Vikan


Vikan - 18.04.1985, Qupperneq 30

Vikan - 18.04.1985, Qupperneq 30
BILAPROFUN VIKUNNAR: inn- og útgangur er auðveldur hvaða stirðbusa sem er. ökumaðurinn þyrfti ekki heldur að kvarta. Þama myndi hann sitja í fína stólnum sínum sem gefur ágætan hliðarstuðning og horfa yfir mælaborðið sitt (sem er alls ekki erfitt), halda um vel formað og gripgott (nýyrði?) stýrið og lesa hraða bílsins, snúningshraða vélar og vatnshita um leið og hann vissi vel hversu mikið bensín væri eftir. Auk þess gæti hann sagt félögum sínum hvað klukkan væri ef hann vildi. Traktor? Svo er sett í gang. Vélin er (vitanlega) gangþýð og hljóðlát en í átaki vill hún líkjast dísilvél hvað hljóðið varðar. Gírstöngin fellur vel í lófa en vonbrigðum veldur hversu skiptirinn sjálfur er gúmmílegur. Ekki nóg með það, heldur er hann beinlínis óöruggur þegar leikar fara aö æsast og er þá vart hægt að koma bílnum í annan nema með átökum. Hitt er svo annað mál að það á ekkert að vera aö spyma á svona bíl, hann skal keyra af virðuleik og öryggi, eins og stóð á verðmiða á gömlu Benzhræi á bílasölu hér í (Reykja- víkur) borg. Kúplingarfetillinn er nokkuð stífur að stíga á, sem og bremsumar. Þetta tvennt eru þó atriöi sem venjast fljótt og þegar það tímabil í samskiptum bílsins og undirritaðs hófst var auðvelt að beita hvom tveggja af miklu öryggi. Bremsumar voru reyndar geysiskemmtilegar og á þar sennilega stærstan þátt tilvera diskahemla að aftan, hlutur sem halar inn mörg stig úr einkunna- bók hvers sem hefur eitthvert vit á bflum. Og þá er það stýrið. Bfllinn er búinn vökvastýri sem hjálpar heflmikið tfl í snöggum snúningum. Til allrar hamingju er það þó ekki það létt aðhraðakstur sé ómögulegur, nákvæmni þess er það mikil að vel er hægt að beita bflnum á hvaða ferð sem er (innan skynsemismarka) án þess að fyllast öryggisleysi. Að sjálfsögðu kemur hjálparátakið niður á veg- tilfinningunni en við því er ekkert að gera, svona eru bara öll vökva- stýri. Akstur dráttarvéla Áður en aksturseiginleikar bflsins verða krufnir til mergjar er best að skýra frá því hvemig fjöðrunarbúnaðurinn er úr garði gerður. Að framan er hinn klassíski Mcpherson útbúnaður en að aftan er hefl hásing með gorm- um. Sumum þætti það ef til vill svolítið sveitó, jafnvel traktors- legt, en styrkur þessa búnaðar er mikill og það er sjálfsagt það sem vakir fyrir Volvomönnum. Bæjarakstur er leikur einn á bílnum. Hjálpar þar mikið til vökvastýrið en margt annað kemur einnig tfl. Otsýn öll er eins og best verður á kosið, glugga- póstar hvergi til trafala en oft vfldi fara um mann ef verið var að gauka framenda bflsins í stæði, því hann er nokkuð langt frá ökumanni. Auðvitað keyrist þetta af, annaðhvort framendinn eða öryggisleysi ökumannsins, og ef varlega er farið ætti allt að fara vel. Auðvelt er að ná tfl allra stjómtækja, stefnuljósa- og þurrkurofa, en háljósablikkara var erfitt að finna. Hann fannst reyndar aldrei. Það fer ekki fram hjá neinum að búið er að planta niður hraðahindrunum hér og þar um Reykjavfldna. Þessir malbiks- hraukar geta sagt manni margt um fjöðrunarbúnað bfla og ástand þeirra. Við hraðan akstur yfir þá er oft hægt að finna alls kyns bak- föll og ólæti en á Volvonum finnst lítt fyrir svoleiðis smábfla- syndrómum. Á sextíu kflómetra hraða finnst bara smádúmp og síðan ekki söguna meir. En ef hraðinn er svo lækkaður niður í fjömtíu kemur ýmislegt skrýtið í ljós. Þá hoppa allir bílar eins og beljur að vori, með rassinn upp í loftið og svo hræðflegum skellum. Volvoinn