Vikan


Vikan - 09.01.1986, Page 9

Vikan - 09.01.1986, Page 9
k3 ÍNÆSTUVIKU: íslenska víkingasveitin hefur löngum verið umtöluð en jafnframt vafin dularhjúp. Við sviptum hjúpnum af að nokkru leyti í næstu Viku því þar gefur að líta fimm síðna frásögn í myndum og máli af æfing- um íslenskra víkingasveitarmanna. Varð sjálfstæðismaður af því að bera út Morgunblaðið heitir forsíðuviðtalið sem lllugi Jökulsson tók fyrir okkur við frjálshyggjumanninn Hannes Hólmstein Gissurarson. Þar er fjallað um frjálshyggjuna auk þess sem Hannes segir hispurslaust álit sitt meðal annars á Þorsteini Pálssyni, Styrmi Gunnarssyni, Albert Guðmundssyni, Matthíasi Bjarnasyni og Jóni Baldvin. íslenska leiðin til frægðar, fjár og frama Nú er ekki lengur feimnismál hógværra að stefna á frægð, fé eða frama. Leiðin er þó engan veginn greið, síst sú íslenska. Meira um það í næstu Viku. Fjallamennska er fíkn segir Torfi Hjaltason, varaformaður íslenska Alpaklúbbsins sem fengið hefur á sig nöfn eins og Göngu- og græju- mannafélag íslands og Stubbafélagið. Lesendum gefst nú færi á að kynnast þessum félagsskap fólks sem æðir upp um fjöll og firnindi því í viðtali segir Torfi: ,,Við viljum gjarnan eyða því orði sem af okkur fer, að hjá okkur ríki einhver garpamórall. Það eru allir velkomnir í hópinn." Við höldum áfram með sakamálasögu, léttar greinar llluga Jökulssonar undir yfirskriftinni: Ég man það eins og það hefði gerst í gær og bílasíðu, popp og sitt af hvoru tagi er enn sem áðuraðfinna í blaðinu. TALBOT SAMBA LÆKKAÐ VERÐ! Peugeot 205 GL og GR. Mjög sparneytinn. Vélarstærðir 1124 cc og 1360 cc. Framhjóladrifinn. 4eða 5gíra. 5 dyra. Talbot Samba GL. Mjög sparneytinn. Vélarstærðir 1124 cc og 1360 cc. Framhjóladrifinn. 4gírar. 6ára ryðvarnarábyrgð. Hafrafell hf. Vagnhöfða 7 Símar: 685211 og 685537 Vikan 2. tbl. 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.