Vikan


Vikan - 09.01.1986, Page 31

Vikan - 09.01.1986, Page 31
bongó- og gæruliðið. Ef Bob Dylan er þar enn að finna, þrátt fyrir hrak- smánarlega og ömurlega frammi- stöðu hans á Live-Aid tónleikunum, kemur það alveg upp um viökom- andi. Hengi í stað hurða finnast varla nema hjá bongó- og gærufólki og þeir einu sem ekki hafa sett lappir undir dýnurnar í stofunni eru hinir sönn- ustu þessa hóps. Bækur um Che Guevara og svartar alpahúfur má finna á heimilum sumra, en aðrir láta sér nægja að eiga gull, reykelsi og mirru. Mussur eru enn finnanlegar hjá einstaka mjög stílhreinu afbrigði og frést hef- ur af að þær séu notaðar í einu þess- aratilfella. Hins vegar sækir bongó- og gæru- liöið ekki hippaböll og sjaldan bongó- og gæruhátíðir, það hefur oft á tíðum farið í of vel heppnaða meðferð til aö sækja drykkjusamkomur, er með barn á brjósti sem þarf regluþundn- ar gjafir, svo það kemur í hlut yngri kynslóðarinnar að fá lánaða búninga til að mæta á þess konar samkomur. En þongó- og gæruliðar fara út að fá sér kaffi eöa snæðing leita þeir gjarnan dauðaleit að Tröð fyrst í staö, en láta sér svo nægja að fá sér te á nýja staðnum sem er þar sem Hressó var einu sinni, langar hvort eö er til að prófa aö koma þar inn fyrst allir jakkafatamennirnir eru farnirþaðan. Þeir fara ekki út að boröa en bjóöa vinum sínum oft heim í baunakássu eöa lífrænt ræktað spaghettí með tómatsósu. Dagsannir bongó- og gæruliðar stofna ekki fyrirtæki, þeir vinna hjá ríkinu eöa búa í Danmörku. Niðri (nippi) sauðargæru, en um leið og glittir í friöarmerki er bóngó- og gærukyn- slóðin lifandi komin. Einkenni bóngó- og ga'ruliðanna er dálæti á Stuðmönnum i nema helst Jakobi sem hefur grimulaust daðrað við uppa og á sjálfvirkan símsvara) og gömul hús sem þó ná ekki snyrtileik hýbýla furuliösins. Indversk bómull er ótvírætt bongó- og gærueinkenni. Plötusafnið kemur líka upp um NIÐRI(NIPPI) Niðrarnir eru í þeirri sérkennilegu aöstööu að þeir eiga erfiðara með að marka sérstöðu sína nú en oft áður. Þegar allir gengu í útvíðum buxum fóru þeir í þröngar terlínbuxur, en svo komu pönkararnir og tóku af þeim það sérkenni, stóru hallæris- legu frakkarnir þeirra eru komnir í tísku og það er orðiö vandamál að vera markvisst hallærislegur og hunsa tískuna, það er ekkert víst að neinn taki eftir því. Fyrsta boðorð niðranna er nefni- lega að vera ekki undir nokkrum kringumstæðum þræll tiskunnar. Þó það kosti ítrekað erfiði að finna fatn- að, sem er örugglega ekki í tísku, er ekkert til sparað, ekki litiö í tímann og snúningana sem fara í að komast fram hjá tískunni. Þokkalega þekkt- ur niöri í Reykjavík er meö millisítt hár og kommatopp, ekki smart þó, gleraugun eru vandamál, smekkleg gleraugu, sem voru í tísku fyrir fúnm árum, ganga og sumum hefur gefist vel að vera ekki með gleraugu. Hólkvíðar, mosagrænar molskinns- buxur eru ennþá nothæfar. Aðskorn- ir jakkar og frakkar ganga á bæði kynin, séu þeir ekki töff. Heima við er lífiö léttara. Aflóga sófar, dívanar (mega vera þægi- legir) og palisanderhillur ganga ágætlega, svo framarlega sem farið er að sjá á palisandernum, sú viðar- tegund er ein af þeim fáu sem eru sannanlega hallærislegar í augna- blikinu, og ekki sakar að vera með smá-furuhluti á palisandernum. Góður niðri á bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur, bara til aö svekkja vini sína, en nennir aldrei að lesa þær og les Nafn rósarinnar í laumi. Hann kemur Snjólaugu markvisst fyrir með kenningum um sálarfræöi, sem eru að veröa um það bil síðasta sort, eöa góðum félagsfræðiritum og í versta falli ritgeröum Maós. And- stæðurnar veröa að vera sláandi. Sannar sögur fara prýðisvel á stofu- borðinu og þar er líka ágætt aö vera með uppskriftir úr dönsku blööunum af mæjónesréttum og hamborgur- um. Bílar niðranna eru rússneskir, austur-þýskir (Trabant og Wartburg afbragðsgóðir) og strætisvagnar eru góðir, svo framarlega sem menn eiga áberandi veski utan um strætó- miöana og eru vel að sér í strætis- vagnaleiðum, skiptimiöum og geð- prýði einstakra vagnstjóra, og láti á því bera í hvívetna. Fas niðranna er kauöalegt, þeir koma sér yfirleitt upp einni góðri beygingar- eða málvillu, en tala af- bragðsgóöa íslensku aö öðru leyti, eru líka yfirleitt menntaðir úr heim- spekideild og meðvitaöir um íslenska tungu en ósammála því að hún sé óumbreytanleg. Blokkaríbúð í Breiðholti er góð um- gjörð um líf niðranna en fæstir nenna að fylgja kenningum sínum um hallæri svo rækilega út í ystu æsar. Laugarnesvegurinn er í lagi og sömuleiðis smærri þorp úti á landi, en þéttbýli yfir meðalstærð er varla til umræðu. Hafnarfjörður er einum of umtalaöur og ,,in” til aö ganga, en Kópavogur ,,of all places” er ákjósanlegur. Þökk sé Guörúnu Á. Sím. Þegar niðri fer út að borða er erfitt að velja rétta staðinn. Lengi vel var Múlakaffi ofarlega á blaði, en Umferðarmiðstöðin og Smiðjukaffi eru í seinni tíö orðin að eftirlætisstöð- unum. Nokkrir niöranna eru það ómeövit- að — eða af því þeim hefur aldrei tek- ist að verða neitt annað. Þó þeir höndli fé og frama eru þeir og verða niðrar, flestir höndla að vísu hvorugt, einmitt af því þeir eru: ekkert nema niðrar. Vikan 2. tbl. 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.