Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.01.1986, Qupperneq 24

Vikan - 09.01.1986, Qupperneq 24
Slúður Hin guðdómlega Divine Þessi kostulega mannvera kallar sig Divine (hin guðdómlega) og er leikari og söngvari — karlkyns. Hann heitir réttu nafni Glen Milstead. Hún/hann er 40 ára gamall, sköllóttur og lágróma og segist vera íeiminn og hlédrægur. „Divine er bara gervi sem ég fel mig á bak við. Sjálfur er ég ekki vitund líkur henni,” segir Glen Milstead. Hann hefur leikið Divine síðan hann var unglingur og John Waters, sem gert hefur allar Divine-myndirnar, var nágranni hans og leikfélagi í Baltimore í Bandaríkjunum. Þeir tóku myndir á 8 mm vél til að byrja með og urðu brátt þekktar fígúrur í undir- heimamenningu stórborganna. Meö myndunum Pink Flammingo og Polyester (myndinni fylgir lyktarspjald) sem báðar hafa verið sýndar hérlendis (við mismikla hrifningu) urðu þeir John Waters og Divine heimsfrægir. Nú hefur Divine fengið hlutverk í sinni fyrstu Hollywoodmynd. Hún nefnist Lust in the Dust og er kúrekamynd með söngvum í gamansömum stíl. Þar leikur Glen Milstead konu að nafni Rosie Divine á sviði i fullum skrúða. og er öllu blíðari og viðkunnanlegri en Divine en lætur sér samt ekki allt fyrir brjosti brenna. Glen Milstead er einnig búinn aö fá hlutverk í kvikmynd sem karlmaður. Það er í glæpamynd sem nefnist Trouble in Mind og eru mótleikararnir Kris Kristoferson, Keith Carradine og Lori Singer. Þetta merkir þó ekki að Glen Milstead hafi sagt skilið við Divine. Vinsældir hennar fara hríðvaxandi þótt kvikmyndagagn- rýnendur hafi látið hana hafa það óþvegið og fjöldi fólks hrist hausinn af hneykslan og viðbjóði. Foreldrar Glen Milstead voru meðal þeirra síðastnefndu. Hann hafði verið fyrirmyndarungl- ingur þar til hann tók upp á aö leika Divine. Hann talaði ekki við þau í heil níu ár. Eitt sinn hringdi hann í þau um jól og þau vildu fá hann í heimsókn en hann mátti ekki koma fyrr en eftir myrkur svo nágrannarnir sæju ekki til hans. Hann lét ekki sjá sig. En ári síðar veiktist faðir hans og Glen sneri heim og kærði sig kollóttan um allt. Faðir hans fyrirgaf honum um síðir. „Ef ég fengi svona mikla peninga fyrir að fara í pils myndi ég gera það líka,” sagði pabbi gamli. Kúrekaskvisan Rosie. 24 Vikan 2. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.