Vikan


Vikan - 18.04.1985, Qupperneq 34

Vikan - 18.04.1985, Qupperneq 34
Draumar Blóð og peningar Kæri draumráðandi. Viltu ráða þennan draum fyrir mig? Hann er svona: Eg var að fara með pabba og mömmu á bæ sem ég þekki mjög vel. Þetta skeði seint um kvöld og það var svartamyrkur. Mér fannst að við værum að fara í veislu sem haldin væri á þessum bæ og ég var með fataböggul t hendinni. Þegar við komum inn í húsið var það allt öðruvísi en i alvörunni og enga þekkti ég í fljótu bragði nema húsráðendur. Eg sá pabba og mömmu ekki eftir þetta. Stðan fór ég inn í stofu og settist við hliðina á Þ vini mínum. Þá fór ég að líta í kringum mig og sá þá H systur mína sitjandi á gólfinu. Þegar ég leit við aftur horfði Þ á mig eins og hann ætlaði að éta mig með augunum. Eg hvtslaðiþá að honum að ég væri með fötin hans. Hann var í skítugum gallabuxum og peysu. Stuttu seinna fór ég út því að mér fannst að Þ ætlaði að fara eitthvað og ætlaði að gá hvort hann væri farinn. Sá ég þá að hann sat inni í bílnum og . einhver stóð og miðaði á hann byssu. Eg hljóp inn og sótti S og bað hann að hjálpa honum. En þegar við komun aftur var verið að bera Þ alblóðugan og að mér sýndist meðvitundar- lausan í burtu. Mennirnir, sem báru hann, hentu hon- um inn t bíl og fóru sjálfir á eftir og óku í loftköstum í burt. Eg og S stukkum upp í bílinn hans S og ókum á eftirþeim. Þegar við vorum búin að aka lengi komum við í stórborg. Þar labbaði ég beint að húsi einu og fór inn. Þar sá ég litla buddu, hún var opin og ég leit inn í hana og sá þar tvo þykka göndla af fimmhundruð- köllum. Mér datt í hug að þetta væru stolnir peningar en hugsaði ekki meira um það og fór út. Þá var ég allt í einu komin upp á heiði þar sem mér sýndist vera ruslahaugur fyrir btla. Eg var þarna eitthvað að sniglast þegar ég sá hjóla- stól við girðingu þarna rétt hjá og var Þ í stólnum. Eg hljóp af stað í áttina til hans en þegar ég kom að girðingunni var Þ farinn úr stólnum og kominn í bíl sem var þar rétt hjá. Eg fór inn til hans og ætlaði að bera hann út úr btlnum en gat það ekki, hann var svo þungur. Þá kom S á sínum btl og löggan með honum. Löggan spurði Þ hvort við værum skyld eða gift. Þ neitaði þvt en sagði að við ættum eftir að verða það. Um leið og hann sagði þetta stóð hann upp og brosti til mtn. Þá vorum við allt í einu komin á ein- hverja götu í miðri borginni. (Eg labbaði alltaf aftur á bak.) Þ var við hliðina á mér og gekk áfram og eins var með alla vegfarendur. Tók ég þá eftir því að Ijóshærð kona var alltaf að blikka ein- hvern. Þá fór ég að blikka líka en hún brosti bara og benti ég þá á mig en hún kinkaði bara kolli og fór. Sneri ég mérþá við og gekk eins og manneskja. Var þá A kominn og ýtti barnavagni á undan sér. Allt í einu vorum við komin út á flugvöll, þangað kom kona og vildi fá að skoða börnin, hvort þau væru heilbrigð. Eg leyfði henni það þó mér þætti þetta skrýtið. Þá tók konan börnin og skipti á þeim, annað var þurrt og mátti það fara, hitt var búið að kúka á sig. Þegar við ætluðum að henda bleiunni tókum við eftir hvítri rák sem var um það bil 1 cm á lengd. Konan sagðist ætla að taka sýni með orminum en þegar hún tók orminn kom í Ijós peningagöndull, svipaður þeim sem ég fann í húsinu. Konan spurði hvernig stæði á þessu. Eg sagðist ekki vita það, ég ætti ekki börnin (þau voru tvíburar), T vinkona mín ætti þau. Eftir stutta stund vorum við Þ komin heim á bæinn þar sem veislan var haldin. Börnin og A komu ekki með okkur en er við komum í hlaðið vaknaði ég- Með fyrifram þökk fyrir birtinguna, bæ, bæ, Þ.H.R.G. Þessi draumur boðar þér eða einhverjum þér mjög nákomnum mikil veikindi og sigur í þeim veikindum. Eftir erfið og/eða langvinn veikindi má búast við að heldur betur batni ástandið og í kjölfarið kemur tíma- bil sem er mjög gott, sér- staklega í peningamálum. Það væri kannski oftúlkun að ætla að hér sé um slys að ræða og síðan slysabætur en mögulegt er að svo sé. Það virðast á einhvern hátt vera tengsl milli veikindanna og þess láns sem þú mátt gera ráð fyrir (eða fjölskylda þín) ífjármálum. Annað getur gerst og það er að veikindin leiði til breytinga á þínum högum eða allrar fjölskyldunnar, og það sé sú breyting sem valdi þessum fjárhagslega ávinningi. Viss teikn í draumnum benda nefni- lega til þess að samhliða þessari velgengni í fjármál- um sé ákveðin velgengni í starfi, námi eða þjóðfélags- stöðu. Þú sagðir ekki„en garde". Helvítið þitti! 34 Vikan J6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.