Vikan


Vikan - 02.05.1985, Qupperneq 16

Vikan - 02.05.1985, Qupperneq 16
h Eldhús Vikunnar Umsjón: dr. Óttar Guðmundsson Um megrun Misjafnlega er gæðum heimsins skipt. Stór hluti mannkyns fær aldrei fylli sína af mat og deyr langt um aldur | fram vegna hörgulsjúkdóma. Á sama tíma kýlir svo hinn hlutinn vömbina af slíkri áfergju að of- fita verður verulegt heilsufræði- legt vandamál. Ein algengasta kvörtun fólks á læknastofum eru aukakílóin. Fólk kemst ekki í tískufötin sín lengur, nýtur sín ekki á baðströndum sakir skvaps og telur öll vandamál daglegs lífs stafa af offitunni. Læknar telja auk þess að margir sjúkdómar stafi beint og óbeint af offitu, svo sem hár blóð- þrýstingur, hjarta- og æðasjúk- dómar, sykursýki og ýmsar slit- breytingar í liðum, og ráðleggja því slikum sjúklingum að megra sig verulega. En árangurinn er því miður oftast lélegur og fólki veitist erfitt að ná af sér kílóun- um. Þetta hefur orðið til þess að stöðugt skjóta upp kollinum ýmsir undrakúrar á síðum viku- blaða og dagblaða og í glugg- um bókaverslana. Slíkar megrunaraðferðir eru auglýstar með miklum látum og fólk eyðir stórfé til að komast í allan sannleik um aðferðir til að verða mjótt og fallegt á einni viku án verulegrar áreynslu. Allir kannast við dæmi um slíkar undraaðferðir til að ná af sér aukaþyngd: kínverskt jurta- te, spirulinatöflur, nálarstungu- aðferð, Scarsdaleaðferðin, kál- súpumegrun og svona mætti lengi telja. Allur þessi aragrúi af undrakúrum, sem koma og fara, segir það eitt að enginn kúr nær tilætluðum árangri. Of- fita safnast á okkur á mörgum árum og það er tilgangslítið að ætla sér að ná henni af sér á stuttum tíma. Maður verður að breyta öllum matarvenjum og helst byrja að hreyfa sig meira svo einhver varanlegur árangur verði af megruninni. Ef einhver 16 Vikan 18. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.