Vikan


Vikan - 21.11.1985, Qupperneq 27

Vikan - 21.11.1985, Qupperneq 27
óstöövandi ferðaþrá og þau leggja kapp á að koma sér þannig fyrir að þau geti átt náðuga daga þegar þeim hentar. Þau setja sér oft langtíma markmið og sýna bæði hugkvæmni og kænsku við að ná settumarki. Lífsstarf Þetta fólk hefur alla möguleika til aö komast vel áfram í lífinu og því vegnar yfirleitt vel í starfi. Það er vandvirkt og útsjónarsamt hvað vinnubrögð snertir, þarf á fjölbreyttum verkefnum að halda og eins og gefur að skilja spillir ekki að starfinu fylgi ferðalög. Viðskipti af einhverju tagi eru lík- legasti starfsvettvangur barna dagsins. Ástalíf Fólk dagsins tekur mikinn þátt í félagsstörfum, er félagslynt og kynnist þar af leiðandi fjölda fólks. Ekki er það þó stórtækt á sviöi ástamálanna og heldur seinheppið í þeim sökum. Því er ýmislegt betur lagið en að um- gangast hitt kynið með glæsibrag, þó kemur trúlega að því að það festi ráð sitt og sé það heppiö í makavali er ánægjulegt fjöl- skyldulíf fram undan. Heilsufar Helstu brotalamir á heilsunni tengjast hálsinum, hann er líkleg- ur til að verða til meiri eða minni vandræða. Líkamsþjálfun er heppileg fyrir fólk dagsins. 23. NÓVEMBER Skapgerð Þeir sem fæddir eru þennan dag eru glaðlegir og þægilegir í um- gengni, viömótsþýðir og bjartsýn- ir. Undir niðri leynist þó viðkvæmt geð og auðsærð sál sem verður fyrir ýmsum áföllum vegna þess að ekki er allt sem sýnist. Þetta fólk er dálítiö fljótfært og ekki laust við ístöðuleysi. Traust vin- > áttusambönd geta orðið því sú kjölfesta sem það þarf svo mjög á að halda. Þetta er vel greint fólk, áreiðanlegt og hjartahlýtt með af- brigðum. Lífsstarf Fólk dagsins á vel heima þar sem mikið er um að vera og því er einkar lagið að greiða úr vanda annarra, svo sem við afgreiðslu eða fyrirgreiöslu af einhverju tagi. Það er líklegt til að hafna í fjölmiðlun, ferðaþjónustu eða upp- lýsingastarfsemi, kennsla kemur sömuleiöis sterklega til greina. Því er vel treystandi fyrir fjár- munum, að vísu tekur það iðulega óþarflega mikla áhættu varðandi eigin fjárhag en sú árátta er bund- in einkalífinu. Ástalíf Heldur er ólíklegt að þetta fólk sigli ævinlega sléttan sjó hvað ástamálin varöar. Þetta eru mikl- ar tilfinningaverur og sveiflurnar á því sviði skilja oft á tíðum eftir sig ör. Búast má við fleiri en einu hjónabandi en lærist fólki dagsins að ekki verður bæði sleppt og hald- ið hægist um og friðsælt heimilislíf bíður. Heilsufar Þetta er þróttmikið fólk en samt munu fáar umgangspestir fara fram hjá því. 24. NÓVEMBER Skapgerð Sérstæðar gáfur eru algengar hjá börnum þessa dags. Meðal þeirra er að finna hreina snillinga, einkum á tónlistarsviðinu en einn- ig í öðrum listgreinum. Þaö hefur líka kjark og kraft til aö láta sér verða eitthvaö úr þeim hæfileik- um sem það hefur hlotiö í vöggu- gjöf og er ófeimið við að koma sér á framfæri. Þetta er glaölynt fólk, vel látið og talsvert gefið fyrir lífs- ins lystisemdir. Lífsstarf Þetta fólk er líklegt til að hasla sér völl á áhugasviðinu og mun trúlega eiga velgengni aö fagna. Ekki er þó þar með sagt að aldrei gusti um það en meðfædd bjart- sýni og lífsgleði fleytir því yfir erfiðleikana. Peningar koma við sögu og eru börn dagsins heldur heppin i f jármálum. Ástamál Afmælisbarnið er skemmtilegur félagi, vinsælt og nýtur hylli hins kynsins. Það bindur sig trúlega snemma og þótt á ýmsu geti geng- iö verður það hamingjusamt. Þaö helst ekki við í sambúö uppfylli hún ekki kröfur þess og verði það ekki heppið í fyrstu tilraun hikar það ekki við að reyna aftur. Heilsufar Nokkur kaflaskipti verða trúlega hvað heilsuna varðar. Sum tímabil ævinnar verður hún í góðu lagi, í annan tíma herja alls kyns kvillar á afmælisbarnið. 