Vikan


Vikan - 02.05.1985, Page 6

Vikan - 02.05.1985, Page 6
nema viö tvær tjarnir sem þarna eru. Hraungrýti er komið fyrir í garðinum eft- ir litum. Hraungrjótið er ýmist með eða án mosa, mest grámosa, og inni á milli er plantað lágvöxnum íslenskum jurtum og stein- brjótum. Á sumrin eru þar einnig fjölær blóm eins og baldursbrá og kornblóm og á vorin litskrúðugir vor- laukar. Öllum blómum er raðað niður í garðinn eftir litum og þess vandlega gætt að þar ríki fyllsta samræmi. Þarna eru einn- ig tré og runnar, svo sem lerki, greni og birki, birki- kvistur, mispill og víðir. Garðurinn leit ekki svona út þegar þau Uffe og Guð- björg tóku við honum. Hon- um var gjörsamlega um- bylt í höndum þeirra. Byrj- að var á að skipta alveg um mold og síðan voru þau tré sem fyrir voru flutt á aðra staði sem betur hentaði í nýja garðinum. Mosa og hraungrýti fá þau á ný- byggingarsvæöum, þar sem hvort eð er er verið aö raska öllu, og benda þeim á sem hyggja á mosatöku að gera slíkt hið sama en ganga ekki út í óspillta náttúruna og rífa þar upp grjót og gróður til þess að hafa með sér heim. Það er ekki mikil vinna að halda þessum garði við. Þaö þarf aðeins að reyta smávegis af arfa og ill- gresi, þarna þarf ekki að eyða deginum við slátt og rakstur og rétt er að benda á að þarna er aldrei borinn á áburður. Þar sem svo mikið er af mosa í garðinum er hann fallegastur í sól eftir rign- ingu þegar litirnir eru hvað skærastir. Mosinn heldur fegurð sinni allan ársins hring og reyndar er garður- inn einnig fallegur á vet- urna, ekki síst í snjó. Grjót- ið, tjarnirnar og trén mynda eins og fallegt snævi þakið landslag. Þannig þjónar garðurinn því ætlunarverki að vera til augnayndis eigendum sín- um og vegfarendum hvort sem ríkir vetur, sumar, vor eöa haust og hvernig sem veöriö er, en það er einmitt það sem stefnt var aö.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.