Vikan


Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 26

Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 26
Verður að heiman Þórarinn Eldjárn, rit- höfundur og forstjóri bókaút- gáfunnar Gullbringu, er MAÐUR VIKUNNAR. Hann fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1949. Þórarinn lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík áriö 1969 og fil. kand. prófi í Svíþjóð árið 1975. Ritvélarborðinn hefur runnið glatt hjá Þórarni en nú er hann byrjaður að yrkja upp á tölvu. Hann hefur sent frá sér fjórar kvæðabækur, eitt smásagna- safn og eina skáldsögu (Kyrr kjör). Viö erum með Þórarin á línunni: — Hvað ertu að makka núna, Þórarinn? — Ég er að vinna að smá- sagnasafni sem bókaútgáfan Gullbringa gefur út. — Ha, Gullbringa? — Já, það er mitt eigið út- gáfufyrirtæki en nafnið er úr Svarfaðardal. „Gullbringa heitir eyðibýli uppi undir fjallsrótum fyrir ofan Tjörn.” Foreldrar mínir áttu sumarbústað þarna. — Hvað ætlar þú að gera á afmælisdaginn? — Ætli ég verði ekki að heiman eins og sagt er. Ég þakka þér fyrir spjallið. Og það eru fleiri sem eiga afmæli í þessari viku: Dagný Helgadóttir arkitekt er jafn- gömul Þórarni upp á dagl Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, verður fimmtugur þann 22. ágúst. Dr. Selma Jónsdóttir er fædd 22. ágúst 1917. Agla Björk Einarsdóttir er fædd 23. ágúst 1964. Sean Connery (James Bond) er fæddur 25. ágúst 1930. Eyjólfur Guðmundsson læknir, Geitlandi 2, Reykjavík, er fæddur 27. ágúst 1958. 22. ______ÁGÚST_______ Skapferlið Afmælisbarni dagsins er fariö eins og svo mörgum ljónum: það er mjög skapríkt og gefiö fyrir að fara sínu fram. Þaö sættir sig sjaldan við annað sætið í tilver- unni, er mjög kappsfullt og drífandi, afskaplega öruggt með sig og kröfuhart, bæði við sjálft sig og aöra. Það hefur bæði lag á að fella aðra undir sinn vilja og hörku til að fá þá til að lúta honum ef það tekst ekki með lagni. Það er nokkuð sérsinna í vissum efnum og temur sér kæki. Það þarf að gæta þess að þessi skapgerð leiði það aldrei í ógöngur. Lífsstarfið Afmælisbarninu lætur vel að eiga við störf sem reyna á mátt þess og megin og viðskipti eða tækni henta því einkar vel. Það getur líka unað sér vel í valdaað- stöðu þó hún sé ekki vel launuð, jafnvel hjá ríkinu, því það metur aðstöðu og völd meira en auð. Ástalífið Sviptingar geta oröið í ástalífi afmælisbarns dagsins. Það gerir miklar kröfur og gefur mikið á móti, það hefur mikiö líkamlegt aðdráttarafl og nýtur þess og notar. En í eðli sínu er það trygg- lynt og lætur sér nægja aödáun annarra, jafnt karla og kvenna, en er ekki líklegt til aö standa í neinni ótryggð. Því er það að ef maki þess uppfyllir ákveðnar kröfur, og það er hann vís aö gera því að ljón fer ekki í hjónaband nema svo sé, þá getur hjónabandið orðið traust og gott og afskaplega ástríkt. Heilsufarið Þrátt fyrir mjög góöar líkur á góðri heilsu um ævina er afmælis- barn þessa dags gjarnt á að hafa áhyggjur af henni. Þaö er ástæðu- laust. Fólk, fætt þennan dag, hefur mjög sterkan líkama og þrátt fyrir aö það geri sér oft rellu út af litlu er andlegri heilsu þess sjaldan hætta búin. 23. ÁGÚST Skapferlið Góð greind, skjót hugsun og miklar tilfinningasveiflur ein- kenna afmælisbörn þessa dags. Það er ávallt fljótt til svars, stundum meinlegt í orðum og dyntótt en réttlætiskennd og til- finninganæmi kemur í veg fyrir að það gangi of langt í að særa aðra. Það er listelskt og gefiö fyrir fallega hluti. Lífsstarfið I starfi kemur margt til greina. Oft lætur afmælisbarni dagsins vel aö skipuleggja verk og ganga í störf sem eru í föstum skorðum. Það er ekkert sérstaklega gefið fyrir störf sem bjóða upp á óreglu- legan vinnutíma og mikiö frum- kvæði heldur viU þaö frekar ganga inn í skýrt afmarkað verkefni þar sem allt er á hreinu, hvort sem er í viðskiptum, tækni eða öðrum greinum. Peningar skipa nokkuð háan sess í starfsvali þess en samt sem áður tolla þeir illa hjá því. Ástalífið Líkur eru á að afmælisbörn þessa dags séu sein til ásta. Þau afla sér vina og aðdáenda en velja sér maka af kostgæfni og nokkurri eigingirni. Það fer ekki á milli mála að þau hugsa sér að leika prímadonnuhlutverkið í hjóna- bandinu og sætta sig ekki við 26 Víkan 34- tbl. ■ , í .... -'i', 1 , ... .. ,.,i. ......i. *. L. - ......x’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.