Vikan

Útgáva

Vikan - 09.01.1986, Síða 17

Vikan - 09.01.1986, Síða 17
vænna aö ég gerðist þorstaheft- ur!” — Er það erfitt hlutskipti að vera þorstaheftur? ,,Ja, þaö þarf allavega ekki aö sérhanna fyrir mifí tröppur!" sagöi Flosi og hló viö. ,,En þetta máttu auövitað alls ekki hafa eftir mér! En í alvöru talaö, þá er það aö minnsta kosti ekki slík hörm- ung að ég sjái ástæöu til þess aö næsta ár veröi ár þorstaheftra. Það er kannski meiri ástæða til aö hafa ár þorstlátra. Nei, málið var einfaldlefia þaö aö ég var þúinn aö vera afskaplega duglefíur viö drykkjuna í ein 35 ár om éf> fann bara aö ég'var búinn meö kvót- ann.” — Nú skulum við færa okkur aft- ar i timann. Hvers vegna gerðistu leikari? „Efí veit þaö ekki. Eg veit bara aö leiklist of> leikhús hefur fasiner- aö mig alvefi frá því að éf> var barn. Viltu nú að éf> fari aö segja þér frá leikritunum sem viö krakkarnir settum upp í vaska-’ húsinu niöri í kjallara, eins of> allir leikarar viröast hafa f?ert9" F’losi Klotti ískyggilefta. „Nei, sann- leikurinn er bara sá að ég féll kylliflatur fyrir leikhúsinu strax og ég fór aö geta staöiö í fæturna. Fyrsta leikritiö, sem ég man eftir, var sýning stúdenta á Faust eftir Goethe; þaö var brúðuleikhús sem sett var upp í Varðarhusinu gamla. Svo komu Gullna hliöið, Nítúss og revíurnar. öll halarófan, og það geröist eitthvað sem eg get ekki skýrt. Foreldrar mínir ætl- uðu mér víst aldrei aö verða leik- ari. Fvrst átti ég aö verða alvöru- læknir en siðan tannlæknir og ég held að hafi brennivínið oröið mér og þjóöinni til einhvers góðs þa sé það að hafa forðað þeirri kata- strófu aö ég gerðist tannlæknir. Eg djammaði mér út úr tannlækn- ingunum með miklum bravur! Nú var ekki annað eftir en ruslakistan og þa biasti viöskiptafræðin við. Allt fór þetta út um þúfur og þá má segja að ég hefði alveg eins getaö endaö á sjónum. Eg hafði stundað sjóinn á sumrin og kunni þar sæmilega til verka. En leik- listin varð ofan a; þetta er nu líka hugguleg innivinna og ekki mjög óþrifaleg. . ." - Hvað ertu annars að fást við um þessar mundir? „Eg er með í handraðanum leik- verk sem er aö heita má fullbúiö. Eg á aðeins eftir aö skrifa þaö!" Flosi hló aö s jálfum sér. „Þarna séröu. Svona er hann, þessi Flosi Olafsson. Alltaf léttur og skemmtilegur og meö eitthvaö smellið á hraðbergi. Hann lætur aldrei koma sér á óvart, hann Flosi, og virðist sjá alla hluti meö gleraugum spaugsins! Meiri kall- inn! Einu sinni tók Jónas Jónas- son vinur minn við mig svona mið- næturviðtal. Þegar hann spuröi: „Er Flosi svona eins og hann lítur út fvrir aö vera?” varð ég alger- lega stúmm." — Ja, ég spyr þig þess sama. „Ég held að það sé af og frá. Sannleikurinn er sá að ég er ótta- lega lítill töffari, alveg óvenjulega lítill töffari, heid ég meira að segja. En svona er þetta: maður er kannski að segja hallærislegar gamansögur þegar manni líður allra verst." Flosi þagnaði og horfði út í ioft- ið. „Ég er til dæmis ægilega vondur á morgnana," sagði hann svo. „Þá finnst mér allt ómögulegt og hin minnstu smámál geta orðið hrikaleg stórmál. Stundum ætla ég varla að geta haft mig fram úr rúminu til að takast á við daginn. En þetta er auðvitað helvítis væl sem allir eru með, ef út í það er farið. Maður verður bara að hrista sig og vissulega bjargar það oft því sem bjargað verður að geta komið auga á broslegu hliðarnar á málunum." Þú hefur verið að lýsa býsna lokuðum manni. En eru leikarar yfirleitt ekki taldir mjög opnir og óþvingaðir menn? „Kannski ættu þeir að vera það, ég veit það ekki, en ég held að raunin sé allt önnur; aö þeir séu frekar íntrovert. En þeir