Vikan - 02.05.1985, Side 16
h
Eldhús Vikunnar
Umsjón: dr. Óttar Guðmundsson
Um
megrun
Misjafnlega er gæðum
heimsins skipt. Stór hluti
mannkyns fær aldrei fylli sína af
mat og deyr langt um aldur |
fram vegna hörgulsjúkdóma. Á
sama tíma kýlir svo hinn hlutinn
vömbina af slíkri áfergju að of-
fita verður verulegt heilsufræði-
legt vandamál. Ein algengasta
kvörtun fólks á læknastofum
eru aukakílóin. Fólk kemst ekki
í tískufötin sín lengur, nýtur sín
ekki á baðströndum sakir
skvaps og telur öll vandamál
daglegs lífs stafa af offitunni.
Læknar telja auk þess að margir
sjúkdómar stafi beint og óbeint
af offitu, svo sem hár blóð-
þrýstingur, hjarta- og æðasjúk-
dómar, sykursýki og ýmsar slit-
breytingar í liðum, og ráðleggja
því slikum sjúklingum að megra
sig verulega. En árangurinn er
því miður oftast lélegur og fólki
veitist erfitt að ná af sér kílóun-
um. Þetta hefur orðið til þess
að stöðugt skjóta upp kollinum
ýmsir undrakúrar á síðum viku-
blaða og dagblaða og í glugg-
um bókaverslana.
Slíkar megrunaraðferðir eru
auglýstar með miklum látum og
fólk eyðir stórfé til að komast í
allan sannleik um aðferðir til að
verða mjótt og fallegt á einni
viku án verulegrar áreynslu.
Allir kannast við dæmi um
slíkar undraaðferðir til að ná af
sér aukaþyngd: kínverskt jurta-
te, spirulinatöflur, nálarstungu-
aðferð, Scarsdaleaðferðin, kál-
súpumegrun og svona mætti
lengi telja. Allur þessi aragrúi af
undrakúrum, sem koma og
fara, segir það eitt að enginn
kúr nær tilætluðum árangri. Of-
fita safnast á okkur á mörgum
árum og það er tilgangslítið að
ætla sér að ná henni af sér á
stuttum tíma. Maður verður að
breyta öllum matarvenjum og
helst byrja að hreyfa sig meira
svo einhver varanlegur árangur
verði af megruninni. Ef einhver
16 Vikan 18. tbl.