Vikan


Vikan - 22.08.1985, Page 40

Vikan - 22.08.1985, Page 40
Popp Umsjón: Halldór R. Lárusson HLJÓMLEIKAR ALDARINNAR Þetta byrjaði allt með því að sýnd var þriggja mínútna löng mynd frá hungursvæðunum í Eþiópíu í breska sjón- varpinu. Einn hinna mörgu milljóna manna, sem sat heima hjá sér að loknum vænum málsverði og fylltist máttvana reiði, var söngvari írsku popphljómsveitarinnar Boomtown Rats, Bob Geldof. Á þeirri stundu ákvað hann að gera eitt- hvað til að hjálpa þessu dauðvona fólki. Hann safnaði saman heilum her af þekktum, breskum poppurum og saman flutti hópurinn lagið Do they know its Christmas. Lagið var tekið upp á plötu sem varð sú lang- söluhæsta sem gefin hefur verið út í Bretlandi og víðar. Þessi smáskífa hefur gefið af sér um átta milljónir punda. Á eftir fylgdu Bandaríkjamenn meö hiö ágæta lag We are the world, Frakkar komu með sitt, Kanadamenn sömuleiöis og Norð- menn og fleiri og fleiri og munu ís- lenskir tónlistarmenn nú vera aö gera slíkt hið sama. Fljótlega upp úr nýja árinu fóru þær sögur á kreik að halda ætti hljómleika á Wembley til styrktar Eþíópíu en hljótt var um alla framkvæmd. Síðan fóru fréttir að berast af þessu svakabákni sem þessir stórkostlegu hljómleikar svo urðu. Frá því í mars hafði Geldof unnið í átján til tuttugu tíma á dag og verið á þeytingi landa á milh til að ræða við aðstoðarmenn sína og ýmsa ráða- menn, enda var útlit mannsins orðið vægast, sagt skrautlegt svona undir lokin. Hann gerði samt hið ómögulega; honum tókst aö safna saman öllum stærstu nöfnum dægurlagatónlistarinnar og um leið að ná þeim mesta f jölda að sjónvarpinu til að horfa á einn atburö sem hingað til hafði þekkst, eða um einum og hálfum milljarði. Allir listamennirnir gáfu vinnu sína, svo og flestir aðrir sem á ein- hvern hátt voru viðriðnir þessa miklu hátíð. Þetta sýndi svo um munaði hvers popptónlistin er megnug því það er alveg öruggt að engin önnur tegund skemmtunar gæti dregið að sér annan eins mannfjölda og aðra eins um- fjöllun. í viðtali í sjónvarpinu sagðist David Bowie vilja gera þetta að árlegum viðburði og liefur hann þarna líklega mælt fyrir munn margra annarra sem glöddu heiminn þennan dag. Það verður að segjast eins og er að það yrði aldeilis frábært að eiga von á svona alheimsskemmtun á hverju ári í framtíðinni um leið og verið væri að bjarga fólki sem hefur það ekki eins gott og við og þá er vonandi að íslenska sjónvarpið verði með á nótunum. Nokkrar tölulegar upplýs- ingar: Áhorfendur á Wembley: 72.000. Áhorfenduri Fíladelfíu: 90.000. Sjónvarpsáhorfendur: 11/2 milljarður. Safnað í Bretlandi: 11 milljónir punda. Safnað i USA: 35 milljónir dala. Talið er að safnast hafi um allan heim 50 milljónir punda. Sjónvarpssendingar náðu til 170 landa og notuð voru 14 gervitungl en nú skulum við láta myndirnar tala. 40 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.