Vikan

Eksemplar

Vikan - 09.01.1986, Side 26

Vikan - 09.01.1986, Side 26
eitt. En þá var líka allur glans farinn af hamborgurunum og sósan farin að valda manni stöðugum flökurleika ef til hennar var hugsað eða hennar neytt. Matseld af hugsjón Við hjónin ákváðum að fara i haust í ferðalag til Parisar, bæði til að kynn- ast franskri matargerðarlist og því sem þessi höfuðborg hefur að bjóða. Við flugum til Luxemburgar, leigðum okkur þar leiðinlegan og kraftlausan Fiat og héldum siðan eins og leið lá til Parísar. Eftir smákeyrslu um borgina fundum við hótelið okkar i Latínu- hverfinu miðju, lögðum bilnum og áttum siðan yndislega viku í París. Öviða er annar eins mataráhugi og í Frakklandi, veitingastaðir út um allt og á sumar- og haustkvöldum verður maður að þræða milli borðanna á gangstéttunum þar sem almenningur situr og raðar í sig lostæti. Yfir heilu' götunum hvilir þessi yndislega angan af steiktu kjöti og hvitlauk. öll frönsk blöð ræða i sífellu um veitingastaði og mæla með einhverjum sérstökum og þeir sem skrifa um slika staði skýra með fýldum svip frá heimilisfangi ein- hvers litils en ákaflega góðs veitinga- staðar sem er rekinn eins og fjöl- skyldufyrirtæki og meðlimir fjölskyld- unnar elda mat fremur af áhuga, köll- un og hugsjón en til þess að hafa i sig og á. Ekkert samtalsefni mun vera Frökkum eins kært og le bouffé, þó ég hafi þvi miður sakir lélegrar frönskukunnáttu (fyrirgefðu, Vigdis) ekki getað notið þeirra umræðna sem skyldi. Á veitingastöðum Parisar er hægt að fá rétti frá öllum mögulegum hlutum landsins, Bretagne, Bourgogne, Auvergne, Provence og fleiri og fleiri. Oll eiga þessi héruð ein- hverja sérrétti sem einhver veitinga- staðurinn eldar með miklum ágætum og auglýsir sig með. Og áhuginn er gífurlegur, veitingahús út um allt, matvöruverslanir, matreiðslubækur og uppskriftir. Má rekja til frönsku byltingarinnar I Frakklandi er eins og matur og matargerð séu trúarbrögð fyrir fólkið, trú á lífsnautn og velliöan sem mann- eskjan á skilið í hörðum heimi. En hvaðan kemur þessi trú almennings á lífsnautn góðrar matseldar? Eins og margt annað í Frakklandi má rekja hana til frönsku byltingarinnar. Fyrir byltingu var franskur almenningur fremur áhugalaus um dýrindis mat- reiðslu en aðalsmenn og kóngafólk veltu sér upp úr matardýrðinni. Þegar byltingin var um garð gengin og þorr- inn af aðlinum annaðhvort höfðinu styttri eða flúinn úr landi var stór flokkur matreiðslumanna hirðarinnar skyndilega atvinnulaus. Þessir menn urðu auðvitað að lifa á einhverju svo þeir fóru út á göturnar og opnuðu matsölustaði svo skyndilega var mat- seld hirðarinnar og aðalsins orðin al- menningseign. Árangurinn varð sá að matargerðarlist er þjóðariþrótt Frakka og mikið áhugamál. Öld fljótræðis og hraða, sem við lifum á, sækir auðvit- að að þessum þjóðareinkennum þeirra eins og öðru. Út um alla Paris eru þessir dæmalaust dapurlegu hamborgarastaðir, kjúklingastaðir og grillstaðir sem Amerikanar flytja með sér um alla jarðkringluna. Megi þeir aldrei þrífast! Mér til leiðsögu á röltinu um Paris var ég með hinn svokallaða Michelin- gæd, en í honum eru upplýsingar um flest bitastæð veitingahús i Frakk- landi. Veitingahúsin eru flokkuð i gæðahópa og gefnar stjörnur fyrir matseld og umhverfi. Fínast er að hafa 3 stjörnur en 4 staðir í Paris hafa það. Næstfínast eru 2 stjörnur og rýr- ast þykir 1 stjarna. En á þessum stöð- um verður maður að borga fyrir gæð- in og verð matarins er i samræmi við stjörnufjöldann. En þrátt fyrir það er matur á frönskum veitingastöðum ódýr ef miðað er við islenska matsölu- staði. Mjög góð þriggja til fjögurra rétta máltið á 2ja stjörnu stað i Paris kostar frá eitt þúsund til fimmtán hundruð krónur. Parisarferð þessi var ákveðin fyrirvaralaust svo þegar ég hóf samningaumleitanir við þriggja stjörnu staðina um borðapantanir kom í Ijós að allt var upppantað fram í nóvembermánuð á þeim öllum og á einstaka til jóla. Ég ákvað þá að reyna við 2ja stjörnu staðina og snæddi á einum slikum, Relais Louis XIII., ein- um einnar stjörnu stað, Jules Verne, og siðan á nokkrum sérstöðum sem kunningjar mæltu með af ýmsum ástæðum. Á stjörnustöðunum kaupir maður ekki einungis mat og drykk heldur auk þess umhverfi og þjón- ustu. Þjónustan eiginlega of fullkomin Á Lúðvik XIII. komst maður áþreifanlega að raun um þetta. Þjón ustan var eiginlega óþægilega full- komin. Manni leið eins og ofdekruð- um hefðarmanni með þjóna á hverj- um fingri sem stóðu i viðbragðsstöðu til að uppfylla allar óskir manns, helst áður en maður hefði gert sér grein fyrir þeim sjálfur. Þjónarnir voru flest- ir ungmenni, óhemju snyrtileg og lag- leg og stóðu i viðbragðsstöðu allt TERflíN£ Vous *«oeoss DeF0*í*ASD(;c AUJOURD'Hu c.v S*UMON *” *»*. „ Ca""eeeoWSd et -eluca. so „ -co pONDs D’ ARt‘CHaut * Orustací. á ,a Moeí/e et •CRENo UiUEs T/£des ocJi°tZ'TC SN HAB’T V£Bt, " °w°"‘ OUTo Tde',eaUdeu "0,fiETTEsDEn/l"" «•»«.. *, Ho <,Ct«E£TTE8 * u ^ - T«. ‘,,EEEEEU|U£S Df *“* o»S,2,o0F °*NABD et ÓT' U£s ROGHOH ir I d“ D£ p>°COH BNEDOS °£ f,eet ^ coi£ c “e'“— t gbas ,f Poivre C°0n'"°SCH^ZoZ°S^ ' PRISEE / K HERBES DESSErt / -nu/rs FRAIS A,, uu f F£0,EE£te cab repas (Pour 2 p - ^AMEUsT;0" GnATW£ K PSAISES I* Wtousa. ***** * 26 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.