Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 22
FIAT CROMA EINN MEÐ ÖLLU „Það er aðeins einn galli við þennan bíl," sagði danskur starfsbróðir minn. Við sátum á hljóðskrafi á Ciampiano flug- Texti: Sigurður Hreiðar velli við Róm, eftir sólarhrings viðdvöl þar um mánaðamótin Myndir: Höfundur Og Fiat nóvember-desember. ______________ Þarna i Róm voru komnir saman bilaáhugamenn og skrifarar frá 15 þjóðum að skoða nýja flaggskipið frá Fiat, fyrsta stóra bilinn sem þeir láta frá sér fara með þverstæðri vél og framhjóladrifi, Fiat Croma. Menn voru yfirleitt harla dulir á niðurstöður sínar. Þær voru atvinnuleyndarmál og máttu ekki leka út fyrr en þær birtust svart á hvítu í viðkomandi blaði. Við Daninn urðum ásáttir um að islensku blöðin væru þó lítið lesin i Danmörku og amtstiðindin hans sjaldséð uppi á íslandi. ,,Einn galli?" spurði ég og hugs- aði: Ætli það geti verið hvað hann sleppir viðnáminu við götuna pegar rifið er harkalega af stað í krappri Rennilegar línur, low profile dekk. beygju? Eða hvað hann er lágur á low profile dekkjunum? ,,Já, aðeins einn galli," hélt Dan- inn áfram. ,,Það er nafnið. Það er alveg sama hvað þú kemur með góðan bil undir nafninu Fiat, kaup- endur tengja það undir eins við týpurnar sem hafa reynst illa. Og eins og þú veist eru þær orðnar æði margar gegnum árin. Taktu 128 til dæmis. Og við getum lika litið á 127, sem i rauninni er listabill i sínum flokki. Framan af ryðgaði þetta eins og ég veit ekki hvað. Samt var þetta svo vel lukkaður bill að hann er enn að seljast, að visu framleiddur i Brasilíu núna, og þeir eru búnir að laga ryðsæknina i honum heil ósköp. En Ameríkanar, til dæmis, þeir bara gúddera ekki Fiat, og Sviar svo sem ekki heldur." Lítil hætta á ryði Hér verður þó að skjóta þvi inn i að Fiat Croma er árangur af samvinnu nokkurra bilaframleiðenda, meðal ann- ars SAAB. Að visu slitnaði upp úr þessari samvinnu en upp úr þessu kom annars vegar SAAB 9000 en hins vegar Fiat Croma. Það verður lika að koma fram að þessi sólar- hrings kunningi minn trúir á SAAB og er búinn að eiga fjóra SAABa núna i runu. Þvilikt tilbreytingarleysi þykir mér aldrei góðs viti hjá manni sem hefur atvinnu af þvi að prófa bíla og skrifa um þá. ,,En littu til þess," svaraði ég, ,,að i Krómunni hafa ítalirnir hugsað sér- staklega um ryðsæknina. Það eru færri samsetningar á honum en gerist — hann er með 30% færri boddihluti en almennt er á svona bíl. 43% þess- ara 321 boddihluta eru úr galvanis- eruðu stáli og billinn auk þess allur varinn með sérstökum ryðvarnarefn- um, undirvagninn allur húðaður með PVC. Það eru plasthlífar innan i brett- unum. Lokuð hólf eru ryðvarnarhúð- uð og loftræst svo ekki komi i þau þétting. Og burðarbitarnir eru innan í botnplötunni svo þeir verði siður fyrir hnjaski." Þægindi í fyrirrúmi ,,Já, vist," sagði Daninn. ,,Það er sem ég segi. Þessi bill er að öllu leyti mjög vel úr garði gerður. Taktu bara eftir þvi hvað það fer vel um mann 22 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.