Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 32

Vikan - 09.01.1986, Blaðsíða 32
Að dýrka sól- og sjávarguð á bröttum klöppum. Frá Hydru i Saroniska flóanum — eða ,,0g svo, þegar þú kemur aftur til Grikklands, tekuröu próf hjá okkur i þessari bók," sögðu vinir minir, Galanisfjölskyldan i Glyfada, með prakkarabros á vör um leið og þau réttu mér Nicklas Nickleby eftir Charles Dickens á grisku! Bókin var ætluð skólabör*um. Þetta var 5 mánuðum eftir að ég kom til Grikklaods. 8. mai 1985 steig ég upp í þotu Olympic flugfélagsins griska á Schipholflugvelli í Amster- dam á leið til Aþenu. Með kennslu- bók frá Snæbirni, Greek in 3 months, og goðafræði Edith Hamilton hugðist ég eyða þriggja tima flugferðinni og undirbúa mig fyrir lendingu. Fram að matnum las ég stafrófið, bæði litlu og stóru stafina. Eftir rikulega máltið kítrínó — kokkínó — bratsínó — ble sökkti ég mér niður í goðsagnirnar um afreksmanninn Þesseif, forynjuna Medúsu og söguna af Pyramus og Þisbe og minntist í leiðinni yndislegrar útfærslu þeirrar sögu i litla leikhúsi 'iðnaðarmannanna i Jónsmessunæt urdraumi Shakespeares. Við lilið mér sal belgiskur kaupsýslumaður og las goðsagnir ur efnahagslifinu. Eftir komuna til Grikklands var ég fljót að átta mig á að ég var lent i ann- arri veröld. Það var ekki bara hitinn, litirnir i náttúrunni og fjölskrúðugt mannliíið, heldur skiltin sem alls staðar blöstu við mér með framandi letri þeirra Grikkja. Strax fyrsta dag- inn reyndi ég að stauta mig fram úr þessu letri samkvæmt lærdómnum úr flugvélinni. Fyrsta orðið sem ég Texti og myndir: Hlín Agnarsdóttir hnaut um var avtokinito eða aftókinító sem þýðir bill. Svo byrjaði ég að spyrja og spyrja og smám saman varð ég eins og óþolandi krakki. Þannig byrjaði þessi dvöl min, rétt eins og fyrsta skólagangan. Galanisfjölskyldan vissi vel að ég, 32ja ára unglingurinn, var eins og barn í þessum nýja heimi. Og það vissu fleiri Grikkir því um leið og þeir fundu að ég var ekki venjulegur ferðamaður, heldur hafði áhuga á að læra erfiða tungumálið þeirra sem þeir eru afar hreyknir af, þá gerðust þeirra flestir kennarar min ir. Bestu kennararnir reyndust vera rútu og leigubilstjórar enda um- gekkst ég þá mikið i starfi minu sem fararstjóii. Eg efaðist aldrei sekúndu- brot þegar Kostas, Nikos, Jannis og Jorgos, allt heiðursmenn og góðir bíl stjórar, tjáðu mér hversu merkileg griskan væri, elsta tungumál Evrópu með orðaforða yfir allt sem til væri i heimi hér. Þar sem leigubilar eru almenningsvagnar i Grikklandi fór ekki hjá þvi að ég notaði þá allmikið. Eg býst við að ég hafi fengið yfir sum- crið að meðaltali tvær 40 minútna kennslustundir á viku á leiðinni milli Vouliagmeni (þar sem ég bjó) og Aþenu. Ég tróð mér oftast i framsæt 32 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.