25. NÓVEMBER Skapgerð Fólk dagsins hefur listræna hæfileika og er afar smekkvíst. Heimili þess bera þessum eigin- leikum yfirleitt órækt vitni. Þetta er alúðlegt fólk, góðviljað og þolin- mótt. Það er gefið fyrir ferðalög, kann vel aö meta hvers konar til- breytingu en er jafnframt einstak- lega þægilegt á heimili. Þetta fóik leggur sig í líma við að styrkja fjölskylduböndin og oft hafa ætt- ingjarnir mikil áhrif á lífshlaup þess. Lífsstarf Börn dagsins eru vel til þess fallin að vera sjálfs sín húsbænd- ur. Þau kunna að nota tímann og verður mikið úr verki við erfiöar aöstæður. Þau hafa ríka samúð meö þeim sem eiga bágt og hjúkr- unar- og líknarstörf farast þeim vel úr hendi. Slíkt starf í þróunar- löndunum væri kjörið verkefni. Kaupmennska eöa innkaupastjórn hentar líka mörgum sem fæddir eruþennan dag. Ástalíf Fólk af þessari gerð er ekki fast- heldiö hvaö ástamálin varðar og er líklegt til aö koma nokkuð víða við. Fleiri en eitt hjónaband er al- gengt meðal þess og það er vel fært um að reynast fleiri en einum góður maki. Það lætur sér annt um heimili sitt og fjölskyldu og börnum sínum eru afmælisbörn dagsins góðir foreldrar. Heilsufar Þetta fólk hefur heilbrigða sál í hraustum líkama og hristir af sér flesta sjúkdóma. 26. NÓVEMBER Skapgerð Fólk þessa dags er í prýðisgóöu andlegu jafnvægi og mjög áreitn- islaust í framkomu. Það gætir jafnan hófs til orðs og æöis, er góðviljað, áreiðanlegt og hlýlegt í viömóti. Þetta eru tryggir vinir vina sinna og sannkallaðar gersemar í fjölskyldu. Þetta fólk er ekkert gefið fyrir að taka þátt í æsilegum viðburðum en kann manna best að njóta hversdags- leikans og hins smáa í tilverunni. Lífsstarf Börn dagsins eru eftirsótt til vinnu og þægilegir vinnufélagar. Þeim láta vel störf við heilsu- gæslu, uppeldisstörf og veitinga- rekstur. Ur þessum hópi koma líka ágætir prestar og lögfræðing- ar. Ástalíf Mikils er um vert fyrir þetta fólk að fara varlega í skiptum viö hitt kynið og láta ekki plata sig. Þaö er sjálft svo hrekklaust og einlægt að það getur hæglega orð- ið fyrir barðinu á þeim sem óprúttnir eru. Beri börn dagsins gæfu til að finna góðan maka verð- ur heimilislífiö með því betra sem þekkist. Heilsufar Full ástæða er til að gæta heils- unnar og fara vel með sig fái þetta fólk pestir. Þaö er mjög kvefsæk- ið, að minnsta kosti einhvern hluta ævinnar, en með aðgát má forðast eftirköst lasleika. 27. NÓVEMBER Skapgerð Það gustar af fólki dagsins. Það er duglegt, stjórnsamt og með óbilandi sjálfstraust. Þetta er at- hafnafólk í stöðugri framsókn, námfúst, stefnufast og haldið smitandi áhuga á viöfangsefni sínu hverju sinni. Það sinnir fé- lagsmálum af áhuga og kemst gjarnan til pólitískra áhrifa. Lífsstarf Börn dagsins fást við margt og misjafnt en ná svo til alltaf góðum árangri. Þau verða mörg hver vel fjáð og það gefur þeim ýmsa möguleika því ekki eru þau líkleg til aö safna undir dýnuna. Rekstur á eigin fyrirtæki liggur vel við en hvers konar stjórnunarstörf og fræðsla henta þessu fólki líka afar vel. Ástalíf Þetta glaðlynda og fjörmikla fólk kynnist ýmsu og veröur tæp- ast við eina fjölina fellt framan af ævinni. Hafni það í hjónabandi, sem allar líkur eru reyndar á, verður sambúðin snurðulítil og bú- ast má við að gestkvæmt verði á heimilinu. Heilsufar Höfuöverkur þjáir þetta fólk oft og því hættir til að fitna gæti það ekki hófs í mataræði. 47. tbl. Vikan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.