Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 22

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 22
Vísindi fyrir almenning Á eftir Harry Bökstedt Tóbakskirtill í heilanum? Eftir nýjustu rannsóknum aö dæma á tóbakshungrið, þessi áleitna fíkn í reykinn, upptök sín í afskekktum skika heilans. Þar er dálítil þyrping heilafrumna sem, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, eiga þátt í að gera menn háða reykingum og reyndar einnig áfengi og öðrum fíkniefnum. Þá kann einnig að vera að unnt sé aö berjast gegn þessum innbyggða tóbaksdraug með efni sem heitir klónídín. Áður hafa menn tekið eftir að klónídín dregur úr fráhvarfsein- kennum en fráhvarfseinkenni er það kallað þegar morfínistar og aðrir þeir sem haldnir eru fíkn í ópíata þjást eftir að þeir hætta aö neyta lyfjanna. Hið sama kom á daginn þegar áfengissjúklingar tóku inn lyf blandað klónídíni við of háum blóðþrýstingi. Nokkrir vísindamenn viö Columbiaháskólann í New York undir forystu Alexanders Glass- man hafa nú kannað hvort lyfið kunni einnig að draga úr tóbaks- hungri og þannig gera mönnum auöveldara að hætta að reykja. Fimmtán stórreykingamenn, sem allir reyktu meira en 30 sígar- ettur á dag, tóku þátt í tilrauninni. Þeir reyktu ekki í þrjá daga. Þó ekki samfleytt. Fyrsta daginn fengu þeir klónídín, annan daginn róandi lyf og þriðja daginn tóku þeir inn sykurtöflur (gervilyf). Eins og vænta mátti höföu sykurtöflurnar engin áhrif. Bæöi klónídínið og róandi töflurnar drógu úr óeirö og spennu, en það eru algeng en væg fráhvarfsein- kenni sem fólk verður vart viö sem hættir aö reykja. En auk þess voru þátttakendur í tilrauninni á því að klónídínið — og aöeins það — hefði dregiö úr tóbakshungrinu, hinni nagandi löngun í sígarettu. Vísindamenn telja aö þessi fíkn eigi sér upptök á sama stað og fíkn í sterkari efni hjá fíkniefnaneyt- endum. Allt snýst þetta um ákveðiö taugaboðefni — noradrenalín. Mest verður til af þessu efni í ofur- lítilli frumuþyrpingu sem kallast „locus coeruleus”. Þaðan liggja leiðir til mismunandi staða í heilanum sem þarfnast efnisins. Það er mikilvægt að nóg sé af þessu efni í heilanum ekki síst vegna skapsins. Of lítið er af því hjá þunglyndu fólki. Nokkur áhrifamestu lyf gegn þunglyndi auka einmitt magn noradrenalíns í heilanum. En einmitt í sama mund og menn hafa gert þá uppgötvun að fíkn í hin ýmsu ávanaefni sé tengd noradrenalínmagninu í heilanum komast þeir að öðru sem er álíka áhugavert. Frumurnar í þessari tilteknu þyrpingu hafa óvenjulega marga móttakara eða móttöku- lykla fyrir efni af ópíumættinni, einnig hið svokallaöa „eigin morfín líkamans” (enkefalín). Þegar efni af þeim hópi bindast frumunum dregur strax úr fram- leiðslu á noradrenalíni. Og klónídín dregur úr nor- adrenalínvirkni í heilanum. Því halda menn að komin sé skýring á því hvers vegna efnið dragi úr og lini þjáningar þeirra sem kveljast af fráhvarfseinkennum. Þegar fíkniefnaneytandi eða áfengissjúklingur hættir skyndi- lega neyslunni eykst noradrena- línmagnið óskaplega vegna fram- leiðslu í frumum sem áður voru bundnar fíkniefninu. I verstu tilvikum kemur þetta gífurlega noradrenalínmagn af stað ýmsu því sem kallaö hefur verið frá- hvarfseinkenni — til dæmis dele- ríum tremens eða drykkjuæði, krampa og uppköstum. Glassinan giskar á að hið aukna magn noradrenalíns virki eins og merki og efnið sjálft komi raunar alls ekki af stað líkamlegum óþægindum. Þetta merki fær fíkniefnaneytandann venjulega til þess að fá sér einn enn eða sprauta sig aftur. Þetta er hin ósjálfráöa fíkn sem heldur ofneyslunni gang- andi. Stórreykingamaöurinn hefur vanið sig á að draga úr innri spennu með því aö fá sér sígar- ettu. Og þegar hann getur það ekki verður offramleiðsla á nor- adrenalíni í heila hans. Því geta efni eins og klónídín komið rykingamönnum að haldi til þess að draga úr skyndilegri og ill- viðráðanlegri tóbakslöngun. Streita eykur líka noradrenalín- magniö í heilanum. Þaö er kannski þess vegna sem fólk reykir meira undir andlegu álagi — til þess að róa frumurnar í „locus coeruleus”? 22 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.