Vikan


Vikan - 22.08.1985, Page 50

Vikan - 22.08.1985, Page 50
eða’ætti ég að spyrja lögfræðinginn í St Austellj?” „Góða, gerðu það, en ég get sagt þér það sjálf. Sem fjárhaldsmaður þinn tók ég Trelawney á leigu til fimmtíu ára gegn viðgerðum og upp hæð sem jafngildir afborgun og vöxtum af lánunum sem hvíla á leigninni. Ég er nú þegar búin ' að útskýra þetta fyrir lögmönn- um eiginmanns þíns. Þeir voru hreinasta plága á meðan þið voruðgift.” ,,Ha? Viltu gjöra svo vel að segja þetta aftur . . ” Móðir hennar gerði það. „Þýðir þetta að þegar ég verð orðin sextíu og átta ára verði ég enn með skuldir afa á bakinu þó að þú hafir mokað inn gróðanum I hálfa öld? Hvað gerist ef þú deyrð á morgun?” Æ óðir hennar horfði í eldinn. ,,Við Selma erum bún- ar að gera sams konar erfðaskrá. Við eigum báðar helmingshlut í hælinu og ef annar hluthafínn deyr þá getur hinn keypt hlut hans á nafnvirði. Ég taldi enga ástæðu til að segja lögmönn- um Roberts það — þeir voru hræðilega ágengir — en ætli það sé ekki rétt að þú vitir það núna.” , ,Þú átt við að ef þú deyrð þá fær Selma leigusamninginn á Trelawney?” „Elskan, mér var heldur ekki kennt að vinna fyrir mér. Þegar afí dó varð ég að fallast á tilboð sem Selma gerði mér. Auðvitað gæti ég rekið staðinn ein núna eftir að hafa fengið fimm ára reynslu, en manstu ekki í hvernig ástandi eignin var á þeim tíma? Og við eigum að sjá um allt viðhald. Þú færð staðinn aftur í fullkomnu ásig- komulagi sem eykur verðmæt- ið.” , ,Það hefur ekki verið sérlega mikið. Afí hélt eigninni alltaf eins vel við og hægt var. ,,Ég vildi óska að þú þyrftir ekki að tala svona hátt, sjúkl- ingarnir gætu heyrt til okkar. í sannleika sagt hafa ég og hinir stjórnendurnir þegar rætt möguleika á því að greiða þér dálítinn framfærslueyri.’’ „Hverjir eru hinir stjórn- endurnir?” ,,Selma og endurskoðandinn hennar. Endurskoðandinn okk- ar.” ,, Og hvað sögðu þeir?” „Hillshaw hélt að við gætum séð af þremur pundum á viku.” „Fjórum, að viðbættum rekstrarkostnaði og viðhaldi á litla húsinu.” ,,Svo sannarlega ekki rekstrarkostnaði. ” ,,Þá fer ég til St Austell á morgun.” lágu þröng stræti að litlu torgunum fyrir miðjunni. Alla vikuna hafði legið einhvers konar fyrirboði I loftinu á torgunum. Övenjuhljótt var á markaðnum og andlit manna voru þungbúin og áhyggjufull og skyndilega heyrðust reiði- legar raddir. Friðarspillar voru aftur komnir á kreik með öll sín venjulegu slagorð. Abdúllah hugsaði með sér að það væri sennilega tvíeggjað að senda ungt fólk til náms I öðrum löndum. Það kom aftur með óviðeigandi, róttækar hugsjón- ir sem voru yfirborðslega út- skýrðar sem „framfarastefna” ,Jæja, þá. En enga síma- reikninga.” ,, Enginn sími, elskan. í svitabaði í þyrlunni. Abdúll- ah lyfti þyrlunni hærra upp. Hann var alltaf sæll og óheftur þegar hann var á flugi, laus við óttann sem hann gat aldrei losnað við niðri á jörðinni. Bæði hann og Súliman höfðu lært að fljúga I Sandhurst og Abdúllah hafði síðar tekið þyrluflugmannspróf. Þeir flugu suður frá höfuð- borginni Semira. Gamla borg- in stóð á nyrðri bakka fljótsins og á næstu hæðinni gnæfði konungshöllin yfír kös af glæsi- legum, strýtumynduðum, hvít- um húsþökum og frá þeim og talaði um að koma á laggirnar svokölluðu alþýðu- lýðveldi þar sem enginn þyrfti nokkru sinni að óttast neitt eða vera án lifibrauðs. Kvöldið áður hafði konung- urinn átt áríðandi fund með sendiherra Bandaríkjanna. Sendiherrann hafði varað konunginn vi$.að hann gæti átt von á að honum yrði affur sýnt banatilræði innan tveggja daga og tilræðið hefði þegar verið skipulagt á æðri stöðum. Hvorugur þeirra var undrandi. Síðastliðin ár hafði þjóðhöfð- inginn ungi í Sydon gert lýðum ljóst að hann hygðist gera margar breytingar. Hann ætl- aði að uppræta spillinguna og sinnuleysið sem ríkti í stjórn- kerfi landsins. Því miður vildu eldri stjórnmálamenn ekki láta hrófla við gömlu stjórnar- háttunum og ungu mennta- mennirnir, sem numið höfðu á Vesturlöndum, vildu róttækar breytingar og þar með steypa konunginum af stóli. Það var því ekki að búast við öðru en vandræðum. & kki voru tíu mín- útur liðnar er þeir komu auga á lágt, svart geitarskinns- tjald og hóp af tjóðruðum úlf- öldum. Þyrlan lenti um hundr- að metra frá skepnunum til þess að styggja þær eins lítið og mögulegt var. Ungur herfor- ingi og tveir liðsmenn fyrstu herdeildar hlupu að þyrlunni. Eftir að hafa heilsað að forn- um sið fór konungurinn inn I tjaldið, flýtti sér að setjast með krosslagða fætur og bauð hin- um að gera það sama. „Yðar hátign, það er sagt að líf yðar sé í hættu. Við vitum þetta vegna þess að einn yfír- foringi í hernum kom til annars okkar og bauð honum stöðu- hækkun ef hann vildi hlýða fyr- irmælum orðalaust næstu daga.” Hann þagnaði og leit eins og til stuðnings á félaga sína. „Við vitum líka að hernum hafa verið boðnar stórupphæðir í mútur.” Hinir foringjarnir kinkuðu kolli. „Yðar hátign, við óttumst að okkur verði fyrirskipað að umkringja höfuðborgina og hindra allar útgönguleiðir. Ef slíkt og þvílíkt fær að eiga sér stað þá gæti annaðhvort brotist út borgarastyrjöld í öngþveit- inu eða erlent ríki, eins og til dæmis Saudis-hundarnir, gæti náð yfírráðum í Semira, þar með útvarpinu og síðan öllu landinu.” Hann dró djúpt andann. „Okkur grunar að það séu svik- arar út um allt í hernum. Við drögum meira að segja tryggð yfirmanna okkar í efa og við viljum fá fyrirmæli beint frá yðarhátign.” að varð algjör þögn í tjaldinu, það eina sem heyrðist var gnauðið í eyðimerkurvind- ínum. Framhald í næsta blaöi. 13 50 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.