Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 56
a
Pósturinn
Um Prince
Hœ, kœri Póstur.
Ég er hérna ein forvitin
(eins og flestir) og langar aö
vita hvenœr söngvarinn
Prince er fœddur og hver er
uppáhaldshljómsveitin hans
og hver áhugamál hans eru.
Hvad heitir hljómsveitin sem
Prince spilar med ? Er það sú
sama og er í Purple Rain?
Er ekki til vídeóspóla med
Prince sem heitir Prince
Live? Hvað kostar hún og
hvar er hœgt að fá hana? Það
vœri ágætt að koma með
pistil um Prince og myndir.
Fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Prince-aðdáandi.
P.S. Hvað eru komnar út
margar plötur með Prince?
Prince mun vera fæddur 7. júní
1958. Kvikmyndin Purple Rain
mun fara mjög nálægt raunveru-
leikanum en raunveruleg hljóm-
sveit Prince heitir The Revol-
ution. Áhugamál Prince eru helst
kvenfólk og bílar fyrir utan tón-
listina sem er áhugamál númer
eitt. Pósturinn veit ekki hver
uppáhaldshljómsveitin hans er.
Pósturinn veit ekki heldur hvar þú
getur fengiö þessa vídeóspólu.
Þaö er helst að spyrja á vídeóleig-
unum, sem stundum hafa svona
tónlistarspólur, eöa hringja í
hljómplötuverslanir.
En plöturnar heita: Dirty
Mind, Controversy, 1999 og Purple
Rain. Ef aödáendur Prince á Is-
landi (og Pósturinn veit aö þeir
eru margir) vilja koma á fram-
færi betri upplýsingum um kapp-
ann skal Pósturinn góöfúslega
birta þær.
Pennavina-
klúbbar
Fið erum tvœr úti á landi
sem erum í miklum vand-
rœðum. Getur þú aðstoðað
okkur? Þannig er mál með
vexti að við erum alveg
pennaóðar. Okkur datt í hug
hvortþú gœtir komið okkur í
samband við erlenda penna-
vinaklúbba eða erlend blöð
sem birta óskir um penna-
vini. Við viljum skrifa á
ensku. Með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna og aðstoð-
ina.
Tvœr pennaóðar.
Þiö getið til dæmis prófað:
International Correspondence
Bureau,
Worldwide Penfriends, A.M.
Braun,
Postfac 527, D-8260 Muhldorf 2,
W-Germany,
eða
Pen Pal Editor,
c/o Honululu Advertist,
605KaichariB.V.D.,
Honululu,
Hawaii 96813,
U.S.A.
Sendið tvö alþjóöasvarmerki meö.
Lélegt
sjónvarp
Kœri Póstur!
Eg tek undir með öllum
unglingum er hafa skrifað
um lélega dagskrá í sjón-
varpi. I sjónvarpinu er sama
og ekki neitt afþáttum fyrir
unglinga eða þá að þeir eru
svo lé'legir að það er ekki
hœgt að glápa áþá.
Magga.
Pósturinn getur víst ekki annað
en komið þessari skoðun á prent
fyrir þig. En er þetta nú alveg
rétt? Hvað með Á framabraut
(Fame), Skonrokk og aðra tónlist-
arþætti? Sumu fullorðnu fólki
finnst allt of mikið sýnt af slíku.
Nú, svo eru unglingar líka eins og
hvert annað fólk og horfa á annað
dagskrárefni, svo sem skemmti-
þætti, framhaldsþætti, kvikmynd-
ir og fræðsluefni, er ekki svo?
Póstinn langar aö benda á að
fólki er velkomið að skrifa og
segja álit sitt á öllum sköpuðum
hlutum. Það eru ekki bara vanda-
málin sem erindi eiga í Póstinn.
Lögreglu-
skolinn
Hœ, hœ!
Mér datt í hug að skrifa
ykkur í vandrœðum mínum.
Hér koma nokkrar spurning-
ar?
1. I hvaða skóla fer maður í
lögreglunám?
2. Þarf maður að vera mjög
klárípikki?
3. Hvað er maður lengi að
lœraþað?
4. I hvaða skóla fer maður
til að lœra bifvélavirkjun ?
5. Hvað erþað langtnám?
Jœja, ég vona að þið svar-
ið bréfinu.
Með fyrirframþökk.
Guðrún.
Lögregluskólinn er rekinn á
vegum lögreglunnar en hann er
aðeins fyrir þá sem þegar hafa
starfað eitthvað sem lögreglu-
menn einhvers staðar á landinu.
Til þess að fá inngöngu í lögregl-
una þurfa menn (karlmenn og
konur) að vera á aldrinum 20—30
ára og vera andlega og líkamlega
heilbrigðir. Karlmenn þurfa að;
vera minnst 178 cm á hæð en kon-
ur minnst 172 cm. Umsækjendur
þurfa að hafa lokið grunnskóla-
prófi og minnst tveggja ára námi í
framhaldsskóla (framhaldsdeild,
menntaskóla, fjölbrautaskóla eða
iönskóla). Áður en þeir eru ráðnir
til starfa þurfa þeir að gangast
undir próf í íslensku og undir þrek-
próf.
Lögreglunámið hefst á haust-
misseri sem stendur frá október
fram í desember. Síðan kemur eitt
ár í starfsnámi (verklegu) í bún-
ingi og síðan aftur bóknám frá
október og fram í maí.
Bóknámið er einkum íslenska,
skýrslugerð, lögreglusamþykktir,
lög og reglugerðir og verknámið
felst í að læra og þjálfast í öllum
þáttum lögreglustarfsins. Nánari
upplýsingar fást á skrifstofu lög-
reglustjóra í Reykjavík.
Góð vélritunarkunnátta er nauð-
synleg en það má alltaf bæta úr
henni, ekki satt? Og æfingin
skapar meistarann.
Bifvélavirkjun er iðnám og fer
fram í iðnskólum og sumum fjöl-
brautaskólum. Námið tekur i allt
fjögur ár og er bæði bóklegt og
verklegt.
Dráttar-
vélarpróf
Kœri Póstur.
Mig langar að spyrja þig
þriggja spurninga.
1. Hvað þarf maður að vera
gamall til að taka dráttar-
vélarpróf (traktorspróf)?
2. Hvar fœ ég upplýsingar
umþað?
3. Hefurþú nokkra hugmynd
um hvað það kostar?
Með von um birtingu.
BRH.
Umferðarráð í Reykjavík held-
ur námskeið snemma á vorin fyrir
þá sem vilja læra að stjórna
dráttarvélum. Til þess að sækja
námskeið, sem gefur réttindi til að
stjórna dráttarvélum, þarf við-
komandi að verða 16 ára á árinu.
En það eru einnig haldin nám-
skeið fyrir 14—15 ára unglinga.
Þar er þeim kennd meðferð tækj-
anna en þeir fá ekki réttindi til að
stjórna þeim.
Allar upplýsingar, þar með um
kostnað, fást hjá Umferðarráði,
sími (91 )-27666.
Fer ég aldrei neitt með þér? Della. Ertu búin aö gleyma að þú komst
með til endurskoðandans fyrir helgina?
56 Vika'n 47. tbl.