíl við lakkið. Reynd- ar er sama hvert litið er að innan. Allt ber þar vitni smekkvísi og skynsamlegs íburðar. Sem dæmi má nefna sætahitara, hlut sem er gulls ígildi á köldum vetrar- morgnum og margir eru alls ekkert að troða í grunnútfærslu bíls. Og þá verður að minnast skottsins. í sérstakri lúgu á aftur- gaflinum eru tjakkurinn og verk- færin saman komin. Varadekkið á botninum undir plötu — engan sóðaskap hér, takk. Svona nýtist pláss skottsins til fullnustu og ekki spillir hið kantaða form bílsins sem bætir það mikið að notagildi. Sumir myndu kannski telja það galli aö hafa varadekkið undir farangri ef skipta þarf á ferða- lögum en þeim hinum sömu má benda á að við það að þurfa að færa allan farangurinn út úr skott- inu sparast heilmikil óþrif sem vilja verða ef skítugu dekki er troðið til hliðar og meðfram farangrinum — annaðhvort ertu. aö skipta um dekk eöa ekki. Eins og við er að búast í Volvo er pláss fyrir ökumann og farþega hans mikið og gott. Vel færi um hinar verstu beinasleggjur, jafnvel þó þær væru fimm og á leið á Melrakkasléttu. Sleggjur þessar gætu svo hæglega stoppað í hverri einustu sjoppu á leiðinni því allur Fót- og höfuflrými farþega er nœgilegt, jafnvel fyrir þennan slánal Hér sóst hið ágœta fótarými ökumanns. Takifl eftir góðum frágangi á stól og hurð. 16. tbl. ViKan 29 Texti: Hörður Arnarson Myndir: Ragnar Th.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.