Vikan - 21.11.1985, Síða 15
— Jú, ef nógu margar þora það. Ég
segi hverjum sem heyra vill hvar ég er.
— Sambýlismaður minn veit vel hvar
ég er, en ef það er hringt og spurt um
mig segir hann að ég hljóti að hafa
skroppið frá eða sé í þvottahúsinu.
— Það eru margar konur sem halda
að þetta sé einhver stofnun. Þetta er
heimili og þarna er engin forstöðukona.
Ég hefði ekki trúað því hvað það er tek-
ið vel á móti manni og hvað þetta er
mikið heimili.
— Konurnar, sem þarna dvelja, setja
sínar eigin húsreglur að vissu marki og
vinna heimilisstörfin i sameiningu eins
og á venjulegum heimilum. Einu sinni i
viku er haldinn húsfundur þar sem rað-
að er niður verkum og andrúmsloftið
hreinsað ef með þarf.
— Mestur stuðningurinn er þó að
geta talað við konur sem eins er ástatt
fyrir og manni sjálfum.
Hvernig er með sálfrœðiaðstoð,
er einhverja slíka að hafa?
— Ekki innan veggja kvennaathvarfs-
ins. Þetta er heimili og þar starfa engir
sérfræðingar. Hins vegar bendum við
konum, sem þurfa, á hvar hægt er að
leita aðstoðar, hvort sem er sálfræðings
eða geðlæknis. Þær verða sjálfar að
ákveða hvort þær leita hennar.
Hvað með praktíska aðstoð?
— Lögreglan er hjálpleg þegar konur
þurfa að fara heim að sækja eitthvað af
persónulegum munum, ekur þeim og
hjálpar eftir þvi sem þarf. i peninga- og
húsnæðismálum grípur Félagsmála-
stofnun stundum inn i. En kerfið er oft
seinvirkt.
— Lögreglan var líka mjög skilnings-
rik þegar upp kom umsátursástand við
. það má líka auglýsa
að börn eigi líka í einhvern
stað að venda. Þeim
finnst þau oft vera ofurseld
foreldrum sínum."
húsið. Það var samþykkt að þeir yrðu i
húsinu á meðan hættuástand varði. En
þessi undantekning var auðvitað bara
gerð vegna þess að ástandið var alvar-
legt og dvalarkonurnar fóru fram á
þetta sjálfar.
— Siðan var þetta kært og ef þetta
verður itrekað er hægt að setja mann-
inn inn.
— Konurnar eru venjulega hræddar
við að kæra.
— Minn spurði hvort ég hefði kært
hann seinast og ég sagði honum að
skýrslurnar væru til niðri á slysavarð-
stofu og ég myndi ekki hika við að kæra
ef á þyrfti að halda.
— Biðstaðan, sem getur komið upp
hjá konum, fer oft mjög illa með þær.
Kvennaathvarfið er griðland á meðan
þær eru að hugsa ráð sitt. Sumar
ákveða að skilja, aðrar fara heim aftur.
Stundum koma þær aftur og aftur. Það
er fullkomlega eðlilegt að þær reyni til
þrautar að halda áfram í vonina. Stund-
um fer makinn i meöferð og þá er von
að þær athugi hvernig hún reynist.
„Þær eru dauðhræddar við
kallinn, við að vera lamdar
ef þærkjafta frá."
— Við höfum orðið varar við að sum-
ar konurnar eru hræddar við að koma
aftur. Þeim finnst skömm að þvi eftir að
hafa farið heim og jafnvel að þær séu
að valda okkur vonbrigðum. Það er
fjarri lagi, en ég hef grun um að úti í bæ
séu konur sem fá sig ekki til að koma í
annað sinn af þvi þær halda að þær
séu búnar að fyrirgera rétti sínum til
þess. Það er mjög sorglegt til að hugsa.
Það er ekkert sjálfsagðara en að þær
komi aftur.
— Vissan um að ég gæti komið aftur
i kvennaathvarfið, ef ástandið yrði
óbærilegt, gerði mér kleift að snúa aftur
heim á meðan ég var að hugsa mitt ráð.
Ég leitaði mikið að húsnæði en það er
hægara sagt en gert að fá ibúð, sér-
staklega fyrir einstæða móður. Nema á
26.000 krónur, og það borgar einstæð
móðir ekki i leigu. Það endaði með því
að ég hafði safnað mér fyrir útborgun
og gat keypt mér litla íbúð. Það hefði
ég aldrei haft kjark til að gera ef ég
hefði ekki vitað að ég gat alltaf komist
að í kvennaathvarfinu ef á þyrfti að
halda og ástandið heima yrði óbærilegt.
— Við vísum konum aldrei frá. Það
hefur orðið ansi þröngt stundum, en
allir skilja það og laga sig að þvi.
Hvernig er fyrir börn að koma í
kvennaathvarfið, skipta þau um
skóla og raskast hagir þeirra mikið?
