Vikan


Vikan - 22.08.1985, Side 28

Vikan - 22.08.1985, Side 28
bl\ Barna-Vikan DAGBOK (ir Hvaö er skemmtilegra en að vera laus viö pabba og mömmu í nokkra daga og fá aö fara á íþróttamót og borða mat meö frönskum kartöflum á hverjum degi? Dagana 19. til 24. júní var hið árlega Tomma- hamborgaramót fyrir þá yngs.tu í 6. flokki haldiö í Vest- EYJUM mannaeyjum — knattspyrnu- amalegt það. Þar komu saman mót í heimabæ kappans Ás- 20 lið af öllu landinu og var geirs Sigurvinssonar — ekki keppt og trallað af kappi. Umsjón: Guðrún Tveir Valsarar, Thor Thors og Birgir Andri Briem, héldu dagbók fyrir Vikuna — gjörið svo vel. Athugið að Raggi Ijósmyndari tók ekki myndirnar heldur Gulli fararstjóri hjá Val — vonandi er Raggi ánægður með þær. Takk. 1.PAGUR Viö lögöum af staö frá Vals- heimilinu klukkan ellefu um morguninn. Á leiöinni var rigning. Viö vorum um þaö bil 45 mínútur á leiöinni til Þorlákshafnar. Þaöan fórum viö með skipinu Herjólfi til Vestmannaeyja. Viö vorum 3 klukkutíma á leiðinni þangaö. Það var ekkert sérstakt veður á leiðinni. Nokkrir urðu sjóveikir og fjórir eða fimm þurftu aö kasta upp. Það sofnuðu líka nokkrir sem voru orðnir þreyttir og svangir. Annars gekk feröin svona sæmilega. Þegar viö komum til Vest- mannaeyja keyröi rúta okkur í skólann (barnaskólann) þar sem við áttum aö búa. Viö vorum í góöri kennslustofu. Þegar við komum var klukkan hálffimm og við fengum matinn klukkan sex. Fyrir matinn fengum við drykk Við fórum i skrúðgöngu á setning- arathöfnina. Hérerum við komnir. sem heitir Hi-Ci, viö höföum aldrei smakkaö svona drykk áöur en nú þekkja allir þennan drykk. I matinn var Tommaborgari. Viö fórum í fótbolta eftir matinn en síðan fórum við aö spila. Við fengum líka leikjaskrá þennan dag. Við fórum í skrúögöngu á setningarathöfnina um kvöldið. Þar spiluöu liöin Hildibrandar og Rásirnar. í liðinu Rásimar var fólk úr sjónvarpinu og útvarpinu, eins og til dæmis Bjössi bolla, en Omar Ragnarsson, sem átti aö keppa líka, var meiddur í bakinu og gat þaö ekki. Hildibrandarnir felldu alla meö bandi í leiknum og dómaramir dæmdu allt vitlaust. Okkur í Valsliöinu var mjög kalt og fórum heim aö sofa svona um klukkan kortér yfir tíu. Þá fórum viö aö sofa í svefn- pokunum okkar í kennslustofunni. 2. DAGUR Viö vöknuöum um morguninn klukkan svona hálfátta. Morgun- 28 VíKan 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.