Vikan

Eksemplar

Vikan - 09.01.1986, Side 19

Vikan - 09.01.1986, Side 19
Nú eru komnar tvær happatölur sem tilheyra sömu manneskjunni, eða sama nafninu, og verið getur að önnur þeirra reynist mun betur en hin. Hver og einn verður að prófa sig áfram í leit að sinni eigin happatölu. Nú, og svo getur verið gaman að nota þær saman sitt á hvað í ýmsum samsetningum. Ella gæti til dæmis prófað að kaupa sér happdrættismiða númer 72727. Talnafræðin svara ýmsum spurningum Talnafræðin eru til margra hluta nytsam- leg og þú getur með þeirra h jálp fengið svör eða ábendingar um flest það sem þú þarft eða vilt vita. Hvaða vinnu ættir þú að velja þér? Hvert væri ráðlegast að fara í sumarfrí þetta árið? Hvernig eiga hjónakornin saman? Margt fleira getur þú athugað meö hjálp talnafræðanna og þú notast alltaf við töfluna hér á síðunni. í leit þinni að svörum viö spurningum þínum er nauðsynlegt að hafa hugfast að tölurnar eiga misvel saman. Til dæmis eiga allar jafnar tölur vel saman og oddatölur falla vel hver að annarri, en oddatala og jöfn tala eiga minna sameigin- legt. Tölur sem eru margfeldi hver af ann- arri eiga nokkuð vel saman, til dæmis eiga 3 og 6 nokkuð vel saman þó önnur sé oddatala en hin jöfn, því 2 x 3=6. Dæmi: Pétur þekkir tvær stelpur, Lóu og Maríu. Hann getur ekki gert upp við sig með hvorri hann á að fara á árshátíðina og leitar því á náðir talnafræðanna. P E T U R 7+5+2+3+9=26, þversummaner2 + ö 8 L 0 A 3+6+1 = 10, þversumman er 1 +0=1 M A R 1 A 4-t-l + 9f9 + l=24, þversuminaner 2+4=6 Pétur ályktar af þessum tölum að hann og María myndu líklega skemmta sér betur saman, þar sem happatölur þeirra eru í þessu tilfelli báöar jafnar tölur, en tala Lóu er oddatala og því mundu hún og Pétur síður eiga velsainan. Þú getur spurt tölurnar alls konar spurn- inga. Til dæmis um það hvaða stað þú ættir að velja til að heimsækja í suinarfríinu. Dæmi: Skúli ætlar í sólarlandaferð. Hann getur ekki gert upp við sig hvort hann á að fara til Rimini eða til Mallorka. Hann athugar tölurnar. S K U L I 1+2+3+3 f 9=18, þversummaner 1 +8=9 Fimma og sjöa eiga vel saman, enda logaði glatt hér áður fyrr á árunum á milli norsku skauta- drottningarinnar Sonju Henie og hjartaknúsarans frá Hollywood, Tyrone Power. R I M I N I 9+9+4+9+5+9=45, þversumman er 4+5=9 MALLORKA 4+1+3+3+6+9+2+1=29, þversumman er 2+9=11 og 1 + 1=2 Skúli sér af þessu að það myndi henta honum vel að fara til Rimini þar sem nafn- ið hans og Rimini fá út sömu töluna. Síður myndi það gefast vel að fara til Mallorka þar sem tölulega séð eiga Skúli og Mallorka frekar illasaman. Svona er endalaust hægt að leika sér með tölurnar en munið að láta þær aldrei taka af ykkur ráðin því vísbendingar talnafræðanna eru fyrst og fremst til skemmtunar en koma ekki í staðinn fyrir skynsamlegar ákvarðan- ir. Góða skemmtun! Vikan 2. tbl. 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.