Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 20

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 20
Ifi Vísindifyriralmenning Harry Bökstedt Einkaréttur á Íslandi: Vikan Heimskautsnóttin iöar af lífi. Frá fljótinu, sem rennur hljóölega milli hávaxinna trjástofna, heyrist leti- legt skvamp þegar krókódílarnir leggja af staö í sundferð. Leöurblaka svífur grein af grein á skordýraveiö- um í myrkrinu. Og í þessa hljómasin- fóníu heimskautsnæturinnar bland- ast kannski einnig skrölt og skrækir vængjalausrar öskurtrönu. Þannig var einmitt raunverulega umhorfs noröan viö heimskauts- bauginn fyrir 40 milljón árum. Þá er einkum átt viö nokkrar stórar eyjar langt í norðri, á heimskautssvæðum Kanada, á 80. breiddargráöu, móts viö nyrsta hluta Grænlands. Þar heitir nú Ellesmereland og Axel Hei- bergsland. Á okkar dögum má þar kallast líflaus auön, túndrur og víö- áttumiklir jöklar. Frost fer þar aldrei úr jörðu, enda meöalhiti árs- ins mínus 17 gráöur. Um þaö bil tvö hundruð mílur munu vera til næstu lifanditrjáa. Þaö eru engar nýjar eöa óvæntar fréttir aö á heimskautssvæðunum hafi stundum veriö hlýviörisskeiö meö þroskamiklum jurtagróöri. Um þaö vitna gamlir fundarstaöir meö steinkolum, frjókornum og þá ekki síst steinrunnin mót af blööum jurta og trjáa í ýmsum bergtegundum. En þaö er tæpast meira en hinar steinrunnu jurtaleifar frá fyrri blómatímum sem tekist hefur að leiða fram í ljós dagsins í heim- skautsliéruöunum. Á því veröur engin breyting fyrr en um 1965 þegar tveir amerískir fornleifafræðingar, Robert West og Mary Dawson, finna mikinn fjársjóö steinrunninna, áhugaveröra leifa úr dýraríkinu. Má þar meðal annars nefna tennur úr út- dauöum dýrategundum sem nú eiga ættingja á heittempruðum svæöum, til dæmis krókódíla og skjaldbökur. Þetta voru dýr sem lifðu í næsta nágrenni viö norðurpólinn, aö líkind- um í 40 milljónir ára: síöustu 20 milljónir krítartímans og fyrstu 20 milljón árin af tertíertímanum. Þaö sem í fyrstu var talinn mjög áhuga- vekjandi uppgötvun er nú oröið enn- þá meira áhugavekjandi eftir aö tímaákvaröanir hafa sýnt og sannað aö margar af þessum dýrategundum hafa lifaö á heimskautssvæöunum 2—4 milljónum ára fyrr en á öörum stööum. Nokkrar af þeim trjátegund- um, sem þrifust á þessu heita tíma- bili heimskautslandanna, viröast hafa lifaö þar 15 milljón árum fyrr en á suðlægum slóðum. Einn af samstarfsmönnum þeirra Wests og Dawsons, landfræöi- og líf- fræöiprófessorinn Leo Hickey, yfir- maður Peabodys náttúrufræöisafns- ins við Yale-háskólann, geröi nýlega grein fyrir þessum furöulegu upp- götvunum í ritgerð í tímaritinu The Sciences. Áöur fyrr, þegar rætt var um ein- staka fundi dýrasteingervinga frá þessum tímum, var hin almenna skýring sú aö heimskautslöndin hafi þá myndað landgöngubrú milli meginlandanna á noröurhelmingi jaröar og aö dýrin hafi fariö þá leið þegar þau reikuöu milli Asíu og Noröur-Ameríku. En í ljósi hinna nýju uppgötvana er ekki lengur stætt á því aö líta á heim- skautslöndin sem umferðarstöö fyrir dýr og jurtir. Leo Hickey segir aö hann og samstarfsmenn hans hafi komist aö þeirri niöurstööu aö þaö hafi einmitt veriö þar sem nútíma jurta- og dýraríki hafi mótast aö stórum hluta. Heimskautslöndin hafi Þegar heimskautslöndin voru gróðurhús verið eins og gróöurhús