Vikan


Vikan - 18.04.1985, Síða 41

Vikan - 18.04.1985, Síða 41
Þýðandi: Anna snúninga plötunum í útsölukassan- um í leit að góðum upptökum með Mills-bræðrum, Mahaliu Jackson, Nat King Cole og Veru Lynn. — Ég ætla að fá plötu sem heitir „Klukkurnar í Tíról”, sagði ég við unga afgreiðslustúlku með króm- gult hár sem var greitt hálfan metra upp í loftið eins og of- þroskað kornax. — Einhverja sérstaka útgáfu? Ég tók regnhlífina niöur og hristi af henni bleytuna. — Já, það er útsetning þar sem maður heyrir í kúabjöUum og kátum Tírólbúum sem jóöla í fjarska. Það er lína í textanum sem er eitthvað í þessa átt: „Kátu klukkurnar í Tíról. . .don-ding- eldang, dingeldong. .. þær hringja faUega í kvöldsólinni! ” Og það er líka önnur lína sem er eitt- hvað eins og svona: „Nú fara skjöldóttu kýrnar heim. .. dong- dingeldang, dingeldong. .. og klöngrast inn um fjósdymar!” Eða eitthvað svoleiðis. Þetta er nú frjálslega með textann farið eftir minni. En það er nú ekki endUega textinn sem ég hef áhuga á. Það er frekar lagið sjálft, skUurðu. Og svo endar þetta aUt með: „Tírólar jóðla glaðir... það er gleðinnar söngur! ” — Dong-dingeldang, dingel- dong? endurtók afgreiðslustúlkan og strauk komgult hárið. — Já, einmitt. — Því miður er íslenska útgáf- an með Fróða frækna og Jóðl- Jonna uppseld en við erum með alveg ágæta upptöku: Swiss Cheese Rhapsody með Woody Woodstock and his backing group, Screaming Sharks. — Ekki Swiss Cheese Rhapsody, takk, heldur „Klukkumar í Tíról”. — Það er sama lagið, herra minn. Við erum líka með hina hefðbundnu Dixie-útgáfu með Dave „Fingers” Pee Wee Wakely and his Fat Guys and Dolls og New Orleans. Og hér eru nokkrar skemmtilegar upptökur með Dor- othy „Hair” Doodle Dopey and the Monkey MoonUghters. Og svo er það gamla kántríútgáfan með Dave „Backwood” Hunt and his HooUgan Hunters. Krómgula stúlkubamið náði í fimm, sex plötur í viðbót. — Og svo erum við auðvitað meö þetta í venjulegum poppút- gáfum. Hér með Rocking GoriUas. . . eins meö Noise- makers. . . og hér með Crazy Insanes. .. en það er reyndar soul-grúppa. .. en ágæt samt... nú, já, svo er það héma með Mad Madman. .. og svo er fuUt af þjóð- lagaútgáfum. . . þessi er sungin á hebresku. . . og þessi er með Potato Five frá Dublin. . . kartöflusöngvaramir, þú kannast örugglega við þá úr sjónvarpinu. Stúlkukindin lét mig fá allan plötubunkann. — Þú vilt kannski heldur fá alveg nýja útsetningu meö Jamaica Buddy Brass Band og svo hefur sjálfur Ted Black Power Shadow spilað með honum á þess- ari, á trommur. Og hér er kántríútgáfa með Big Nose Baxter og sléttuúlfunum flautandi og hér er önnur kántríútgáfa með Sheriff „Shotgun” MilUgan and his Slow- poke Dead Valley KiUers, og hér er... — Ég ætla bara einfaldlega að fá plötu, greip ég fram í, leyfðu mér að líta á þessa með kartöflu- söngvurunum.. . Stúlkubamiö leit undrandi, næstum forviða, á mig. — Já, en þú hefur ekki einu sinni hlustað á þá ennþá, sagði hún. Þú veröur fyrst að heyra nokkrar út- gáfur. . . og svo að velja þá sem þér finnst æði. — Er nokkuö athugavert við kartöflusöngvarana frá Dublin? Er platan rispuð? Er hún ónýt? Er plötuumslagið eitthvað lélegt? — Auðvitað ekki, ég var bara að hugsa. . . en svo er hér ein upptaka sem ég er viss um að þú verður hrifinn af. Það er soft-soft útgáfa með Felix Fiffelstein and his Seventy Silver Violins. . . — Leyfðuméraðheyrahana. — Komdu þá með mér inn í box 7. Þaðer aðlosna. Ég náöi í plöturnar og fór inn