Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 38
Mikill ermátturvanans
Ölafía hafði verið gift einu
sinni áður. Nú, maður á svo sem
ekkert aö vera að baktala fólk
sem ekki getur varið sig og það
gat Þorvaldur reyndar ekki því
hann lá í kirkjugarðinum, tvær
álnir í mold niður, en. . . hann
hafði nú samt verið hálfgerður
slúbbert. Það hafði til dæmis
lýst sér í því að hann eyddi löng-
um stundum á veitingahúsum
þegar hann fékk útborgað. Þá
hafði Ólafía mátt sitja aftur og
aftur í hálfkaldri forstofunni, á
næfurþunnum bómullarnátt-
kjólnum með vekjaraklukkuna í
fanginu, og bíða eftir honum.
Hversu oft hafði hún ekki mátt
bíöa til tvö og bíða til þrjú um
morguninn áður en delinn lædd-
ist á sokkaleistunum inn um
dyrnar í von um að geta laumast
óséður inn í svefnherbergi til aö
sofa úr sér. Nei, hann hafði ekki
verið neitt sérstaklega góður og
elskulegur eiginmaður, hann
Þorvaldur. Hún hafði líka fengiö
að kenna á krumlunum á honum
þegar honum mislíkaði að hún
sat þarna frammi í forstofu og
beið hans í stað þess að verma
bóliö hans þegar hann kom full-
ur heim. En hann mátti eiga það
að hann hafði alltaf verið góður
viö börnin. Og skaffað vel. Og
það varö maður að virða honum
til vorkunnar. Og það er rétt að
geta þess í svona eftirmælum
eftir hann að hann hafði aldrei
ráðist á minni máttar og aldrei
látið sig vanta til vinnu. Og það
er þó alltaf allnokkuð. Og síðan
er líka mál til komið að leyfa
honum að hvíla í friði og spekt,
tvær álnir í moldu.
Nýi eiginmaöurinn hennar
Ólafíu var skömminni skárri
enda af allt öðru sauöahúsi. Það
var ekkert rand eða ráp á vín-
stúkur, aldrei neinn svolaháttur,
engin syndandi augu eða bjór-
þrútnar kinnar, aldrei klipið í
kinn eða eyra og aldrei leit hann
á aðrar konur. Nei, hann Friðrik
gætti vel sinnar vinnu, hann var
eftirlitsmaður hjá stóru skipafé-
lagi, mjög samviskusamur
starfsmaður. Hann fór alltaf á
mínútunni að heiman og var
alltaf kominn heim á mínútunni
líka. I launaumslaginu var líka
alltaf hver eyrir sem hann fékk í
kaup. Hann var alltaf glaður og
ánægður með tilveruna. I stuttu
máli sagt, Friðrik prýddi allt
sem einn eiginmann mátti
prýða.
38 Víkan 18. tbl.