— Meirihluti þeirra kvenna, sem hafa
komiö i athvarfið, er með börn. Þar
hafa verið 6—11 börn að meðaltali sið-
asta árið. Mér finnst einkenna þessi
börn hvað þau eru öryggislaus. Sum
vakna upp á nóttunni með martraðir,
mæðurnar eru oft i slæmu ástandi
„Tilfellin sem ekki verða
rakin til drykkju eru vanda-
sömust allra."
þegar þær koma og hafa nóg með sig.
Það er mjög mikilvægt að börnin hafi
einhvern sem sinnir þeim eingöngu, að
þau geti átt góða tíma fyrir sig einhvern
hluta dagsins. Oft er það mikil hvild fyr-
ir alla ef hægt er að koma því við að fara
út frá heimilinu með eldri börnin.
— Við tölum um það við konurnar að
láta þau ekki hlusta á lýsingar á ofbeldi
þegar þær eru að ræða málin sin á milli.
— Þau sem koma utan af landi þurfa
auðvitað að skipta um skóla og það er
yfirleitt mjög erfitt fyrir þau að koma i
nýtt umhverfi og þurfa að aðlaga sig
öllu, en það er reynt aö sinna þeim sér-
staklega.
— Þetta er eina kvennaathvarfið á
landinu, Akureyri reyndist of litill bær til
að athvarfið þar gengi, en þær eru með
neyðarsima og visa konum til okkar.
— Yfirleitt er reynt að raska lífi barna,
sem búa á höfuðborgarsvæðinu, sem
minnst, þau halda áfram að sækja sina
skóla og umgangast sina vini eftir þvi
sem hægt er.
— Mér finnst yngri börnin oft verða
ansi spennt en þau eldri fara meira inn i
sig. Mörg eiga mjög erfitt þó það sé
viss léttir fyrir þau að komast úr krisu
heima fyrir. En þarna mætast mismun
andi uppeldisaðferðir og þetta er nátt-
úrlega talsverð breyting fyrir þau.
— Það er eins og drengir, sem eru
komnir yfir 10 ára aldur, líti á sjálfa sig í
einhverri ábyrgðarstöðu gagnvart yngri
systkinum og móður. Þeir eiga oft tals-
vert erfitt.
— Sonur minn sagði við mig um dag-
inn að hann ætlaði sér ekki að ná sér i
konu fyrr en hann vissi hvernig hann
væri með vini. Hann vildi vita hvort
hann yrði eins og pabbi hans sem fór
alltaf að lemja mig þegar hann fékk sér i
glas.
,,Þegar börnin vakna upp
með martraðir. . ."
Hvað er jákvæðast og/eða nei-
kvæðast við kvennaathvarfið?
Það jákvæðasta er að þetta er
heimili, ekki stofnun.
— Svo er það stuðningurinn sem
maður fær frá hinum konunum og þær
geta veitt hver annarri.
— Fyrirbyggjandi í einhverjum tilfell-
um þvi ef maður hefur stað til að fara i
þá þora þeir ekki eins að sleppa sér.
— Ég get nefnt eitt neikvætt. Það
vantar eldhúsrúllur!
— Það er verið að spara.
Eru konurnar, sem eru að flýja of-
beldi á eigin heimili, i meirihluta hjá
ykkur?
- Já.
Hvað með hinar, sem verða fyrir
líkamsárásum og nauðgunum,
koma þær?
— Já, þær koma líka. Lögreglan vís-
ar þeim stundum á okkur. Og það hefur
líka verið hringt annars staðar frá. I
samtökunum er starfandi hópur sem er
tilbúinn að aðstoða þegar nauðgunar-
mál koma upp, fara með konunum í
gegnum allt það tilstand sem er í kring-
um að kæra, skýrslur og þess háttar.
Þær mega koma með en auövitað ekki
blanda sér neitt i málin.
Hefur reynt á þennan hóp?
— Já, já, þær hafa veriö stuðningur
fyrir þær sem hafa þurft á að halda. Ég
held að það sé mjög mikilvægt fyrir
konur að geta rætt málin við einhvern.
— Símanúmer kvennaathvarfsins
þyrfti eiginlega að vera fremst i sima-
skránni, með öðrum neyðarsímum.
Þetta er neyðarþjónusta!
— Svo höfum við getað visað kon-
um, bæði þessum sem verða fyrir árás
og ekki síöur hinum, á kvennaráðgjöf-
ina á Hótel Vik. . . sem sumir halda að
sé kvennaathvarfið!
,,Sonur minn sagði við mig
að hann ætlaði sér ekki að
ná í konu fyrr en hann vissi
hvernig hann væri með
. . n
vini.
Já, hvernig gengur að halda
heimilisfanginu leyndu?
— Stundum vel, það eru margir sem
halda að þetta séu allt önnur hús. En
svo getur komið upp ástand eins og
þegar umsátrið varð.
Að lokum, ganga fjármálin upp?
— Nei, (löng þögn) það gera þau
ekki. Þau eru erfið. En þetta rúllar samt
áfram.
47. tbl. Vikan 15