Vikan


Vikan - 22.08.1985, Side 44

Vikan - 22.08.1985, Side 44
Fimm mínútur með Willy Breinholst Æðri stærð- fræði í sveitaskólanum sem ég fékk minn barnalærdóm í var mestum tímanum jafnan varið í að skjóta pappírskúlum, skera nöfnin okkar í púltin og steikja epli á kola- ofninum. Yfirleitt komu reikningstímarnir eftir löngu frí- mínúturnar og þá átti ég venju- lega eftir að borða ostinn minn og allt þetta sæta sem ég hafði laumað mér í svo megniö af tímanum fór að jafnaði í það og ég gat ekki almennilega fylgst með. Nú svíður mér að svo fór. Það leiðinlega við það er nefnilega að barnabörnin mín, þeir Jakob og Mikki, geta ekki endalaust verið í fyrsta og öðrum bekk þar sem reikningsdæmin eru hlutfallslega létt og ég gat hjálpað þeim reglulega þegar litlu snáöarnir komu í heimsókn með reiknings- bækurnar sínar til að fá hjálp mína. Eftir því sem þeir þjóta upp eftir skólakerfinu fer að reyna alvarlega á. Tökum til dæmis þetta fáránlega reikningsdæmi sem Jakob kom með til mín í gær: „Frú Jensen kaupir 2 kíló af nautaframparti og 1,5 kíló af svínabóg fyrir samtals 48,50. Hve mikið kostar þá kílóiö af hverju fyrir sig ef kílóið af svínakjöti kostar helmingi meira en kílóið af nautakjöti?” — Þetta er hrikalegt, afi, sagði hann og fékk mér blýant. Reyndu að finna eitthvað út úr þessu. Pabbi segir alltaf að ég verði að glíma viö heimadæmin mín sjálfur. Ég leit á dæmið góða stund. — Þetta er nú skítlétt, sagði ég, þú átt bara að deila með tveim í verðiö á svínakjötinu og þá hefurðu veröið á nautakjötinu. — Og hvert er verðið á nauta- kjötinu? — Helmingurinn af verðinu á svínakjötinu. — Og hvert er þá veröið á svínakjötinu? — Það er það sem þú átt að finna út. — Og það get ég ekki. Þú neyðist til að reikna þetta fyrir mig. Ég hamaöist í dæminu án þess að finna fullnægjandi útkomu. Því meira sem ég svitnaði yfir því þeim mun argari varð Jakob. — Ertu alveg búinn að gleyma reikningi, afi? leyfði hann sér að segja. — Auövitað ekki, drengur minn. Slakaðu á, ég finn út úr þessu. En ég fann ekki út úr þessu. Af hendingu varð mér litið út í garð. Úti stóð nágranni minn á grasflöt- inni sinni og var að slá meö sláttu- vélinni sinni. Ég fór til hans og skilaði honum klippum sem hann hafði lánað mér. Kannski myndi hann geta ráðið fram úr dæminu fyrir mig. — Sjáðu til, sagði ég, þú ert svo klár. Ef frú Jensen kaupir tvö kíló af nautakjöti og eitt og hálft kíló af svínakjöti fyrir allt í allt fjörutíu og átta krónur og fimmtíu aura, hvaö kostar þá...? — Fjörutíu og átta krónur? greip Larsen fram í. Þaö er svei mér billegt. Hvar getur hún fengiö kjöt á þessu veröi? Ég held mig langi nú bara í nautakjöt með salati. — Þetta er dæmi. Heyrðu mig nú. Ef frú Jensen kaupir tvö kíló af nautakjötiog.... — Hvaöa frú Jensen? Ef þaö er hún á númer tólf þá skaltu ekki ómaka þig við að reikna verðið því maðurinn hennar er dýralæknir útiíKjötbæog.. . — Þetta er engin sérstök frú Jensen, bara einhver bara — hús- móðir sem kaupir tvö kíló af nautakjöti og eitt og hálft kíló af svínakjöti. Hvað kostar eitt kíló af hvoru ef...? Larsen veifaði konunni sinni aö koma til okkar. Hún var aö skera rósarunna. — Imba mín, sagði hann, hvað borgaðir þú fyrir svínakjötið sem við vorum með á laugardaginn? — Tvö hundruð og áttatíu, það er að segja kílóið. — Það getur ekki verið, sagði ég. Tvö kíló af nautakjöti og hálft annað kíló af svínakjöti kosta til samans eftir reikningsbók alþýöu- skólans fjörutíu og átta krónur. — 0, já, svo Sörri hefur svikið mig. En það er eins og ég segi enn og aftur, slátrararnir eru dýrir. Það er nú ekki svo mikið óþægi- legra að gera öll sín innkaup í stór- versluninni þó maöur eigi svo sem að styðja við bakið á kaupmann- inum á horninu, en. . . — Slakaðu á, Imba mín, þetta er bara eitthvað sem rithöfundur- inn er að reikna út fyrir frú Jen- sen. — Hvaða frú Jensen? — Hann vill nú ekkert segja um það. En hún hefur sem sagt keypt hálft annaö kíló af svínakjöti og tvö kíló af nautakjöti fyrir fjörutíu og átta krónur og fimmtíu aura og... 44 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.