geta stundum sprellað þegar harmur- inn er alveg í botni; þegar þeir vita ekki hvort þeir eiga að grenja eða hlæja og gera þá oftast hvort tveggja í senn. Eg er að lýsa „kláninu" eða trúðleikaranum en kannski rís leiklistin hæst í honum og nægir þá að nefna dárana í ítölsku kómedíunni og fífl Shake- speares. Það er ein aðferö í lífinu að spila klán sem kemst upp með allan djöfulinn og hefur alla tíð gert. Hirðfíflin gátu sagt kóngin- um til syndanna án þess að þurfa að óttast að missa höfuðið. Það er hreint ekki galin aðferð til að koma skoðunum sínum á framfæri að leika fíflið. Það nennir enginn að eiga í orðaskaki við fíflið en engu að síður kemst það til skila sem fíflið eða dárinn hefur sagt. Svo ég vitni í danska þýðingu Georg Brandes á oröum Shake- speares í As You Like It: „Giv mig min narrekappe / lad mig sige frit hvad jeg vil / sá skal tilgavns jeg rense / den fule verd- ens pestbefængde krop”. Kannski hef ég stundum brugðið yfir mig kápu fífisins.” Og hvernig finnst þér hafa gengið að hreinsa út pestarkýli samfélagsins? „Svona líka prýðilega! Þú sérð hvað hér er tandurhreint; næstum eins og 1 fjósi Augeasar eftir að Heracles liaföi mokað flórinn! ” Viö höfum talað mest um pistlaskrif þin og annað þeim tengt. En hvað með vinnuna í leikhúsinu? „Ja, í hausthef ég veriö að leika í Islandsklukkunni, æfa ,,í deigl- unni" og auk þess fengist við aö kynna starfsemi Þjóðleikhússins, koma upplýsingum á framfæri við blöð og aöra f jöLmiðla — þess hátt- arstúss.” — Ekki ertu oröinn þreyttur á því að leika? „Nei, nei. Að vísu er það sjálf- sagt borin von að ég fái að leika Rómeó eða Hamlet. Nú eru vonirn- ar bundnar við Falstaff eða Hringj- arann frá Notre Dame. — En ertu alltaf jafnheillaður af leikhúsinu sjálfu? „Já, já, ég er alltaf jafnhrifinn af leikhúsinu sem listgrein. Hitt er svo annað mál hvort ég er alltaf jafnhrifinn af mínum vinnustað eða því sem ég horfi á í öðrum stofnunum. Það er allur gangur á þvi eins og eðlilegt má telja.” — Jæja. Eigum við að enda þetta á einni léttri og smellinni gaman- sögu frá Flosa Ólafssyni? Flosi skellihló. „Ja, nú kemuröu mér í bobba. Ég kann nefnilega enga brandara og hef aldrei kunn- að. Og þegar mér eru sagðir brandarar þá get ég ómögulega munað þá. Þegar ég hef lent í því að semja brandara fyrir sjónvarp eða útvarp þá hefur liöið í kring- um mig alltaf þurft að útskýra fyrir mér hvað væri sniðugt og hvað ekki. Mér er alveg fyrirmun- aö að gera mér grein fyrir slíku. Eg hef líka lesið bók sem heitir 40.000 Jokes án þess að mér stykki bros! Ég fatta varla Hafnar- fjaröarbrandara og ég hef heldur aldrei botnað í bröndurum um Skotann og Irann og Englending- inn. Eg fer alltaf aö hlæja áður en sagan er búin og skil svo ekki end- inn. Þó vil ég taka fram að mér þykja gamansögur Leifs Sveins- sonar í Morgunblaðinu afar spaugilegar. . .” Flosi hugsaði sig lengi um áður en honum tókst að rifja upp létta og smellna gamansögu handa les- endum Vikunnar. „Eg gleymi öllu jafnóðum, eins og ég sagði, en bíddu, það er ein saga í þjóðsögum Jóns Arnasonar sem mér finnst afskaplega smell- in. Jú: Það var bóndi einn sem vissi að biskup væri væntanlegur í vísitasíu og vildi taka vel á móti honum. Hann æfði sig til dæmis í því að taka í hönd biskups með því að taka í sting sem stóð í heystál- inu úti í hlöðu og hrista hann inn- virðulega. Svo kom biskup og bóndi greip hönd hans og sagði: „Komið þér nú sælir og blessaðir, heyhrókurgóður!” Þetta þykir mér ógurlega fynd- ið!!” Og Flosi hló mikiö og ég hló auðvitað með honum. Vikan 2. tbl. 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.