Vikan

Útgáva

Vikan - 09.01.1986, Síða 34

Vikan - 09.01.1986, Síða 34
Ég man þaö eins og þaö heföi gerst í gær. Ég var ekki aö gera neitt sér- stakt og eftir á aö hyggja er þaö raunar þaö sem mér þykir einna merkilegast; aö þetta skyldi gerast alveg upp úr þurru. Ég sat bara úti á miöju gólfi í herberginu okkar krakkanna og var eitthvað aö dunda meö legó-kubbana mína þegar ég var skyndilega sem þrumu lostinn. Leifturskærri hugsun skaut niöur í hugann: ég vissi fyrirvaralaust að ég væri ekki eins og annað fólk. Ég var snillingur. Eftir llluga Jökulsson Ég tók þessari merkilegu uppgötv- un meö ró Stóuspekinganna og ef ég kafa djúpt niður í undirsjó minning- anna þá held ég satt aö segja aö þetta hafi ekki komið mér sérlega mikið á óvart. Kannski mér hafi bara aldrei tekist að oröa þessa hugsun alveg rétt áöur. En þarna var þaö komið og lá ljóst fyrir: ég var óumdeilanlega snillingur. Nú er best aö ég taki þaö fram að ég var ekki alveg viss um hvaö snillingur væri í raun og veru. Ætli ég hafi ekki verið svona sjö, átta ára þegar rann upp fyrir mér ljós og ég haföi ekki haft mikil persónuleg kynni af snilligáfu fram aö því — þó vissi ég að hún var til og þótti afar eftirsóknarverö. Ég vissi og aö snillingar voru fáir og veslings meðalmennin hlutu aö dást mikið aö þeim; ég vissi líka aö menn lögöu mikiö á sig til þess aö geta kallast snillingar. Þess vegna var ég svolítiö hissa á því aö ég skyldi veröa snillingur svona fyrirhafnarlaust, en svona varö þetta aö vera. Ekki gat ég breytt sköpunarverkinu, þó snillingur væri. Ég lagöi frá mér legó-kubbana því hvaö sem ööru leið var ég viss um aö snillingar léku sér ekki aö legó-kubb- um. Ég velti því fyrir mér hvort ég þyrfti aö fá mér gleraugu. Svo ákvaö ég aö athuga hvort fólkið í kringum mig geröi sér jafnljósa grein fyrir snilligáfu minni og ég. Vissu pabbi og mamma til aö mynda aö þessi agnarsmái feimnislegi drengur þeirra væri í rauninni séní? En þar varö ég fyrir svolitlum vonbrigðum. Þó ég yröi ekki var viö annað en að ættingjum mínum líkaði ljómandi vel viö mig þá fóru þeir aö minnsta kosti leynt meö þaö ef þeir geröu sér ljóst aö snillingur væri á meöal þeirra. Eg reyndi á lymskulegan hátt að lauma þessari vitneskju aö foreldrum mínum en þau virtust undarlega skilningssljó á einmitt þennan hæfileika minn. Ég spuröi hvað snillingur þyrfti aö hafa til að bera og fékk heldur loðin svör en svo mikiö var vist aö lýsingin átti ekki beinlínis viö mig sjö ára. Mamma viðurkenndi að vísu aö ég væri undragóður í lestri miöaö viö aldur en hún tók þó aldrei svo til orða aö ég væri snillingur. Enda vissi ég náttúr- lega meö sjálfum mér aö lestrar- kunnáttan var ekki annaö en eitt ein- stakt dæmi um snilligáfuna — orsök en ekki afleiðing. Systir mín var til dæmis ennþá betri i lestri en ég, en mér var lífsins ómögulegt aö líta svo á aö hún væri snillingur. Þessar hugleiömgar uröu svo til þess aö ég einsetti mér aö komast aö því hvaö snillingur væri í raun og veru. Ég yröi aö þekkja hlutskipti mitt sjálfur, þó aörir bæru kannski ekki kennsl á mig. í því augnamiði hóf ég markvissan og skipulegan lestur ýmissa vísindarita sem ég haföi aðgang aö, einkum og sér í lagi þeirra fjölfræðibóka sem þá voru á markaðnum og máttu teljast viö alþýöuskap. Þar var ýmislegur fróðleikur sem snillingar hlutu aö eiga aö kunna skil á. Einnig fór ég aö kynna mér ævisögur snillinga. Ég man sérstaklega eftir tveimur lit- skrúöugum bókum um ævi þeirra snillinganna Edisons og Kólumbusar urinn 34 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.