í box 7 og lokaði á eftir mér. I friði og ró gat ég nú spilað plöturnar mínar. Ég var búinn að spila eitthvað á annan tug platna og var í miðri kántrí-flautandi útgáfu Big Nose Baxters og sléttuúlfanna flautandi þegar krómgula stúlkubamið kom inn og setti nýjan bunka á hilluna hjá mér. Hún hefði getað sparaö sér það. Ég hafði þegar tekið ákvörðun. Ég var ekki í nokkrum vafa. Klukkumar í Tíról voru hreinasta plága. Ég skildi ekki hvað ég hafði séð við þær. Ég vildi hvorki sjá þær né heyra. — Ég held að því miður líki mér engin þessara platna, sagði ég og reyndi að líta undan augnaráði krómgula stúlkubamsins. — Það er allt í lagi, sagði hún fúl. Viö erum vön að fá fólk hingað inn að drepa tímann þangað til styttir upp! ea Stjömuspá Hrúturinn 21. mars-20. april Fram undan er róleg- ur tími hjá þér og þú ættir aö njóta hans vel og ekki hafa áhyggjur af því sem aðrir eiga aö leysa. Þér hættir til aö taka of mikið aö þér og þá endist tíminn ekki nógu vel. Krabbinn 22. júni - 23. júli Þú heillast mjög af ákveönu fólki sem hefur mótaöar skoðanir. Það er vegna þess aö þú ert frekar óöruggur sjálfur og vilt fá aöstoö annarra til aö gera upp hug þinn og taka ákvarðanir. Vogin 24. sept. 23. okt. Þú bindur miklar vonir við nýtt starf og ekki annað aö sjá en allt gangi þér í haginn um þessar mundir. Vertu tilbú- inn aö taka mjög skjótar ákvarðanir. Vertu ekki of raun- sær. Nautið 21. april - 21. mai Einhver segir eitthvaö við þig sem þú tekur frekar nærri þér. Reyndu aö horfa á máhö í víöara sam- hengi og þá uppgötv- ar þú að sumir hlutir eru alls ekki þess viröi aö hafa áhyggjur af þeim. Ljónið 24. júli 24. ágúst Ástarlífið stendur yfirleitt í blóma um þessar mundir. Þú munt líklega standa frammi fyrir vah og þér finnst ákaflega erfitt að ákveða þig. Báöir kostimir eru þó mjög góöir. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Þú ert glaölynd persóna og þér gengur yfirleitt vel aö um- gangast fólk. Gættu þess aö fólk misskilji ekki jákvætt viðmót þitt, þaö gæti orsakaö leiðindi sem er mjög auðvelt aö komast hjá. Tvíburarnir 22. maí-21. júni Þú ert aö ganga í gegnum frekar erfitt tímabil þessa dagana og þaö hjálpar þér akkúrat ekki neitt aö stinga höföinu í sand- inn. Horfstu í augu viö erfiðleikana og þá eru þeir horfnir um leið. Meyian 24. ágúst - 23. sept. Þú ert ákaflega traustvekjandi pers- ónuleiki og fólki finnst gott að leita til þín eftir ráölegging- um. Þaö fer stundum í taugamar á þér en þú ættir aö þakka fyrir traustið. Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Þú hefur bundiö miklar vonir viö ákveðinn atburö en nú sérð þú fram á aö sá atburöur muni ekki gerast. örvæntu ekki því þetta er aö- eins undirbúningur að miklu skemmti- legra atviki. S'temgeitin 22. des. 20. jan. Þó fólki finnist þú ákaflega léttlyndur og frjálslyndur þá ert þú í rauninni mjög gamaldags undir niöri. Þess vegna leit- ar þú aö traustum eiginleikum hjá þeim sem þér þykir vænt um. Vatnsberinn 21. jan. 19. fetr. Þú hittir ákveðna persónu og kemst fljótt aö því að þiö eigið ákaflega margt sameiginlegt. Þú munt upplifa mjög skemmtdega tíma og líklegast ferð þú til útlanda mjög bráö- lega. Fiskarnir 20. febr. 20. mars Einhver úr fjölskyld- unni veldur þér áhyggjum. Þú ættir aö reyna aö fá þann aðila til aö tala hrein- skilnislega viö þig. Þú munt fá tilboö sem þér þykir erfitt að hafna, en þú ættir aö hugsa þig vel um. 16. tbl. Víkan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.