Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 25
* * * * * 5. maí: + + + + +
Eins og hjá svo mörgum ööriun
togast á nokkrar andstæður í fari
afmælisbarns dagsins í dag. Það
býr yfir mikilli festu og þolinmæði
en samt hefur það ekki úthald til
að ljúka þeim verkefnum sem það
byrjar á og lætur aðra hafa áhrif á
gerðir sínar og hugsanir. Þaö er
mjög hugmyndaríkt og hefur auð-
ugt ímyndunarafl en verður að
sama skapi lítið úr þessum eigin-
leikum nema svo vel vilji til aö
það sé í samfélagi við annan eða
aðra sem geta gripið hug-
myndirnar á lofti og látið þær
blómstra.
í starfi reynir afmælisbarnið í
lengstu lög að hliðra sér hjá öllu
því sem útheimtir erfiði eða
eljusemi. Heppilegasti starfs-
grundvöllurinn er á sviðum þar
sem hægt er aö ljúka hverju verki
fljótt og örugglega og snúa sér að
einhverju nýju, eða þá hreinlega
vanabundin störf sem gera litla
sem enga kröfu til þess að
afmælisbarnið hagnýti frumleik
sinn og hugmyndaauðgi.
Hvað ástafarið snertir getur
lífið orðiö ansi fjölskrúðugt hjá af-
mælisbarni dagsins. Þar verða
andstæðurnar ekki hvað síst áber-
andi og afmælisbarnið hefur
tilhneigingu til að sveiflast á milli
þeirra meira en góðu hófi gegnir.
Flestum fer þó svo að lokum að
þeir stöðvast í þessari
hamingjuleit sinni og yfirleitt
bera afmælisbörnin gæfu til að
vera farsæl í makavali og eiga
eftir það hamingjuríkt hjónaband.
Fólk fætt í dag sleppur oftast
blessunarlega við öll meiri háttar
veikindi en er næmt fyrir
umgangskvillum og má gæta þess
sérstaklega að leggja ekki um of á
taugarnar.
Heillatölur eru 5 og 6.
*f -¥* *¥■ 6. maí: *f *f Jyi ^f jf
Sá sem afmæli á í dag hefur
haga hönd og hug, þó ekkert síður
til úrvinnslu og uppfærslu en
frumvinnslu og sköpunar. Hann er
ekki fallinn til mikilla átaka eða er
brautryðjandi á einhvern hátt og
sumum hættir meira aö segja til
þess um of að flýja undan átökum
lífsins og leita til þeirra meðala
sem mannskemmandi mega
teljast. Þetta fólk leitar öðru
fremur eftir samskiptum við fólk
sem hugsar eins og það og hefur
að öllu leyti sömu lífsviðhorf og
það og þetta getur orðið mönnum
alvarlegur fjötur um fót. Til þess
að komast áfram í lífinu og geta
notið þess verður að takast á við
það, ekki flýja það.
Líkamlegt erfiði á ekki við
afmælisbarn dagsins en það nýtur
sín vel í hvers konar léttum hag-
leiksverkefnum sem ekki eru
sífelld endurtekning heldur bjóða
stöðugt upp á nýja spretti og til-
breytingu. Þau afmælisbarna
dagsins sem á annað borð ná fót-
festu í lífsbaráttunni hafa líka
góöa hæfileika til mannaforráða
og eru líkleg til aö verða vinsælir
stjórnendur sem fremur stjórna
með lempni og útsjónarsemi
heldur en hörku og óbilgirni.
Ekki er það til að létta afmælis-
börnunum lífið að mótlæti í ásta-
málum er eitt af sérkennum
þeirra. Þar er líklegt að hvert
skipbrotið reki annað og hjarta-
sorgin setji mark sitt á flest yngri
árin. En þegar árunum fjölgar
rætist oftast úr þessu og þegar til
hjónabands kemur verður það
yfirleitt hamingjusamt fyrir þann
hóp afmælisbarnanna sem ekki
guggnar á því að takast á við lífiö.
Heilsufariö fer mjög eftir
afmælisbarninu sjálfu. Þau þeirra
sem gefast upp fyrir erfiðleikun-
um munu einnig súpa seyðið af því
hvað heilsuna snertir en hin
sleppa bærilega við öll meiri
háttarveikindi.
Heillatala er6.