fyrir þróun- ina og breiöst síðan þaöan til beggja meginlandanna. Hin heittempruöu hlýindi í heim- skautslöndunum voru því ekki vegna landfræðilegrar legu þeirra á suölægum slóðum heldur vegna hækkunar hitastigs um allan heim sem náöi hámarki fyrir um þaö bil 40 milljónum ára, en hlaut skjót enda- lok þegar loftslag kólnaði mjög skyndilega fyrir um þaö bil 38 milljón árum. Þaö var á fyrstu 20 milljón árum tertíertímans sem spendýrin komu fram á sjónarsviöiö meö næsta furöulegum hraöa og fylltu sköröin eftir hinar mörgu útdauöu dýra- tegundir krítartímans. Og Hickey telur aö það hafi veriö í heimskauts- löndunum sem mörg af hinum nýju spendýrum tóku út þroska sinn og fengu þá sérstæöu eiginleika sem gengið hafa í arf til afkomenda þeirra sem nú lifa. Af þeim sjónarhóli er einkum athyglisvert aö leiða hugann að fundi hófdýrs sem kom mjög snemma fram, eohippus. Þetta er elsti þekkti forfaöir hestsins og auk þess er hann einnig fyrirrennari annarra stórvax- inna grasbíta, meðal annars nas- hyrningsins. llmhverfi, sem gerir miklar kröfur til aölögunar, ýtir undir þroskun nýrra eiginleika. Og heimskauts- löndin hljóta að hafa stuðlað aö bylt- ingarkenndum breytingum ýmissa eiginleika dýranna, einkum hiö lang- varandi myrkur og hálfrökkur vetrarmánaöanna. Loöleöurblökurn- ar, kaguanerne, sérkennileg dýr sem nú á tímum lifa aöeins á Filippseyj- um og í Indónesíu og geta farið í feikimiklum loftstökkum milli trjánna vegna eins konar flughúðar sem þær hafa, hafa kannski fengið ágæta nætursjón sína frá þeim for- feörum sem sannanlega liföu í hinu langa myrkri heimskautsnætur- innar. A þeim tíma þegar hitabeltislofts- lag var í heimskautslöndunum þrifust þar tiltölulega fáar trjá- tegundir. Frá öllu hinu 40 milljón ára langa tímabili hafa aðeins fundist um þaö bil 400 tegundir. Aöaltrjátegundin á hinum víöáttu- miklu fenjasvæöum var rauðviður (metasequoia) sem nefndur er vatnsgreni. Nú á tímum vex hann aöeins villtur í einangruðu dalverpi í Suöur- Kína þar sem hann getur náö 35 metra hæð. Á þurrari svæöum, sem hærra lágu, uxu fyrirrennarar margra vel þekktra lauftrjáa á okkar dögum, svo sem birki, álmur, hlynur, valhnotu- og fíkjutré. Öll lauftrén felldu blöðin og vatns- grenið langar barrnálar sínar. Og þaö leiöir til annarra athugana. Vitaö er aö lauftré fella blööin á hinum kalda eöa þurra árstíma þegar þau hafa ekki lengur not af sí- minnkandi sólarbirtu — eöa meö öörum orðum þegar þaö borgar sig ekki lengur vegna vaxtar þeirra aö fórna varaforöa til þess að halda blööunum. En í heimskautslöndunum var hvorki kalt né þurrt í byrjun tertíer- tímans. Hins vegar var dimmt mánuöum saman og einnig þá ollu blööin aö sjálfsögöu óþarfa álagi. Hickey heldur því ekki ákveðið fram aö birki, álmur og fleiri trjá- tegundir hafi aölagast því aö fella blöö sín á hinu langa dvalartímabili þar nyröra. Ef svo hefur ekki veriö, aö hans mati, hafa þær tegundir, sem þroskuðu með sér viöleitni í þá átt, ef til vill verið betur í stakk búnar til aö aöhæfast birtu heim- skautslandanna. Og þeir eiginleikar hljóta vafalaust aö hafa fest ennþá dýpri rætur hjá þeim þegar þær aö lokum, vegna hins vaxandi kulda, voru neyddar til aö snúa aftur til suðlægari svæða. Pýöing: Sigurður Gunnarsson 20 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.