gerir þetta líka en hefur sinn virðulega stíl á því, lyftir afturendanum lítillega og kemur sv mjúklega niður. Ekki var farið í svæsinn malbiksakstur á götum borg- arinnar. Laganna verðir (smekkmenn, þessir lagaverðir, keyra um á Volvo) nutu góöviðrisins með vegfarendum og virtu lífiö fyrir sér, skoðuðu þá meira að segja með radartækni og gripu stundum inn í þessa annars indælu umferðarmenningu okkar, fljótt, örugglega, en þó virðulega, ef eitthvað var sem þeim líkaði ekki í akstursmátanum. Einn af þeirra verstu augnþymum er hraðakstur og friðelskandi vegfar- andi eins og undirritaður vildi alls ekki fá þá upp á móti sér, svo að þolrifjareynsla bílsins fékk að bíða þar til komið var út fyrir um- feröarsiðmenninguna, á leiðina bak við Úlfarsfellið sem er hlykkjóttur og hvarfgjam malar- vegur. I stuttu máli er hægt að segja að bfllinn sé rásfastur, tekur hvörfum, hólum og alls kyns holum með hinu mesta jafnaðar- geði. Á miklum hraða léttist þó afturendinn nokkuð og vildi dingla. Samt er auðvelt að hafa fullkomna stjórn á bflnum, og víst er að enn fpyndi það léttast ef ein- hver þyngsli lægju aftur í honum eins og til dæmis farangur fyrir fimm manns. Á leiðinni til baka stóðst prófarinn ekki freistinguna og braut umferðarreglur smávegis. Þá fann hann vel að Volvoinn liggur mjög vel á malbiki, rás- fastur með eindæmum og öruggur í alla staði, hvort sem um var að ræða framúrakstur og þess háttar sving eða nauðneglingar (þrótt- miklar hemlanir). Afl vélarinnar var bara þokka- legt. Ekki er þó hægt að segja að bfllinn sé snöggur en vinnslusvið vélarinnar er mjög þétt, frá 2000 snúningum og upp í skynsamlegan hámarkssnúning sem er nálægt 5000. Þetta er í dag- legu máli kallað gott tork, snún- ingsseigla, nokkuð sem gerir það að verkum að auðvelt er að halda stöðugri ferð þó að brekkur séu á veginum. Það er einmitt málið meö Volvoinn. Hann vinnur sig örugglega upp gírana og svo þegar þeim fimmta er náð þarf mikið til að vélin koðni eitthvað niður. Reyndar (ef vélin er látin vinna létt) er maður þá í kringum 120 kflómetra hraða og finnur vart fyrir, en auðveldlega er hægt að láta hann malla áfram á 80—90. Þetta, ásamt hinni ágætu fjöðrun, gerir það að verkum að Volvoinn er fyrirmyndar ferðabfll sem erfitt er að þreytast á að keyra. Loks: Er upp er staðið og allt saman talið hefur þessi bfll fáa galla. Helst er hægt aö finna að hinum óvissa skipti og flautunni sem var hreinlega hlægilega hjáróma og hæfði alls ekki hinu virðulega yfir- bragði bflsins. Helst ætti að setja hana á litla skellinööru. Þar á hún kar heima. Það er vitað mál að Volvobif- reiðar hafa ætíð verið taldar með þeim traustari og endingarbetri á þessu vegsnauða landi. (Við erum með færri hundraðshluta vega- kerfis okkar malbikaöa en Eþíópíumenn og erum næst síðastir í röðinni á eftir Kamerún- búum. I Úganda, hinu hrjáða landi, er helmingi meira af vegunum malbikað en hjá okkur.) Endursöluverð á Volvo er ætíð mjög hátt og hann er, eins og umboðið bendir stundum á, fast- eign á hjólum. Sambærilegt verð hafa þessir bflar: Citroen CX 20 Pallas, Toyota Cressida 2800 GLX, Peugeot 505 GTI og BMW 520 i, en Volvo 740 GL kostar 785 þúsund krónur. Víst er að samkeppnin er hörð og þegar svo miklir peningar eru komnir í spilið er eins gott að vanda valið vel. Sértu að leita að traustum bfl fyrir fimm manns, sem þú getur hoppað upp í hvenær sem er og farið til Egilsstaða, mæli ég með Volvo 740. 30 Vikan 16. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.