* If if + Jf 7. maí: >f >f Jf if Jf
Dulur í skapi er sá kallaður sem
á afmæli í dag. Það þýðir að hann
flíkar lítt tilfinningum sínum og
hugsunum og aðrir vita ekki svo
glöggt hvað honum líður. En undir
niðri er hann einbeittur og tilfinn-
ingaheitur, oftast nær góðum
gáfum gæddur og með gott ímynd-
unarafl. Stundum hættir honum til
aö eiga bágt með að stöðvast við
athafnir eða hugsanir og þá er
honum tamara að byggja skýja-
borgir og loftkastala heldur en
stöðvast við að leysa þau verkefni
sem fyrir liggja.
Afmælisbarn dagsins getur
komist allvel áfram í næstum
hvaða starfsgrein sem er, að því
tilskildu að það sé undir stjóm
annarra. Albest láta því þó störf
sem á einhvern handa máta skír-
skota til listfengis. Mikið er undir
því komið að vera heppinn með
samstarfsmenn því fólk með þetta
skaplyndi á ekki gott með að>
lynda við hvem sem er og ef því
mislíkar getur það leitt til alvar-
legrar misklíðar.
Á ástarsviðinu gera afmælis-
börn dagsins miklar kröfur en
erfið lund þeirra verður til þess að
þar verða margir árekstrar. Þó
eru hjónabönd afmælisbarnanna
oftast nær heldur farsæl og allt
upp í hamingjusöm, enda bera
þau oft gæfu til þess að velja sér
maka sem geta sætt sig við þá
skapgerð sem einmitt einkennir
afmælisbörnin.
Heilsufar afmælisbarnanna er í
flestum tilvikum nokkuð gott en
þó er þeim nokkuð hætt við sjúk-
dómum í innri líffærum. Einnig er
þeim nauösynlegt að gæta sín
mjög vel á öllum vímugjöfum ef
ekki á illa að fara.
Heillatölur eru 7 og 6.
*f >f lf *f >f 8. maí: *f If )f *f If
Sá sem fæddur er í dag hefur
járnvilja og kjark til að koma því
fram sem honum er virkilega hug-
leikið. Samtímis er hann ein-
staklega samviskusamur og frið-
samur og seinþreyttur til vand-
ræða. En þegar hann reiðist þá
reiðist hann illa og það verður
öllum viðstöddum minnisstætt,
ekki síst afmælisbarninu sjálfu
sem reiðist fáu meir heldur en
missa stjórn á skapi sínu. Ekki
hafa öll afmælisböm dagsins
leiftrandi námsgáfur en góðar
hagnýtar gáfur og getur orðið
ágætt úr þeim ef þeim tekst
jafnframt að ala með sér nægilegt
sjálfstraust.
Eins og svo mörg naut eiga
afmælisbörn dagsins mjög auðvelt
með að koma sér vel fyrir á
mörgum sviðum atvinnulífsins.
Fólk dagsins lætur mjög vel að
starfa að hvers konar ræktunar-
störfum, bæöi búskap með
skepnum og jarðrækt. Þau geta
einnig verið prýðilegir
skipuleggjendur, svo sem
arkitektar eða verkstjórar, og
ekki síður geta þau komist vel
áfram í hvers konar viðskiptum.
Að öðru jöfnu eru afmælisbörn
dagsins líkleg til að afla bærilega
mikils fjár en eiga að sama skapi
auðvelt með að koma því í lóg svo
sjaldan verður mikið afgangs, þó
ekki sé hægt að segja að þau séu
eyðslusöm.
Á ástarsviðinu er fólk dagsins
ekki sérlega tilþrifamikið. Það
þreifar lítið fyrir sér á yngri árum
á þessu sviði en kemur til með að
elska af miklum þunga þegar þar
að kemur. Makaval er yfirvegað
eins og flest annað hjá fólki dags-
ins og má búast við að hjónaband-
ið verði báðum til mikillar
ánægju.
Heilsufarslega séð er fólki
dagsins nauðsynlegt að vera vel á
verði því það hefur ekki mikið
mótstöðuafl gegn líkamlegum
veikindum. Almennt er þar þó
ekki um alvarleg veikindi að ræða
en gigt getur valdið verulegum
óþægindum ef ekki er frá upphafi
reynt að sporna við henni.
Heillatölur eru 8 og 6.
18. tbl. Vikan 25