Vikan


Vikan - 22.08.1985, Side 32

Vikan - 22.08.1985, Side 32
nL m j v , 1 /1 j 1 / wm . - V rv -- V*' , # ' J5 * rm r» ^ jfMm Hljómsveitagœjar voru alltaf í fremstu röð hvað snerti tísku og töffara skap. Af gömlum myndum af þeim félögum má sjá að þeir voru með mikið á hreinu á þessum tíma. Last Call for/ Bjöggi og Gunni leita fyrir okkur að liðinni tíð Texti: Bryndís Kristjánsdóttir Myndir: RagnarTh. Allir þeir sem eru á „besta" aldri þekkja nöfnin: Hljómar, Dátar, Bendix, Ævintýri, Pops, Stofnþel, Gaddavír, Eilífð, Flowers, Náttúra, Trúbrot, Júdas, Svanfriður, Pelican og Paradis. Þetta eru nöfn á mörgum þeim hljómsveitum sem störfuðu á uppgangstíma islenskra ,,popp"hljómsveita. Þá voru hljómsveitaböll hverja helgi á stöðum eins og Las Vegas, Glaum- bœ (Glymbi), Tjarnarbúð, Stapa, Ungó og fleiri góðum stöðum. Hljóm- sveitagæjarnir voru dýrkaðir og dáðir. Myndir af þeim og viðtöl prýddu síður blaðanna í hverri viku. islensku hljómsveitirnar stældu aðallega vin- sælar, erlendar hljómsveitir, allavega i upphafi, bæði hvað varðaði tónlist og framkomu; sitt hár og áberandi klæðnaður tilheyrði og hljómsveitagæj- arnir voru síðan fyrirmynd æskunnar i landinu. Þeir sem tilheyrðu æskunni þá eru varla gjaldgengir meðlimir núna á ári æskunnar og þó. . . þeir eru nú ekkert ellilegir tveir popparanna sem spil- uðu með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þeir Björgvin Gislason og Gunnar Hermannsson. Og svo vilja sumir kalla þessa stráka „skalla- poppara"! Björgvin starfar reyndar enn sem hljóðfæraleikari en Gunnar hefur, að minnsta kosti að mestu, lagt bassann á hilluna. Gunnar á mikið og gott úrklippusafn frá spilamennskuárum sínum og ætla þeir Björgvin að rifja upp gamlar minningar um leið og þeir fletta í gegnum safnið. Þeir vildu reyndar báðir hafa Pótur Kristjánsson með, þar sem hann væri sór- fræðingurinn, en Pátur var i sumarfrii þannig að ekki náðist til hans. Brutu hljóðfærin Engin skólaböll voru almenni- leg nema hljómsveit væri fengin til aö spila og Hljómar voru Uk- lega fyrsta íslenska popphljóm- sveitin sem náði reglulegum vin- sældum. Hljómsveitarmeölimirn- ir sviptu sig klæöum og þeyttu út í sal og iðulega voru einhver hljóöfæri brotin. Að lokum fór það svo að skólastjórar leyfðu ekki aö haldin væru böll þar sem hljóm- sveitir spiluðu (reyndar mátti ekki vanga heldur) þar sem þeir töldu að það væri hljómsveitunum að kenna að skrílslæti voru á böll- 32 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.