Vikan


Vikan - 21.11.1985, Síða 8

Vikan - 21.11.1985, Síða 8
Sanderson gólfteppi Afar vönduð ullargólfteppi frá hinu fræga SANDERSON fyrirtæki í Englandi. FYRIR HEIMILI, HÓTEL, VEITINGAHÚS OG FL. Lítiö við í sýningarsal okkar eða hringið eftir sýnishornum sem við sendum hvert á land sem er. Ármúli 17, simi 685290, pósthólf 8894,128 Reykjavík Eldhús Vikunnar Ofnbökuð svínakæfa með möndlum 500 g hakkað, magurt svínakjöt 250 g hakkað flesk salt, 1 tsk. steytt merian, grófmalaður pipar 2—3 perlulaukar (saxaðir) 3/4 dl af góðu púrtvíni, ekki of sætu 300 g ferskir sveppir (skornir í skífur) 1 msk. kjötkraftur 3 blöð af matarlími 200 g saxaðar möndlur 200 g beikon í þunnum sneiðum Sveppirnir eru þvegnir, kjötinu blandað saman við kjötkraftinn og matarlímið. Leggið beikonið innan í aflangt form sem tekur um það bil 1 lítra, setjið deigið í og berjið svo forminu nokkrum sinnum í borðið til að þjappa í öll loftgöt. Síðan er álpappír breiddur yfir og maturinn bakaður í vatnsbaði við 175°C í um það bil einn og hálfan klukkutíma. Hafið smáfarg á þegar maturinn er kældur. Þetta þolir mjög vel frystingu. Kjötbollur meðhnetum 1 kg hakkað kálfa- eða svínakjöt 150 g brauðmylsna (rasp) u.þ.b. 6 dl mjólk 2 egg merian, salt, pipar, rifinn sítrónubörkur 200 g hakkaðar heslihnetur 250 g sveppir Sveppirnir eru grófhakkaðir og þurrsteiktir á pönnu áður en þeim er blandað saman við deigið sem hefur verið búið til úr öllu hinu. 8 Vikan 47. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.