Vikan


Vikan - 02.05.1985, Síða 31

Vikan - 02.05.1985, Síða 31
4. Eyðimerkurprinsinn Þær sem falla fyrir þessum eru að leita að kjassi, faðmlögum og vilja gjarnan koma sér þægilega fyrir í faðmi hans. Þarna er móðurtilfinningin í fullri reisn! Þessi maður, sem hefur sveipað sig í mjúk og hlý klæði, er hreint út sagt ómótstæðilegur. Þú elskar rómantik — kraumandi elda, ævintýranætur i faðmi elskhugans. Mundu — gjöf úr kasmírhári er tákn þess að þú viljir taka manninn að þér. Og rétt er að geta þess að þá færðu ein að vita hvað undir þessum mjúku ullarvoðum býr. 5.1 bláum gallabuxum Innst inni ertu uppreisnargjörn — og þú leitar hins sama hjá þessum manni sem klæddur er í gallabux- ur og er með rök augu. Hann gefur skit í hefðir og rifnar og bættar gallabuxurnar sýna að hann hirðir ekki hót um stöðu- tákn samfélagsins. En hann er mjög aðlaðandi likamlega og þú leggur mikið upp úr þvi lika — vilt helst einhverja spennu. 6. Samviskulaus og duttlungafullur Þetta er sá upprunalegi, Karlmað- ur með stórum staf. Leður, stál, órakaður, brennandi augnaráð og vottar fyrir ofbeldiskennd. Þú litur svo á að karlmaður eigi að vera karlmaður ef þú fellur fyrir þessum — þeir verði að eiga frumkvæðið og þú fellur gersam- lega fyrir dýrslegu aðdráttarafl- inu. En þú verður samt að vera sterkur persónuleiki ef þú átt að geta haft roð við þessum. Hver litur við kvendi sem hefur ekki bein i nefinu? Þú verður að vera nógu töff til að geta tekið upp töffarahætti hans, annars verður lif þitt með honum dans á rósum — og það ert þú sem dansað verður ál 18. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.