Vikan


Vikan - 18.04.1985, Qupperneq 31

Vikan - 18.04.1985, Qupperneq 31
Vísindi fyrir almenning r i i Risaeðlan flýgur á ný í vor munu íbúar Washingtonborgar sjá ioftsýn. Rétt er að kalla hana það því slíkt hefur enginn séð á jörðinni í 65 milljónir ára. Risastór flugeðla mun taka sig á loft frá Smithsonian-stofnuninni, flug- og geimdeildinni. Það er að segja ef allt fer að óskum. Eðlan á að fljúga yfir garðinn „The Mail", fara hring í kringum Washingtonminnismerkið og snúa síðan til baka til síns heima, með blakandi vængi, ótrúlega langa. Á hinn bóginn hefur sú sögusögn verið borin til baka að þessi fljúgandi ófreskja eigi að taka á sig krók að þing- húsinu, Capitol, og berja einhvern þingmanninn með væng- En hitt er alveg satt. TU stendur aö byggja nákvæma eftirlíkingu af þessu forsögulega skrímsli. Pterosárinn eða flugeðlan var stærsta fljúgandi kvUdndi sem nokkru sinni hefur dregið andann, um 65 kUó á þyngd og með 11 metra vænghaf. Forstjóri safnsins fékk hugmyndina. TU þess að koma þessu í framkvæmd sneri hann sér tU smiðs sem nú þegar hefur sannað að hann getur gert það sem sýnist ómögulegt. Smiðurinn heitir Paul McCready og hann smíöaði fyrsta flugtólið sem knúið var með vöðvaafli. Flughjólið hans, „Gossamer Condor”, tók sig á loft í fyrsta sinn 1977. Tveimur árum síðar tókst keppnismanni í hjólreiðum aö stíga hjólið í svo miklum djöfulmóð að hann komst á því yfir Ermarsund. Flugeðlan er ennþá erfiðara verkefni. Vandamálin sem leysa þarf eru svo mörg að Paul hélt fund 30 sérfræðinga úr ýmsum greinum tU þess að ræða þau. Þar voru verkfræðingar, loftstreymis- fræðingar, steingervingafræðing- ar og uppfinningamenn og niður- staðan varð sú að þetta ætti að takast. Þetta er ekki á nokkum hátt einungis áróðurs- og aug- lýsingabragð Smithsonan-stofn- unarinnar. Það er áhugavert bæði flugtæknUega og líffræðUega. broddinum. Flugeðlumar voru fyrstu hryggdýrin sem tóku upp á því að fljúga. Þær lyftu sér fyrir um þaö bil 210 mUljónum ára, eða um það bU 75 mUljónum ára á undan fuglunum og em reyndar aUs óskyldar þeim. Það sem kannski helst einkennir fugla er fjaðrahamurinn sem hentar vel tU flugs. Flugeðlur hafa í staðinn, líkt og leðurblökur, flug- fitjar sem strekkjast á flugi. Þessi „fljúgandi skriðdýr” hurfu þegar risaeðlumar dóu út í lok krítartímabilsins. Áður var talið af fróðum mönnum að flugeðlur hefðu í raun ekki verið „virk flugdýr”, það er að flughæfni þeirra hafi takmark- ast við svif en þær hafi ekki getað hafið sig tíl flugs af sjálfsdáðum. Þær hafi því orðið að stunda eingöngu svifflug. Menn héldu tU dæmis að hinar stærstu hafi stokkið fram af háum klettum og síðan svifið um loftin blá á upp- streyminu, líkt og svifdrekaflug- menn nútímans. Önnur hugmynd var að með því að stUla sér upp á móti vindi á jöðru niðri hafi þeim tekist að fá nægan vind í vængina. TU þessa hafi einungis þurft vind- hraða upp á fimm til sex metra á sekúndu. Þetta viðfangsefni — flugtækni eðlanna — hefur veriö aftur til umræðu upp á síðkastið. Það er meðal annars vegna nýrrar vitn- eskju um gerð vængja þeirra. Þeir vom spenntir á milli eins óhemjulangs fingurs og líkamans. Það var fjórði fingurinn sem var ofvaxinn. Hjá leðurblökum er flugfitin spennt milli fleiri fingra sem styrkja vænginn. En það sem ekki var vitað er að í húðinni í flugfitjunum voru eins konar stífur — seigUdi eða sinar sem hlykkjuðust um aUan vænginn og hafa trúlega gert hann bæði sveigjanlegri og sterkari. Nú eru flestir steingervinga- fræðingar þeirrar skoðunar aö flugeðlur hafi getað hafið sig til lofts með eigin vöðvaafli, eðlumar hafi tekið vængjatökin eins og fuglar. Þetta á við um allar minni eðlur, þaö er meö minna vænghaf en þrjá metra, en einnig um hina alstærstu þeirra. Það er risaflug- eðlutegund sem fannst steingerð um 1970 í Texas og fékk nafnið „quetsalcóatl” eftir hinum þekkta guði Astekanna, „fiöraða orminum”. Eitt eintak er stærst og þar eru ellefu metrar milli vængbrodda. Það er af þessu ferlíki sem menn gera nú hina fljúgandi eftirmynd. Heildarvængflatarmál verður 8,13 m2 og þetta skrímsli á að geta hafið sig tU flugs með því aö blaka vængjunum. Þar með verður þetta ekta „fuglvél” eða vél sem flýgur eins og fugl. Hún mun fljúga með rafhreyfli og henni verður stýrt frá jörðu. Og þetta verður aldeilis ekki einföld smíð. „Quetsalcóatl” hafði afar sérkennilega líkamsbyggingu og hún var langt frá því að vera það sem hentar best tU flugs. Sér- staklega á þetta við um stöðug- leika. Á dýrinu var ekkert stél, stuttur búkur og langur, undar- legur háls sem var ásamt höfðinu um fjórir metrar á lengd. 16. tbl. Víkan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.