Vikan


Vikan - 02.05.1985, Page 24

Vikan - 02.05.1985, Page 24
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Hvernig er persónuleiki þeirra sem afmœli eiga í þessari viku? Hvar œttu þeir helst að hasla sér völl i atvinnulífinu? Hvernig Irtur út i ástamálum þeirra? Hvernig er heilsufari þeirra háttað? Við l'rtum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja um þá sem eiga afmaeli vikuna 25. apríl — 1. maí. * * * * 2. maf: Afmælisbarn dagsins er ekki mikiö gefið fyrir aö láta á sér bera en getur þó verið fast fyrir og lætur ekki auðveldlega af skoðunum sínum. Á hinn bóginn kýs það gjarnan fyrirhafnarlaus- ustu leiðina út úr hverjum vanda og er lítið fyrir að standa í erfiðleikum og þrasi, vill heldur lifa fyrirhafnarlitlu lífi og er gefiö fyrir þægindi. Þrátt fyrir allt þetta er því sýnt um að stjórna því sem það á annað borð tekur aö sér af skynsemi og fyrirhyggju og líður þá hvað best þegar það veit sig geta orðið öðrum að liði. Best unir fólk dagsins sér í hefðbundnum störfum þar sem nýjungar og framfarir eru ekki stórstígar heldur hægt að ganga sem mest að því sama frá degi til dags, ári til árs. Vel farnast þessu fólki við landbúnað, hvort heldur er bú- skapur með skepnur eða garöyrkjustörf, þó ekki sem frum- býlingum. Því lætur einnig vel að vinna hvers konar hefðbundin verksmiðjustörf og getur einnig komist vel áfram sem stjórnendur á þessum sviðum, einkum ef sú stjórn er fyrir fámennum hópi. Sá sem á afmæli í dag er tals- vert gefinn fyrir samskipti við hitt kynið og verður þar vel ágengt. Hins vegar er tilfinningalíf af- mælisbarnsins talsvert viðkvæmt og þess vegna hætt við að ástar- brautin verði þónokkrum þyrnum stráð. Líkur benda til að þegar loks til hjónabands kemur geti það orðið ágætlega farsælt, en af- mælisbarnið skyldi gæta þess að velja sér ekki maka sem er harður ílund. Gera má ráð fyrir að heilsufar afmælisbarnsins verði að öðru jöfnu gott, einkum ef það nær að festa sér sess á þeim starfsvett- vangi sem því hentar, en þó má búast við einhverjum streitu- tengdum kvillum. Heillatölur eru 2 og 6. ¥ * * * * 3. maí: ¥ * * * Þverlyndi og einstrengings- háttur einkennir afmælisbörn dagsins. Engu að síður búa þau yfir miklum kærleika og fórnfýsi og framúrskarandi þolgæði og þrautseigju. Mannblendin eru þau ekki að ráði en hafa þó gaman af að kynnast nýju fólki og umhverfi í hófi. Listhneigö eru þau oft, einkum á sviði tónlistar, og geta mörg hver náð alllangt á þeirri braut. Svipað er að segja um rit- störf sem þessu fólki geta hentaö einkar vel þar sem það hefur gjarnan afburðagóða frásagnar- gáfu. Á starfssviðinu ætti þetta fólk helst að finna sér verkefni sem það getur unnið við án afskipta annarra. Þar er til dæmis um að ræða hvers konar handiðnað eða listiðnað, svo sem gull- eða silfur- smíöi, vefnað, eða þvíumlíkt. Á hinn bóginn er afmælisbörnunum heldur ósýnt um að hafa arð af vinnu sinni og farnast því betur efnalega ef þaö getur látið aðra um að koma afurðum sínum í verð. Fólk fætt í dag hefur mikinn áhuga á hinu kyninu og ber vissa lotningu fyrir því en er þó ekki að sama skapi ásthneigt. Venjulega gengur það þó snemma í hjóna- band en þverlyndið kemur í veg fyrir að það geti aðlagað sig venjulegum sambúðarháttum. Því má búast viö að hjónaböndin verði fleiri en eitt, en varla er hægt að tala um að þau verði hamingjusöm nema viðkomandi beri gæfu til að velja sér maka með alveg einstaka sambúðar- hæfileika. Oft uppgötvar þetta fólk um miðjan aldur að hæfilegt einlífi er það sem hentar því best. Heilsu hefur fólk dagsins yfirleitt afburðagóða, allt fram á efri ár þegar hrörnunarsjúk- dómar taka að gera vart við sig, oft á mörgum stöðum því nær samtímis. Heillatölur eru 3 og 6. * ¥ * * * 4. maí: * * * * Sá sem fæddur er í dag er oft leiftrandi gáfaður og frumlegur í hugsun en jafnframt frekur og íhaldssamur á það sem hann þykist hafa góða reynslu af. Hann er ekki gefinn fyrir að vera mikið í sviðsljósinu sjálfur en nýtur þess gjarnan að standa á bak við og vita sig eiga þátt í ýmsu sem vekur athygli. Afmælisbamið er djarft í hugsun og athöfnum og fer gjaman ótroönar slóðir og þrátt fyrir að það býr yfir talsverðum mannkærleika sést það stundum lítt fyrir á því sviði til að koma fram markmiðum sínum. Hvað störf snertir getur fólk fætt í dag víða haslað sér völl með góðum árangri. Oft er þetta fólk gætt góðum listrænum gáfum, ekki síst á sviði myndlistar eða rit- listar, og getur komið sér vel fyrir í störfum tengdum þessum listum. Það hefur ennfremur gott fjár- málavit og getur því komist vel á- fram á hinum ýmsu sviðum verslunar. Almennt ætti það þó ekki að hafa á hendi bein manna- forráð þar sem óbilgimi þess kemur í veg fyrir að það verði far- sælt á því sviði. Fólk dagsins hefur mikið aðdráttarafl á hitt kynið en sinnir því yfirleitt ekki mikið. Þó elskar það af miklum ákafa þegar það elskar og er mjög trygglynt. Hamingja hjónabandsins er að verulegu leyti undir því komin að makinn sætti sig að fullu við skap- lyndi afmælisbamsins og láti sér vel líka að spila aðra fiðlu í þeirri hljómsveit. Heilsufar er gott að því leyti til aö alvarlegir eða langvinnir sjúk- dómar gera yfirleitt ekki vart við sig fyrr en á efri árum, en yfirleitt eru afmælisböm dagsins viðkvæm fyrir flestum umgangspestum. Heillatölur eru 4 og 6. 24 Vikan 18. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.