Vikan


Vikan - 02.05.1985, Page 33

Vikan - 02.05.1985, Page 33
AGGER lítið farinn að róast Mick Jagger er 41 árs, þriggja barna faðir og hefur í sjö ár verið með fyrir- sætunni Jerry Hail. Hann er langt frá því að vera sestur í helgan stein, hefur nýverið sent frá sér sólóplötu og hefur enn gaman af að láta sitthvað flakka í blaðaviðtölum. Hér á eftir fer útdráttur úr viðtali sem Jagger átti við bandarískan blaðamann í vetur því jafnvel frægustu stjörn- ur þurfa líka stundum að vekja athygli á sér. . . Mick the Mouth — Mikki kjaftur — er hann kallaður í bresku blööunum. Vissulega er hann með stóran munn, hann Mick Jagger, og sexí, segja sumir eöa sumar, en það er ekki þess vegna sem hann hefur fengið þetta viðurnefni. Hann hefur alltaf haft gaman af því að ganga fram af fólki og hneyksla með stóryrðum og yfir- lýsingum. Mick Jagger er nú 41 árs og á að baki yfir tuttugu ára litríkan feril sem söngvari Rolling Stones, ótal styttri ástarsambönd, nokkur lengri og eitt hjónaband. Hann er faðir þriggja stúlkna, þá yngstu á hann með sambýliskonu sinni, Jerry Hall. Fyrir skömmu kom út fyrsta sólóplatan hans, She’s the Boss, en þeir sem þykjast til þekkja eru sannfærðir um að þessu sé á annan veg farið því Mick hefur ævinlega ráöið því sem hann hefur viljaö og haft sitt fram. Þaö er kannski eins gott að Jerry Hall er til í að leika hlutverk hinnar auömjúku og undirgefnu konu: „Ég hef alltaf álitiö aö karlmaður- inn eigi að vera konungurinn í húsi sínu að það eigi aö gleðja hann og annast vel.” Hún segir ennfremur að Mick sé allajafna elskulegur og kurteis en þegar hann sé á hljómleikaferðum breytist hann í sjúklega eigingjarnt karlrembu- skrímsli. Hann þarf að manna sig upp í að koma fram, syngja, öskra og hoppa fyrir framan 85 þúsund áhorfendur, og þá getur Jerry ekki þolað að vera nálægt honum. Bandarískur blaðamaður átti viðtal viö Mick Jagger í vetur í til- efni af nýju plötunni en taliö barst víða og Mick var býsna opinskár um sjálfan sig og sín einkamál. . . Um sólóplötuna segir Jagger aö hún hafi lengi staðið til, aö hann hafi lengi langað til að breyta dálítið til og leika með öðrum mönnum þar sem hann sjálfur væri í forsvari, óstuddur af félög- um sínum úr hljómsveitinni. Plat- an er ekki merki um það að Mick Jagger sé á leiðinni að hætta í Rolling Stones. Hann segist inni- lega ánægður í hljómsveitinni, andinn sé góður þar og notalegt að vera einn fimmti af hópnum. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki gert sólóplötu fyrr? „Ef til vill hafði ég ekki nóg sjálfstraust eöa ef til vill var ég of latur. ’ ’ Mick Jagger og Jerry Hall hafa veriö saman í sjö ár og litla dóttir þeirra, Elizabeth Scarlett, er nú orðin ársgömul og ósköp lík pabba sínum. Jagger vill ekki giftast Jerry Hall og segist reyndar 18. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.